Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2008, Page 22

Læknablaðið - 15.09.2008, Page 22
■ FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Tafla II. Ábendingar valkeisaraskurða í fyrri og seinni fæðingu. Ábending Fjöldi í fyrri fæöingu Fjöldi í seinni fæðingu Fyrri keisaraskuröur 17 (5%) Óhagstæö lega fósturs (oftast sitjandi) 118 (59%) 38 (11%) Grindarþrengsli / misræmi í stærö fósturs og grindar 37 (19%) 55 (16%) Meögöngueitrun 14 (7%) 13 (4%) Fyrirsæt fylgja 4 (2%) 2 (1%) Fæöingarhræösla, áhættumeöganga, saga um erfiöleika tengda fæöingu 4 (2%) 29 (9%) Vaxtarseinkun 5 (3%) 4 (1%) Meöfæddar vanskapanir eða vöðvahnútar [ legi 4 (2%) 5 (2%) Annaö eða óljós ábending 10 (5%) 30 (9%) Ekki skráö 5 (3%) 148 (43%) fæðingar með prostaglandíni, belgjarofi og oxytós- íni). Hjá fimm konum var gerður bráðakeisara- skurður og barni bjargað en eitt barn dó í fæðingu vegna legbrests og fæddist það um leggöng. Ábendingar valkeisaraskurða og tengsl við seinni fæð- ingu í töflu II má sjá þær ábendingar valkeisara- skurða sem fram komu í fyrri og seinni fæðingu. Algengasta ábending valkeisaraskurðar í fyrri fæðingu var óhagstæð lega fósturs (59%) en í langflestum þessara tilfella var um sitjandastöðu að ræða. Undir flokkinn „annað" féllu tíu aðrar ábendingar sem komu aðeins einu sinni fram hver. Algengustu skráðar ábendingar valkeisaraskurðar í seinni fæðingu voru grindarþrengsli eða mis- ræmi í stærð fósturs og grindar (16%) og óhagstæð lega fósturs (11%). Skráningu ábendingar vant- aði hins vegar í 148 fæðingartilkynningar (43%). Abendingin „fyrri keisaraskurður" var einungis skráð ef hún var sérstaklega tekin fram á fæðing- artilkynningu sem ástæða keisaraskurðar (5%). Undir flokkinn „annað" féllu 21 önnur ábending, hver þeirra kom fram einu sinni til þrisvar. Þær konur sem fóru í valkeisaraskurð í fyrri fæðingu vegna óhagstæðrar legu fósturs voru marktækt líklegri til að reyna fæðingu um leggöng í næstu fæðingu (70%) en konur sem fóru í val- keisaraskurð vegna annarra ábendinga (40%) (p<0,0001) (tafla III). Þær voru einnig marktækt líklegri til að takast að fæða um leggöng (75% og 52%) (p=0,02). Tafla III. Tilraun til leggangafæðingar og árangur meðal kvenna sem fóru í valkeisaraskurö í fyrri fæðingu. Ábending fyrri valkeisaraskuröar Fjöldi Fjöldi sem reyndi fæöingu um leggöng* Fjöldi sem fæddi um leggöng af þeim er reyndu Óhagstæð lega fósturs (oftast sitjandi) 118 83 (70%) 62 (75%) Aörar ábendingar 83 33 (40%) 17 (52%) *p<0,0001 Ábendingar bráðakeisaraskurða og tengsl við seinni fæðingu í töflu IV eru tilgreindar þær ábendingar bráða- keisaraskurða sem fram komu í fyrri og seinni fæðingu. Algengustu ábendingar bráðakeisara- skurða voru lélegur framgangur eða misræmi í stærð fósturs og grindar (56% í fyrri fæðingu en 50% í seinni fæðingu), fósturstreita (21% í fyrri en 15% í seinni) eða hvoru tveggja (12% í fyrri en 9% í seinni). Legbrestur var ábending í sex tilvikum í seinni fæðingu, í fimm tilvikum reyndist um raunverulegan legbrest að ræða. Undir „annað" féllu 13 aðrar ábendingar. Ekki reyndust vera tengsl milli ábendingar bráðakeisaraskurðs í fyrri fæðingu og fæðing- armáta í seinni fæðingu. Þær konur sem fæddu með bráðakeisaraskurði í fyrri fæðingu vegna fósturstreitu voru marktækt líklegri til að reyna fæðingu um leggöng (69%) heldur en ef ábending bráðakeisaraskurðs var misheppnuð áhaldafæð- ing (50%) (tafla V) en ekki reyndist marktækur munur á hlutfalli þeirra kvenna sem tókst tilraun til fæðingar um leggöng eftir því hver ábending bráðakeisaraskurðs í fyrri fæðingu var. Afdrif barnanna Meðalfæðingarþyngd fyrsta bams var 3657 ± 749 grömm en annars bams 3730 ± 608 grömm (p=0,02). Enginn munur var á Apgar stigun barna við fimm mínútna aldur eftir því hvort fæðing var reynd eða ekki (p=0,25) (tafla VI). Fæðingaráverkar voru algengari ef fæðing var reynd, hvort sem sú tilraun tókst eða ekki, en þegar fæðing var ekki reynd (3% og 1%; p=0,02). Ekki var munur á tíðni öndunarörðugleika milli hópanna (p=0,41). Úr þessum hópi létust fimm böm og var burð- armálsdauði því 5,4%o. Tvö barnanna fæddust um leggöng, eitt með valkeisaraskurði og tvö með bráðakeisaraskurði. í þeim tilfellum þar sem bráðakeisaraskurði var beitt hafði ekki verið gerð tilraun til fæðingar. Burðarmálsdauði meðal 594 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.