Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 37
Ú R UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR PENNA STJÓRNARMANNA LÍ Rafræn sjúkraskrá Sigurður Böðvarsson sigurdbo@landspitali.is Stjórn LÍ Birna Jónsdóttir, formaður Sigurður E. Sigurðsson, varaformaður Sigurveig Pétursdóttir, gjaldkeri Sigríður Ó. Haraldsdóttir, ritari Elínborg Bárðardóttir Kristján G. Guðmundsson Ragnar Freyr Ingvarsson Sigurður Böðvarsson Þórarinn Guðnason I pistlunum Úr penna stjórnarmanna LÍ birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Stjórn Læknafélags íslands hélt árlegan vorfund sirtn 28. mars síðastliðinn. Þema fundarins var rafræn sjúkraskrá. Framsögu höfðu nokkrir góðir gestir og röktu þeir ýmsar hliðar á þessu verkefni. María Heimisdóttir gerði grein fyrir stöðu rafrænnar skráningar á Landspítala. Stefnt er að vistun allra gagna með rafrænum hætti og áhugi er á samvinnu við aðrar sjúkrastofnanir. Áhersla hefur til þessa verið lögð á rafræn lyfjafyrirmæli og rannsóknaniðurstöður. Fyrirhuguð er að setja á fót svokallaða Heilsugátt. Hún er hugsuð sem anddyri eða gátt starfsmanna að upplýsingum sem síðan er að finna í mismunandi gagnasöfnum. Þá er unnið að uppbyggingu upplýsingasíðna fyrir sjúklinga og aðstandendur. Torfi Magnússon reifaði þau lög og reglur sem gilda um skráningu og meðferð rafrænnar sjúkra- skrár bæði hér á landi og í öðrum Evrópulöndum. Ljóst er að huga verður vel að persónuverndar- sjónarmiðum. Gæta þarf vel að því hvað er skráð og ekki síður hverjir hafa aðgang að þeim upplýs- ingum. Einnig þarf að huga vandlega að heimild- um til að miðla upplýsingum milli stofnana. Valgerður Gunnarsdóttir kynnti stöðu mála hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Líkt og á Landspítala er markmiðið að auka gæði og hag- ræðingu í pappírslausu umhverfi. Læknabréf berast nú rafrænt frá spítalanum til heilsugæsl- unnar og nokkurt aðgengi er að rannsóknakerf- um. Unnið er að sameiginlegri sjúkraskrá sjúk- lings sem allar heilsugsælustöðvar hafi aðgang að. Áhugavert þróunarverkefni er í gangi við heilsugæslustöðina í Álfheimum sem gerir sjúk- lingum meðal annars kleift að senda inn rafrænt fyrirspurnir varðandi tímapantanir og lyfseðla- endurnýjanir. Guðrún Auður Harðardóttir lýsti sjónarmiðum ráðuneytis. Ljóst er að mikill áhugi er almennt fyrir aukinni rafrærmi stjómsýslu hér á landi og rafræna sjúkraskrá má nýta með hliðsjón af klín- ískum leiðbeiningum og öðrum gæðavísum. Hér eins og víðar hefur fjármagnsskortur tafið virrnu. Sigurður Guðmundsson landlæknir tók síð- astur til máls á þessu ágæta málþingi. Hann rakti eftirlits- og skráningarhlutverk landlæknisemb- ættisins og nauðsyn skráningar til grundvallar allrar framtíðargreiningar og stefnumörkunar í heilbrigðiskerfinu. Finna þarf jafnvægi milli per- sónuverndar sjúklinga og öryggis með tilliti til aðgangsheimilda. Hinn 22. apríl síðastliðinn var haldinn mjög áhugaverður fræðslufundur á vegum „Fókus" í fundarsal læknafélaganna um rafræna lyf- seðla. Frummælendur voru Gurtnar Alexander Ólafsson frá heilbrigðisráðuneytinu, Arnar Þór Guðmundsson heilsugæslulæknir á Selfossi og Þórbergur Egilsson forstöðumaður lyfja- og þróunarsviðs Lyfju. Fram kom að nú í næsta mán- uði er fyrirhugað að urrnt verði með hugbúnaði Heklu að senda rafræna lyfseðla frá sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi möguleiki hefur verið fyrir hendi á lands- byggðinni um nokkurt skeið og er reynslan frá Selfossi góð. Af framansögðu má ráða að mikill gangur er í rafrænni meðferð sjúkragagna hér á landi og er það vel. Séu hagsmunir og öryggi sjúklinga höfð að leiðarljósi verður auðvelt að þróa slík kerfi hér á landi og reyndar höfum við allar forsendur til að vera í fararbroddi á þessu sviði meðal vestrænna þjóða. Að mínu viti er mikilvægt að hér á landi verði komið á fót heilbrigðisneti á landsvísu er taki til allra þátta heilbrigðisþjónustunnar. Þá ætti einu að gilda hvort sjúklingur leiti til heilsu- gæslustöðvar, sjúkrahúss eða sjálfstæðrar lækn- ingastofnunar, - alls staðar ættu læknar að komast að nýjustu og áreiðanlegustu upplýsingum um sjúklinginn, heilsufarssögu, lyfjatöku, ofnæmi, blóð- og myndgreiningarrannsóknir. Það segir sig sjálft að slíkar upplýsingar myndu auka öryggi £ meðferð sjúklinga og draga úr tvítekningu hvað rannsóknir varðar. Að lokum hvet ég lækna til að mæta á félags- fund Læknafélags Reykjavíkur sem haldinn verður um þessi mál 20. maí næstkomandi klukkan 20.00 í húsakynnum læknafélaganna. Frummælendur verða meðal annarra úr þeim hópi sem hér hefur verið nefndur að framan. Búast má við líflegum og skemmtilegum umræðum sem vonandi munu þoka þessu mikilvæga máli nokkuð á leið. LÆKNAblaðið 2008/94 389
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.