Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2008, Page 29

Læknablaðið - 15.09.2008, Page 29
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR sjá botnlangarof í sjálfu sýninu. Metið var samhengi tímalengdar frá komu sjúklings á spítala að aðgerð við algengi botnlang- arofs. Skráður var fjöldi opinna aðgerða og að- gerða með kviðsjá og metið var ástand botnlanga eftir aðgerðartegund. í því sambandi var gerður samanburður milli áranna í rannsókninni. Öll skráning gagna fór fram undir sérstökum rannsóknarnúmerum en ekki var unnið með nöfn eða kennitölur eftir að lokið var við að afla upp- lýsinga. Tölfræðiúrvinnsla fór fram með forritunum Microsoft Excel og StataCorp Stata. Notast var við tví próf og Student's t-próf við útreikninga á marktæki. Marktækigildi var sett sem p<0,05. Leyfi fyrir rannsókninni voru fengin hjá Vísindasiðanefnd Landspítala, Persónuvernd og framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala. 2006 1996 Tímabil Mynd 1. Botnlangabólga í börnum á sjúkrahúsum höfuðborgarsvæðisins. Niðurstöður vefja- greiningar fjarlægðra botnlanga. Niðurstöður Stúlkur voru fleiri en drengir á báðum rannsókn- arárunum, 55 á móti 45 drengjum árið 2006 og 57 á móti 43 drengjum árið 1996. Árið 2006 var lægsti aldur bams 3 ár og miðgildisaldur 12 ár en árið 1996 var lægsti aldur barns 2 ár en miðgildisaldur 11 ár. Rannsóknarhóparnir voru því mjög sam- bærilegir hvað varðar aldur og kynjaskiptingu. Árið 2006 var eitt tilfelli misræmis milli álits skurðlæknis og álits meinafræðings þar sem botn- langinn var metinn bólginn af skurðlækni en var í raun eðlilegur samkvæmt dómi meinafræðings. Við yfirferð vefjaglerja í þessari rannsókn var fyrirliggjandi meinafræðisvari breytt í eitt skipti. Ástand þess botnlanga var endurmetið sem eðli- legt. Árið 1996 stangaðist mat skurðlæknis á við meinafræðiniðurstöðu fimm sinnum. í einu tilfelli var meinafræðirannsókn ekki gerð vegna þess að ákveðið var í aðgerð að sneyða eðlilegan botn- langa æðanæringu sinni og hverfa honum inn í hol botnristils til eyðingar þar. Af þeim 100 sem rann- sakaðir voru á árinu 2006 reyndust 82 hafa bólginn botnlanga og af þeim voru 14 rofnir. Heildarmunur á fjölda botnlanga með bólgu eða rof milli áranna tveggja er lítill sem enginn (mynd 1). Athugun á ástandi botnlanga eftir kyni sjúk- lings (mynd 2) sýnir að stúlkur greindust mark- tækt oftar með eðlilegan botnlanga en drengir, bæði árið 2006 (p<0,01) og árið 1996 (p<0,01). Ekki var marktækur mimur á tíðni rofs milli ára. Ástand botnlanga eftir því hvort barn fór í opna aðgerð eða aðgerð með kviðsjá var líka skoðað. I rannsóknarhópnum árið 2006 fóru 27 af 100 í aðgerð með kviðsjá, 25 stúlkur og 2 drengir. Árið 1996 fóru 7 börn í aðgerð með kviðsjá, 6 stúlkur og 1 drengur. Marktækt fleiri voru með eðlilegan 8o 6o | 40 ;S 'ÍP 2 20 to fa* O 2006 2006 1996 1996 Drengir Stúlkur Drengir Stúlkur (n=46) (n=54) (n=43) (n=57) 1— — i i i 1 p<o,oi p<o,oi 3 15 i i i i 3 1 17 36 32 i i j 35 31 6 8 i— i i —i— 5 1 9 □ Eðlilegir □ Bólgnir án rofs □ Bólgnir með rofi Ár ogkyn botnlanga af þeim sem fóru í kviðsjáraðgerð árið 2006 (p<0,02), ekki var gerður tölfræðilegur sam- anburður fyrir árið 1996 þar sem einstaklingarnir voru fáir. Við sundurliðun á því hversu snemma sjúk- lingar komu á sjúkrahús eftir upphaf einkenna kom í ljós að flestir komu inn á barnadeild á fyrstu tveimur dögum sjúkdómsferlis á báðum tímabil- um (tafla I). Þegar einungis er litið á þá sjúklinga sem fengu rof sést að á báðum árum fóru lang- flestir sjúklinganna í aðgerð innan 10 klst. (tafla II). Yngsti einstaklingurinn sem fékk rof árið 2006 var 6 ára og yngsti einstaklingurinn sem fékk rof árið 1996 var 7 ára. Af 12 einstaklingum sem fóru í aðgerð og voru yngri en 6 ára var enginn botn- langi rofinn. Við skoðun á heildarbiðtíma óháð einkennalengd og ástandi botnlanga fyrir bæði árin sést að flestir sjúklinganna fóru í aðgerð innan 10 klst. frá komu á sjúkrahúsið og reyndar flestir Mynd 2. Samanburður á meinafræðilegum grein- ingum botnlanga eftir kyni og ári. P-giidi sýna mjög marktækan mun á óbólgnum botnlöngum í hvorum rann- sóknarhópi fyrir sig. LÆKNAblaðið 2008/94 601

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.