Læknablaðið - 15.09.2008, Page 24
■ FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKNIR
sambærilegt við önnur lönd en þetta hlutfall hefur
í erlendum rannsóknum verið frá 56% í 80% (17,
19, 27). Áhöldum var beitt hjá 25% kvenna sem
fæddu um leggöng. Skýring þessa gæti falist í því
að reynt er að forðast langdregið annað stig fæð-
ingar hjá konum með ör á legi og þannig minnka
líkur á legbresti. Tíðni legbrests hérlendis meðal
kvenna sem reyna fæðingu eftir fyrri keisaraskurð
(1%) er lægri en í Hollandi (1,7%) (19) en hærri en
í Bandaríkjunum (0,7%) (17) og í Kanada (0,3%)
(13). Taka verður tillit til þess að í síðarnefndu
rannsóknunum hafði hluti kvennanna áður fætt
um leggöng en sýnt hefur verið fram á það minnki
líkur á legbresti við tilraun til leggangafæðingar
eftir keisaraskurð um 60% (19, 33). Með því að
skoða hlutfall kvenna sem reynir fæðingu um
leggöng eftir fyrri keisaraskurð í erlendum rann-
sóknum og bera saman við tíðni legbrests í sömu
rannsóknum sést greinileg fylgni þar á milli (13,
17, 19). Legbrestur er sjaldgæfur en alvarlegur
fylgikvilli sem getur verið lífshættulegur fyrir
móður og barn. Hætta er á fósturköfnun, legnámi,
skaða á þvagfærum, þörf á blóðgjöf og andláti
móður og/eða barns (35). Ef legbrestur verður
skiptir máli að inngrip í fæðingu sé gert án tafar
til að forðast alvarlega fylgikvilla móður og barns
(15). Legbrestur er algengari hjá konum sem reyna
fæðingu eftir fyrri keisaraskurð en meðal kvenna
sem fara í fyrirfram ákveðinn endurtekinn keisara-
skurð (35). Ekki hefur verið sýnt fram á að hægt sé
að sjá fyrir hvaða konur eru líklegri en aðrar til að
fá legbrest (36). Rannsóknir á legbresti hafa sýnt að
framköllun fæðingar með lyfjum og/eða notkun
lyfja til að auka samdrátt legs í fæðingu geti aukið
líkur á legbresti (15,33, 35). I rannsókn þessari var
fæðing aðeins framkölluð hjá 9% kvennanna sam-
anborið við að heildartíðni framkallaðra fæðinga á
Landspítala háskólasjúkrahúsi var 14,8% árið 2005
(37). Aðrir þættir sem í erlendum rannsóknum
hafa sýnt aukna hættu á legbresti eru hár aldur
móður, fleiri en einn fyrri keisaraskurður, hiti eftir
fyrri keisaraskurðaðgerð og stuttur tími milli fæð-
inga (38,39).
Burðarmálsdauði í rannsókninni var 5,4 %o en
á árunum 2001 til 2005, sem er það tímabil sem
rannsóknin tók yfir, var burðarmálsdauði á Islandi
5,2%o. Sú viðmiðun að ráðleggja konum að fæða
um leggöng eftir einn fyrri keisaraskurð virðist
því ekki leiða til aukins burðarmálsdauða hér á
landi. Vegna fárra tilfella í rannsóknirtni var ekki
hægt að skoða hvort munur væri á burðarmáls-
dauða eftir því hvort kona gerði tilraun til fæð-
ingar um leggöng eða ekki. Niðurstöður erlendra
rannsókna um þetta eru misvísandi (17,40).
Rannsóknir hafa sýnt fram á fjölda áhrifaþátta
þess hvort ein kona sé líklegri en önnur til að
takast tilraun til leggangafæðingar. I kjölfarið hafa
verið búin til flæðirit með þessum áhrifaþáttum
sem eiga að nýtast til að segja til um líkur hverrar
konu. Mörg þeirra hafa verið ófullnægjandi en
önnur hafa lofað góðu (41-43). Meðal áhrifaþátta
eru hækkandi aldur og aukin þyngd móður sem
minnka líkur á því að tilraun til fæðingar um
leggöng beri árangur (38, 41, 44). Sömu sögu er
að segja um framköllun fæðingar, fyrri sögu um
misræmi fósturs og grindar, óeðlilegt fósturrit og
ef kona hefur gengist undir fleiri en einn keisara-
skurð (13, 19, 41). Einnig hefur verið sýnt fram á
áhrif hækkandi fæðingarþyngdar (44) og var það
staðfest í okkar rannsókn. Til viðbótar sýndum
við fram á að konur sem fæddu sitt fyrsta barn
með valkeisaraskurði vegna óhagstæðrar legu
fósturs voru marktækt líklegri í næstu fæðingu
til að takast fæðing um leggöng heldur en konur
sem höfðu farið í valkeisaraskurð vegna annarrar
ábendingar. Þetta er í samræmi við erlendar nið-
urstöður (45). Ekki tókst að sýna fram á marktæk
tengsl annarra þátta í rannsókninni við árang-
ursríka tilraun til leggangafæðingar, þar á meðal
hvort fæðing væri framkölluð eða ekki.
Niðurlag
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að
fæðing um leggöng sé raunhæfur valkostur fyrir
konur sem fætt hafa eitt barn með keisaraskurði.
Mikilvægt er þó að á þeim stað sem fæðing fer
fram séu möguleikar fyrir hendi til að gera keis-
araskurð án tafar.
Heimildir
1. U.S. Department of Health and Human Services. Office
of Disease Prevention and Health Promotion. Healthy
People 2010, objective 16-9, page 16-30. Washington DC:
U.S. Govemment Printing Office; 2000. Available from:
http://www.healthypeople.gov/Document/pdf/Volume2/
16MICH.pdf.
2. Myers SA, Gleicher N. A successful program to lower
cesarean-section rates. N Engl J Med 1988; 319:1511-6.
3. Porreco RP, Thorp JA. The cesarean birth epidemic: trends,
causes, and solutions. Am J Obstet & Gynecol 1996; 175: 369-
74.
4. Chamberlain G, Steer P. ABC of labour care: operative
delivery. BMJ 1999; 318:1260-4.
5. Morrison JJ, Rennie JM, Milton PJ. Neonatal respiratory
morbidity and mode of delivery at term: influence of timing
of elective caesarean section. Br J Obstet Gynecol 1995; 102:
101-6.
6. Dónaldsson SF, DagbjartssonA, Bergsteinsson H, Harðardóttir
H, Haraldsson Á, Þórkelsson Þ. Öndunarörðugleikar hjá
nýburum sem fæðast með valkeisaraskurði. Læknablaðið
2007; 93: 675-9.
7. Taylor LK, Simpson JM, Roberts CL, Olive EC, Henderson-
Smart DJ. Risk of complications in a second pregnancy
following caesarean section in the first pregnancy: a
population-based study. Med J Aust 2005; 183: 515-9.
8. Black C, Kaye JA, Jick H. Cesarean delivery in the United
596 LÆKNAblaðið 2008/94