Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 51
U M R Æ Ð U R S J 0 G FRÉTTIR ÚKRASKRÁR Að loknum Læknadögum 2008 sendu átta læknar Landspítala heilbrigðisráðherra eftirfarandi bréf þar sem gallar Sögukerfisins eru tíundaðir og eindregið óskað eftir að rafræn sjúkraskrá verði tekin til gagngerrar end- urskoðunar hið allra fyrsta. Reykjavík 31.01.08 Hæstvirtur heilbrigðisráðherra, Á nýliðnum Læknadögum kynnti Dr. Thomas Edes, yfirlæknir heimaþjónustu VA-heilbrigðiskerfisins í Bandaríkjunum, breytingar sem þar hafa átt sér stað á síðustu árum. VA-kerfið hefur gjörbreyst á síðustu 10 árum hvað varðar bæði gæði og skilvirkni. Sjúklingafjöldi sem nýtir sér þjónustu kerfisins hefur tvöfaldast og gæði á öllum sviðum aukist. Á sumum sviðum hefur náðst framúrskarandi árangur en kostnaður við hvem sjúkling hefur nánast staðið í stað á árunum 1998-2006 meðan kostnaður við annað opinbert heilbrigðistryggingakerfi, Medicare, hefur vaxið um u.þ.b. 30%. Stjómendur VA-kerfisins þakka afrakstur breytinganna einkum þremur þáttum: 1. Samtengdu rafrænu sjúkraskrárkerfi. 2. Gæðastarfi, þ.e. klínískum leiðbeiningum, gæðavísum og gæðaeftirliti. 3. Áhersla starfseminnar hefur færst frá hefðbundinni bráðaþjónustu yfir í yfirgripsmikla samfellda fmmþjónustu. Yfirgripsmikil samfelld fmmþjónusta byggir á markvissu eftirliti og meðferð langvinnra sjúkdóma, sem hefur að leiðarljósi samfellu og heildaryfirsýn á vandamál sjúklingsins. Hluti af þeirri nálgun felst í bættri heimaþjónusta fyrir aldraða sem hefur skilað u.þ.b. 85% fækkun á innlögnum á hjúkmnarheimili, 50% fækkun á sjúkrahúsinnlögnum og 25% minni heildarútgjöldum á hvern notanda heimaþjónustu í VA- kerfinu. Kynmng Thomas Edes á rafrænm sjúkraskrá VA-kerfisins hefur vakið lækna Landspítalans og á landinu öllu enn á ný til umhugsunar um stöðu rafrænnar sjúkraskrár á sjúkrahúsinu. Það er mat margra lækna að núverandi rafrænt sjúkraskrárkerfi Landspítala og heilsugæslu (Saga) sé afar ófullkomið og í raun óviðunandi. Læknaráð Landspítalans ályktaði í tvígang á síðasta ári um sjúkrarskrármái spxtalans og hvatti til að þau yrðu tekin til gagngerrar endurskoð- unar. Þessar ályktanir fylgja með þessu bréfi. Vankantar rafrænnar sjúkraskrár á Landspítala em eftirfarandi: 1. Persónuverndarákvæði hamla nýtingu kerfisins. a. Persónuvemdarákvæði virðast vega þyngra en öryggi sjúklinga. Læknar hafa oft ekki aðgang að upplýsingum um sjúklinga sem þeir armast. Þar með hefur persónuvemdin snúist upp í andhverfu sína. b. Sú nálgtm sem beitt er við hindrun aðgangs að upplýsingum í rafrænni sjúkraskrá spítalans skaðar starfsemina og er frábmgðin því sem annars staðar þekkist. 2. Saga, sem er klímskt skráningarumhverfi, uppfyllir ekki þær kröfur sem gera þarf til nútímalegs gagnavirmslu- og sjúkraskrár- kerfis. Enda er kerfið gamalt og á rætur sínar í heilsugæslunni en ekki sjúkrahúsaþjónustu. a. Grundvallaruppbygging er röng. b. Kerfið er of flókið í notkirn, þar sem hver notandi þarf að stilla kerfið með mismunandi hætti. c. Útfærslur sem byggja á upplýsingatækni og eiga að styðja við klíníska ákvarðanatöku em vanþróaðar í Sögu-kerfinu. a. Klínískar leiðbeiningar er ekki að firma í tengslum við kerfið. b. Gátlista vantar vegna vinnu við sjúklinga (svipað og gerist hjá flugmönnum). c. Ámirmingar, viðvaranir og ábendingar vantar. 3. Öflun upplýsinga úr kerfinu er ákveðnum vandkvæðum bimdin. a. Það torveldar stjómun og áætlanagerð. b. Kerfið nýtist ekki við gæðaeftirlit. 4. Rafrænn flutningur gagna milli eininga innan stórra stofnana eins og LSH og milli stofnana eins og spítala, heilsugæslu og einkarek irrna læknamiðstöðva, er lítt virkur. 5. Samþætting við önnur rafræn kerfi eins og lyfjafyrirmæli, skurðstofukerfi, rarmsóknarstofur og röntgen er ekki fyrir hendi. Við undirrituð fögnum jákvæðum viðhorfum heilbrigðisráðherra til frekari uppbyggingar rafrænnar sjúkraskrár og á íslandi og óskum eftir því að hann taki þennan málaflokk til gagngerrar endurskoðunar hið allra fyrsta. Málið er afar brýnt og óskum við eftir fundi með þér sem fyrst til að kynna sjónarmið okkar og hugmyndir til úrbóta. Virðingarfyllst, Aðalsteinn Guðmundsson lyf- og öldrunarlæknir, Landspítala Guðjón Birgisson sérfræðingur í almcnnum skurðlækningum, Landspítala Helga Hansdóttir yfirlæknir almennra öldrunarlækningadeilda, Landspítala Páll Torfi önundarson yfirlæknir blóðmeinafræðideildar, varaformaður læknaráðs Landspítala Runólfur Pálsson yfirlæknir nýrnalækninga, ritari læknaráðs Landspítala Sigurður ólafsson lyf- og meltingarlæknir, formaður skipulags og þróunamefndar læknaráðs Landspítala Viðar Eðvarðsson bamalæknir, gæðastjóri lækninga á Bamaspítala Hringsins Þorbjörn Jónsson sérfræðingur í ónæmis- og blóðgjafarfræði, formaður læknaráðs Landspítala LÆKNAblaðið 2008/94 403
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.