Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2008, Síða 13

Læknablaðið - 15.09.2008, Síða 13
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR lagsreglur um það á kvennadeild Landspítala. Til þess að tryggja nægilega blóðfyllu í slagæðum naflastrengsins var töng fyrst sett á strenginn næst móðurinni og síðan nær barninu. Síðan var dregið blóð úr bláæð og slagæð til mælinga. Sýrustig blóðs, blóðgös (p02 og pC02), súr- efnismettun blóðs (S02) og styrkur mjólk- ursýru í slagæða- og bláæðablóði voru mæld í blóðgasamæli (Radiometer ABL system 25, Kaupmannahöfn, Danmörku) sem staðsettur var á vökudeild Barnaspítala Hringsins. Mæling á almennum blóðhag, talning á kjömuðum rauðum blóðkornum og mæling á þéttni erythrópóíetíns var gerð á bláæðablóði á hefðbundinn hátt á rann- sóknarstofu Landspítala. Súrefnisinnihald blóðs var reiknað samkvæmt jöfnunni: (Hb x 1,36 x S02) + (0,0031 x p02), þar sem Hb = þéttni blóðrauða (hemóglóbín) í g/100 ml blóðs (9). Tölfræðiútreikningar voru gerðir með forrit- inu JMP (JMP 5.0.1 (Academic), SAS Institute Inc. Cary, NC). Niðurstöður eru gefnar upp sem meðaltal + staðalfrávik meðaltals eða miðgildi (spönn), eftir því sem við á. Samanburður milli hópanna tveggja var gerður með t-prófi þegar samfelldar breytur voru normal-dreifðar, annars með Wilcoxon-prófi. Við samanburð milli hóp- anna tveggja þegar breytur voru ósamfelldar var notað kí-kvaðrat próf. Parað t-próf var notað þegar mælingar í bláæðablóði voru bornar saman við mælingar í slagæðablóði. Einföld aðhvarfs- greining (simple linear regression) var notuð til að kanna fylgni milli samfelldra breyta. Fjölþátta athvarfsgreining (multiple regression) var notuð til að leiðrétta í tölfræðilegum útreikningum fyrir muninn sem er á meðgöngulengd milli hópanna tveggja. Tölfræðileg marktækni er miðuð við p- gildi <0,05. Tilskilin leyfi fengust fyrir rannsókninni hjá siðanefnd Landspítala, Persónuvernd og lækn- ingaforstjóra Landspítala. Niðurstöður Klínískir þættir Ekki var marktækur munur á kyni barns, fæðingarþyngd, höfuðummáli eða Apgar við 1 eða 5 mínútur (tafla I). Aldur mæðra barnanna sem fæddu með valkeisaraskurði var marktækt hærri en þeirra sem fæddust með eðlilegri fæðingu. Meðgöngulengd barnanna sem fæddust eðlilega var marktækt lengri en þeirra sem fæddust með valkeisaraskurði. Jafnframt voru börnin sem fæddust eðlilega marktækt lengri en þau sem fæddust með valkeisaraskurði (tafla I). Tafla II. Samanburður á sýru-basaveegi og þáttum sem segja til um súrefnisflutning til fósturs í bláæð annars vegar og slagæð hins vegar. Bláæðablóð Slagæöablóó p-gildi Eölileg fæðing pH 7,30 + 0,09 7,18 + 0,09 <0,001 pC02 (mmHg) 42,7 + 10,7 57,9 + 11,5 <0,001 p02 (mmHg) 30,3 + 7,2 21,7 + 7,9 <0,001 S02 (%) 60,9 + 16,2 36,2 + 15,8 <0,001 Súrefnisinnihald* 13,5 + 3,4 7,8+ 3,2 <0,001 Umframbasi (mmól/L) -5,9+ 3,7 -8,4+ 4,6 <0,001 Mjólkursýra (mmól/L) 4,5 + 1,7 5,3 + 1,6 <0,001 Valkeisaraskuröur pH 7,36 + 0,04 7,29 + 0,05 <0,001 pC02 (mmHg) 42,5 +5,0 54,6 + 5,9 <0,001 p02 (mmHg) 27,6 + 5,5 14,2 + 3,9 <0,001 S02 (%) 62,7 + 13,8 22,6 + 10,6 <0,001 Súrefnisinnihald* 13,1 +3,1 4,7 +2,4 <0,001 Umframbasi (mmól/L) -1,4 + 1,7 -1,6 + 2,3 0,6 Mjólkursýra (mmól/L) 1,9 + 0,7 2,4+ 0,9 <0,001 * Súrefnisinnihald: ml súrefnis / 100 ml blóös Allar fæðingar með valkeisaraskurði voru gerðar í mænudeyfingu. Skurðarborðinu var hall- að til vinstri um 15-20 gráður til þess að minnka þrýsting á neðri holæð (vena cava inferior). Allar konurnar sem fæddu með valkeisaraskurði fengu súefni í nös, samkvæmt venju á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítalans. Blóðþrýstingur var mældur á einnar mínútu fresti og leitast var við að halda honum sem næst því sem hann var fyrir mænudeyfinguna. í þeim tilgangi var öllum kon- unum gefinn hratt og ríkulega vökvi í æð og allar konurnar nema sex fengu einnig lyfið efedrín til að koma í veg fyrir og meðhöndla yfirvofandi blóðþrýstingsfall. Yfirleitt var lyfið gefið í 5 eða 10 mg skömmtum og miðgildi þess heildarmagns af efedríni sem var gefið var 15 mg (spönn 5-40 mg). Samanburður á þáttum sem segja til um súrefnisflutn- ing tilfósturs og sýru-basavægi milli hópanna tveggja. Ekki var marktækur munur á súrefnismagni í bláæðablóði milli hópanna tveggja (mynd 1). Hins vegar voru börnin sem fæddust með valkeisara- skurði með marktækt minna súrefnismagn í slag- æðablóði en börnin sem fæddust með eðlilegri fæðingu (sjá mynd). Börnin sem fæddust eðlilega voru með mark- tækt hærri styrk af erythrópóíetíni, fleiri kjörnuð rauð blóðkorn og hærri þéttni blóðrauða í blóði en börnin sem fæddust með valkeisaraskurði (sjá mynd). Jákvæð fylgni var milli styrks eryt- hrópóíetíns og fjölda kjarnaðra rauðra blóðkorna í blóði bamartna sem fæddust eðlilega (R=0,7; p<0,001), en ekki hjá börnunum sem fæddust með valkeisaraskurði (R=0,04; p=0,27). Hins vegar var LÆKNAblaðið 2008/94 585

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.