Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 7
RITSTJÓRNARGREINAR Framfarir í MS Haukur Hjaltason haukurhj@landspitali. is Haukur Hjaltason er aðjúnkt við læknadeild HÍ og taugalæknir við taugalækningadeild Landspítala. Advantages in Diagnostic and Treatment of MS. Haukur Hjaltason MD, Neurologist and Dr. med. Department of Neurology, Division of internal medicine.Landspitali University Hospital Fossvogi 108 Reykjavik, lceland. Á undanfömum ámm hafa orðið miklar framfarir í greiningu og meðferð MS sjúkdómsins. Fram til ársins 2001 var MS-greining klínísk og við það miðað að sjúklingur hefði fengið tvö köst ólík að einkennum og aðskilin í tíma. Þetta breyttist árið 2001 með McDonalds-viðmiðum. í þeim er miðað við að greiningu megi setja eftir eitt kast ef seinni segulómunarskoðun sýnir fram á nýjar breytingar (1). Viðmiðin voru endurskoðuð 2005 en gilda í aðalatriðum áfram (2). Einkenni og köst sjúklinga skipta áfram mestu þegar sjúkdómsvirkni MS er metin en eins og ofangreind viðmið bera með sér má einnig meta hana með segulómskoðun heila og mænu; oftast er stuðst við segulskærar breytingar á T2 myndum en einnig skuggaefnisupphleðslu á T1 myndum. Rannsóknir með segulómskoðun hafa sýnt að vefjarýrnun í MS tekur ekki bara til hvíta efnisins (eins og áður var talið) heldur einnig grás svæðis og þar með heilabarkar (3). Ásamt einkennum eru breytingar á segul- ómskoðun notaðar til mats á árangri í lyfjarann- sóknum á MS. Þær hafa leitt til fyrirbyggjandi meðferðar við köstum og ágangi sjúkdómsins með interferon beta lyfjum og glatiramer acetati. Lyfin minnka kastatíðni um 30% og draga að nokkru leyti úr þrórrn langvinnra einkenna og fötlunar. Þessi lyf gagnast sjúklingum misjafnlega, hjá sumum gengur vel en ljóst að þau bera ekki til- ætlaðan árangur hjá allstórum hópi. Nýlega kom á markað nýtt lyf sem dregur úr sjúkdómsvirkni MS, natalizumab. Verkunarmáti natalizumabs felst í því að það binst 4 intergrin viðtaka á yfirborði virkjaðra hvítra blóðkorna. Með þessu heftir það för þeirra úr æðum í taugavef sem er undanfari þeirrar bólgu og vefjaskemmda sem verða í MS. Árangur natalizumabs við MS var staðfestur í AFFIRM rannsókninni þar sem lyfið var borið saman við lyfleysu. Natalizumab var gefið í innrennsli í æð með fjögurra vikna millibili á tveggja ára tímabili. I samanburði við lyfleysu fengu natalizumab- sjúklingar 68% færri köst, voru með 83% færri nýjar T2 breytingar og 92% færri nýjar skuggaefn- ishlaðandi breytingar við segulómskoðun og 42% minni líkur voru á vaxandi fötlun (4). Bandaríska lyfjastofnunin leyfði notkun nata- lizumabs í nóvember 2004. Skömmu síðar var notkun þess stöðvuð vegna þriggja tilvika af PML sýkingu (progressive multifocal leukoencephalo- pathy) sem komið höfðu fram við notkun þess. Tvö þeirra voru MS sjúklingar sem fengið höfðu natalizumab samhliða notkun interferon beta la. Eftir ítarlega rannsókn þar sem engin frekari PML tilvik komu fram var notkun lyfsins aftur leyfð með því skilyrði að um einlyfjameðferð væri að ræða. í janúar 2008 hafði natalizumab-gjöf hafist hjá rúmlega 30.000 sjúklingum án nokkurra nýrra PML tilvika. Notkun natalizumabs hófst á íslandi um miðjan janúar 2008 og nú um miðjan apríl hefur 21 sjúklingur hafið meðferð. Natalizumab er ætlað MS-sjúklingum með virkan kastasjúkdóm. Ábendingunni er skipt í tvennt: A: Sjúklingar með virkan sjiikdóm þrátt fyrir aðra fyrirbyggjandi meðferð (hafi fengið að minnsta kosti eitt MS-kast á síðustu 12 mánuðum) og B: Sjúklingar sem ekki hafa reynt önnur fyrirbyggjandi lyf, en eru með hratt vaxandi alvarlegan sjúkdóm sem markast aftveimur eða fleiri fatlandi köstum á síðustu 12 mánuðum. Engin þekking er til varðandi hversu lengi meðferð skuli haldið áfram. Að sinni er henni haldið áfram sé talið að hún skili árangri. Natalizumab á ekki að gefa sjúklingum með veiklað ónæmiskerfi eða illkynja sjúkdóm. Hætta á annarri fyrirbyggjandi MS meðferð áður en natalizumab-meðferð hefst en sterameðferð við köstum er talin í lagi. Vakni grunur um PML sýkingu er mikilvægt að hætta eða fresta frekari natalizumab-gjöf. Greining MS og horfur eru betri en áður. Til er fyrirbyggjandi meðferð sem skilar árangri. Natalizumab er hér góð viðbót þótt enn sé óvíst um langtímaárangur. Heimildir 1. McDonald WI, Compston A, Edan G, et al. Recommended Diagnostic Criteria for Multiple Sclerosis: Guidelines from the International Panel on the Diagnosis of Multiple Sclerosis. Ann Neurol 2001; 50:121-7. 2. Polman CH, Reingold SC, Edan G, et al. Diagnostic Criteria for Multiple Sclerosis: 2005 Revisions to the "McDonald Criteria". Ann Neurol 2005; 58: 840-6. 3. Calabrese M, Atzori M, Bemardi V, et al. Cortical atrophy is relevant in multiple sclerosis at clinical onset. J Neurol 2007; 254:1212-20. 4. Polman CH, O'Connor PW, Havrdova E, et al. A Randomized, Placebo-Controlled Trial of Natalizumab for Relapsing Multiple Sclerosis. N Engl J Med 2006; 354: 899-910. LÆKNAblaðið 2008/94 359
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.