Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 33
FRÆÐIGREINAR TILFELLI MÁNAÐARINS Svar við tilfelli mánaðarins Hér er um að ræða ástand sem nefnt hefur verið heilkenni fjólublás þvagpoka (purple urine bag syndrome; PUBS) og var fyrst lýst af Barlow og Dickison árið 1978 (1). Þetta er mjög sjaldgæft fyr- irbæri sem þó er vel þekkt og einkennist af því að þvagleggspoki og slanga hans verða fjólublá að lit (2, 3). Orsökin er ekki fullkomlega ljós en talið er að röð efnahvarfa liggi að baki sem hefjast með því að bakteríur í meltingarvegi brjóta amínósýruna tryptófan úr fæðunni niður í indól er umbreytist síðan í indoxýlsúlfat í lifrinni. Indoxýlsúlfat er aðallega skilið út í þvagi og getur þar umbreyst í indoxýl fyrir tilstilli súlfatasa sem sumar bakteríur mynda. Indoxýl brotnar loks niður í indígó sem er blátt að lit og indírúbín sem er rautt í basísku þvagi (4, 5). Fjólublár þvagpoki kemur einkum fyrir hjá öldr- uðum með þvaglegg, þráláta sýklamigu og basískt þvag (2, 3). Þær bakteríur sem oftast ræktast úr þvagi þessara einstaklinga eru Pseudomonas aerug- inosa, Proteus mirabilis, Escherichia coli, Klebsiella pneumoniae, Providentia stuartii og Morganella morganii (5) og ræktaðist sú síðastnefnda frá þvagi sjúklingsins sem hér er greint frá. Þessar bakteríur geta myndað súlfatasa og þannig valdið fram- angreindu efnahvarfi sem litar þvagið fjólublátt. Það gerist einvörðungu hjá sjúklingum með þvaglegg og er talið tengjast snertingu þvagsins við plastefni í slöngu og poka leggsins (6). Þetta fyrirbæri er algengara hjá konum sem oft eru haldnar langvinnri hægðatregðu og er talið að aukið magn baktería í ristli leiði til aukins umbrots tryptófans (3, 6). Ýmsar mismunagreiningar þarf að hafa í huga í þessu tilfelli, enda margt sem getur valdið óeðlilegum lit á þvagi (7). Algengust er blóðmiga og getur þvagið ýmist verið rautt að lit eða dökkbrúnt (kóklitað), einkum þegar blæðingin á upptök í nýrum. Þvag getur einnig verið rautt eða rauðbrúnt vegna blóðrauða (hemoglobin) hjá sjúklingum með rauðkornarof (hemolysis) eða vöðvarauða (myoglobin) þegar rákvöðvarof (rhabdomyolysis) er fyrir hendi. Þá kemur fram sterk svörun fyrir blóð á strimilprófi en fá eða engin rauð blóðkorn finnast við smásjárskoðun. í bráðri slitróttri porfýríu (acute intermittent phorphyria) gerir porfýrín þvagið dökkt að lit. Þá eru sjúklingar með stíflugulu oftast með gulbrúnt þvag vegna bílirúbíns í þvaginu. Meðal ann- arra orsaka fyrir lituðu þvagi eru lyf og litarefni í fæðu. Dæmi um lyf eru deferoxamín (rautt), járn-sorbitól (brúnleitt), nítrófúrantóín (gulbrúnt), fenazópýridín (appelsínugult) og rífampicín (app- elsínugult eða rautt) (8). Litarefni í rauðrófum og sumum berjategundum geta einnig litað þvagið rautt, sérstaklega hjá þeim sem frásoga betalaín kröftuglega og skilja það út í þvagi í miklu magni (um það bil 14% fólks) (9). Fjólublár þvagleggs- poki veldur sjúklingum og aðstandendum þeirra áhyggjum en er í raun saklaust fyrirbæri sem ekki fylgja nein önnur einkenni og hefur engin áhrif á horfur sjúklinga (2). Því er ekki þörf á sérstakri meðferð sem annars beinist að því að uppræta undirliggjandi þvagfærasýkingu. Heimildir 1. Barlow GB, Dickson JAS. Purple urine bags. Lancet 1978; 1: 220-1. 2. Dealler SF, Belfield PW, Bedford M, et al. Purple urine bags. J Urol 1989; 142: 769-70. 3. Vallejo-Manzur F, Mireles-Cabodevila E, Varon J. Purple urine bag syndrome. Am J Emergency Med 2005; 23: 521-4. 4. Ihama Y, Hokama A. Purple urine bag syndrome. Urology 2002; 60: 910. 5. Gautam G, Kothari A, Kumar R, Dogra PN. Purple urine bag syndrome: A rare clinical entity in patients with long term indwelling catheters. Int Urol Nephrol 2007; 39:155-6. 6. Pillai RN, Clavijo J, Narayanan M, Zaman K. An association of purple urine bag syndrome with intussusception. Urology 2007; 70: 812. 7. McPherson RA, Ben-Ezra J, Zhao S. Basic examination of urine. In: Henry's Clinical Diagnosis and Management by Laboratory Methods, 21s' ed. McPherson RA, Pincus MR, editors. 2006. Saunders. 393-425. 8. Bryant JS, Gausche-Hill M. When is red urine not hematuria? - A case report. J Emergency Med 2007; 32: 55-7. 9. Thompson, WG. Things that go red in the urine; and others that don't (editorial). Lancet 1996; 347: 5. LÆKNAblaðiö 2008/94 385
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.