Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2008, Side 7

Læknablaðið - 15.09.2008, Side 7
RITSTJÓRNARGREINAR Birna Jónsdóttir birna@rd.is Höfundur er röntgenlæknir og formaður Læknafélags íslands. Icelandic Medical Association a professional organisation and a Trade Union. IMA's collective bargaining for 90 years Birna Jónsdóttir is a radiologist and the chairman of the icelandic medical association. Læknafélag íslands fagfélag og stéttarfélag. Kjarabarátta lækna í 90 ár Læknafélag íslands hefur í 90 ár verið bæði fag- félag og stéttarfélag. Háleit og metnaðarfull sið- ferðileg markmið setjum við okkur með eigin siða- reglum og læknaeiðnum og þetta eigum við sam- eiginlegt með alþjóðasamfélagi lækna. Menntun lækna sem annar hornsteinn félagsins hefur bæði farveg gegnum Fræðslustofnun á Læknadögum og á síðum Læknablaðsins. Kjarasamningsgerð sem er meginþáttur í starfi stéttarfélagsins er skipt milli LI og Læknafélags Reykjavíkur. LÍ var stofnað á félagsfundi í LR14. janúar 1918. Fyrstu þrír mánuðirnir einkenndust af kjarabar- áttu samkvæmt því sem formaður skýrir frá í Læknablaðinu. Þegar ekkert miðar í úrbótum á laun skoraði stjórn félagsins á félagsmenn að segja upp og voru undirtektir góðar. Þetta var í fyrsta sinn í sögu íslenskrar kjarabaráttu sem hópupp- sagnir voru ráðgerðar sem baráttutæki. Til sama ráðs var gripið árið 1966 og voru undirtektir lækna framúrskarandi góðar. Kjarasamningsgerð við ríkið fyrir hönd sjúkrahúss- og heilsugæslulækna er verkefni LÍ. Samningurinn sem við gerðum í sumar felldu félagsmenn í atkvæðagreiðslu og eru það nokkur tíðindi. Það þarf að vera læknum full- ljóst að gagnaðili ætlar sér að skerða kjör lækna. Vissulega eru grunnlaun lækna skammarlega lág og kaupgetan hefur rýrnað í ár. Hvað af samnings- bundnum réttindum erum við tilbúin að láta af hendi fyrir grunnkaupshækkun? Umsamin rétt- indi dagsins í dag hafa kostað baráttu og það er í verkahring LI að standa vörð um samninginn. Sigurður E. Sigurðsson læknir, fyrrverandi formaður samninganefndar, segir í pistlinum „Kjaramál í nútíð og framtíð" sem hann skrifaði vorið 2006 í Læknablaðið að nýloknum samningi, það skoðun sína að almennt þekki læknar kjara- samninginn illa. Þar bendir hann meðal annars sér- staklega á þýðingu svokallaðra viðbótarþátta sem hann segir að skapi rými fyrir einstaklingsbundin laun. Kjarasamningur er lögum samkvæmt samn- ingur um lágmarkslaun. Það kann hins vegar að vera tvíbent ef mikil áhersla er lögð á það að ein- staklingar semji beint við vinnuveitanda um stór- an hluta launa, sérstaklega þegar gagnaðili hefur feikimikla yfirburði. Ef það er raunin að læknar almennt þekkja samninginn illa, á sama tíma og yfirgnæfandi meirihluti spítalarekstrar er á einni hendi og sama gildir um rekstur heilsugæslu- stöðva, í hvernig samningsaðstöðu eru menn? Eykst kynbundinn launamunur eða minnkar með einstaklingsbundnum samningum? í dag krefst unga fólkið styttri vinnutíma en viðgengist hefur hjá læknum. Krafa er um meira jafnvægi milli vinnu og fjölskyldutíma og er það vel. Unga fólkið vill læra læknisfræði, slæst um að læra bæði hér heima og erlendis. Við líðum ekki læknaskort á íslandi, meðan 1100 læknar eru starfandi heima er það miklu frekar umhugsunar- efni að um 500 íslenskir læknar eru erlendis við nám og störf. Ákveðinn atgervisflótti viðgengst og margir okkar fremstu lækna eiga ekki möguleika á stöðu í okkar þröngu aðstæðum. Eg hef alvöru áhyggjur af atgervisflótta. Hvert stefnum við í samningsgerð í dag? Skurðlæknar gerðu sinn kjarasamning í sumar. Munu fleiri félög lækna feta þessa braut eða ætlum við að standa saman? Krafan er hækkun launa og stytting vinnutíma. Afköstin þurfa að halda sér og gleymum ekki mikilvægi rekstrar- og vinnuum- hverfis í þessu samhengi. I sumar var gerður nýr samningur milli ríkisins og heimilislækna um sjálfstæðan rekstur lækna á heilsugæslustöðvum. Hvenær sjáum við nýtt umhverfi í spítalarekstri? Við þurfum nýjan spítala í nýju húsi, búnað og tæki sem svara kröfum tímans. Ef frumvarp til laga um sjúkraskrá verður samþykkt í haust skap- ast grundvöllur til nýsköpunar ef fjármagn verður sett í nauðsynlega uppbyggingu. Kjaramál verða þungamiðja í umfjöllun að- alfundar 26. september næstkomandi. Víllausir horfðu íslenskir læknar fram á við í janúar 1918, frostaveturinn mikla, ekki var þjóðfélagsástandið bjart þá: Utanaðkomandi vá, bæði löng heims- styrjöld og spænska veikin. Læknar væntu sér mikils af LI og stóðu saman, hvers væntum við í dag? Heimild ísberg JÓ. Líf og lækningar, íslensk heilbrigðissaga. Reykjavík 2005. LÆKNAblaðið 2008/94 579

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.