Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2008, Qupperneq 22

Læknablaðið - 15.09.2008, Qupperneq 22
■ FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Tafla II. Ábendingar valkeisaraskurða í fyrri og seinni fæðingu. Ábending Fjöldi í fyrri fæöingu Fjöldi í seinni fæðingu Fyrri keisaraskuröur 17 (5%) Óhagstæö lega fósturs (oftast sitjandi) 118 (59%) 38 (11%) Grindarþrengsli / misræmi í stærö fósturs og grindar 37 (19%) 55 (16%) Meögöngueitrun 14 (7%) 13 (4%) Fyrirsæt fylgja 4 (2%) 2 (1%) Fæöingarhræösla, áhættumeöganga, saga um erfiöleika tengda fæöingu 4 (2%) 29 (9%) Vaxtarseinkun 5 (3%) 4 (1%) Meöfæddar vanskapanir eða vöðvahnútar [ legi 4 (2%) 5 (2%) Annaö eða óljós ábending 10 (5%) 30 (9%) Ekki skráö 5 (3%) 148 (43%) fæðingar með prostaglandíni, belgjarofi og oxytós- íni). Hjá fimm konum var gerður bráðakeisara- skurður og barni bjargað en eitt barn dó í fæðingu vegna legbrests og fæddist það um leggöng. Ábendingar valkeisaraskurða og tengsl við seinni fæð- ingu í töflu II má sjá þær ábendingar valkeisara- skurða sem fram komu í fyrri og seinni fæðingu. Algengasta ábending valkeisaraskurðar í fyrri fæðingu var óhagstæð lega fósturs (59%) en í langflestum þessara tilfella var um sitjandastöðu að ræða. Undir flokkinn „annað" féllu tíu aðrar ábendingar sem komu aðeins einu sinni fram hver. Algengustu skráðar ábendingar valkeisaraskurðar í seinni fæðingu voru grindarþrengsli eða mis- ræmi í stærð fósturs og grindar (16%) og óhagstæð lega fósturs (11%). Skráningu ábendingar vant- aði hins vegar í 148 fæðingartilkynningar (43%). Abendingin „fyrri keisaraskurður" var einungis skráð ef hún var sérstaklega tekin fram á fæðing- artilkynningu sem ástæða keisaraskurðar (5%). Undir flokkinn „annað" féllu 21 önnur ábending, hver þeirra kom fram einu sinni til þrisvar. Þær konur sem fóru í valkeisaraskurð í fyrri fæðingu vegna óhagstæðrar legu fósturs voru marktækt líklegri til að reyna fæðingu um leggöng í næstu fæðingu (70%) en konur sem fóru í val- keisaraskurð vegna annarra ábendinga (40%) (p<0,0001) (tafla III). Þær voru einnig marktækt líklegri til að takast að fæða um leggöng (75% og 52%) (p=0,02). Tafla III. Tilraun til leggangafæðingar og árangur meðal kvenna sem fóru í valkeisaraskurö í fyrri fæðingu. Ábending fyrri valkeisaraskuröar Fjöldi Fjöldi sem reyndi fæöingu um leggöng* Fjöldi sem fæddi um leggöng af þeim er reyndu Óhagstæð lega fósturs (oftast sitjandi) 118 83 (70%) 62 (75%) Aörar ábendingar 83 33 (40%) 17 (52%) *p<0,0001 Ábendingar bráðakeisaraskurða og tengsl við seinni fæðingu í töflu IV eru tilgreindar þær ábendingar bráða- keisaraskurða sem fram komu í fyrri og seinni fæðingu. Algengustu ábendingar bráðakeisara- skurða voru lélegur framgangur eða misræmi í stærð fósturs og grindar (56% í fyrri fæðingu en 50% í seinni fæðingu), fósturstreita (21% í fyrri en 15% í seinni) eða hvoru tveggja (12% í fyrri en 9% í seinni). Legbrestur var ábending í sex tilvikum í seinni fæðingu, í fimm tilvikum reyndist um raunverulegan legbrest að ræða. Undir „annað" féllu 13 aðrar ábendingar. Ekki reyndust vera tengsl milli ábendingar bráðakeisaraskurðs í fyrri fæðingu og fæðing- armáta í seinni fæðingu. Þær konur sem fæddu með bráðakeisaraskurði í fyrri fæðingu vegna fósturstreitu voru marktækt líklegri til að reyna fæðingu um leggöng (69%) heldur en ef ábending bráðakeisaraskurðs var misheppnuð áhaldafæð- ing (50%) (tafla V) en ekki reyndist marktækur munur á hlutfalli þeirra kvenna sem tókst tilraun til fæðingar um leggöng eftir því hver ábending bráðakeisaraskurðs í fyrri fæðingu var. Afdrif barnanna Meðalfæðingarþyngd fyrsta bams var 3657 ± 749 grömm en annars bams 3730 ± 608 grömm (p=0,02). Enginn munur var á Apgar stigun barna við fimm mínútna aldur eftir því hvort fæðing var reynd eða ekki (p=0,25) (tafla VI). Fæðingaráverkar voru algengari ef fæðing var reynd, hvort sem sú tilraun tókst eða ekki, en þegar fæðing var ekki reynd (3% og 1%; p=0,02). Ekki var munur á tíðni öndunarörðugleika milli hópanna (p=0,41). Úr þessum hópi létust fimm böm og var burð- armálsdauði því 5,4%o. Tvö barnanna fæddust um leggöng, eitt með valkeisaraskurði og tvö með bráðakeisaraskurði. í þeim tilfellum þar sem bráðakeisaraskurði var beitt hafði ekki verið gerð tilraun til fæðingar. Burðarmálsdauði meðal 594 LÆKNAblaðið 2008/94
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.