Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2008, Qupperneq 29

Læknablaðið - 15.09.2008, Qupperneq 29
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR sjá botnlangarof í sjálfu sýninu. Metið var samhengi tímalengdar frá komu sjúklings á spítala að aðgerð við algengi botnlang- arofs. Skráður var fjöldi opinna aðgerða og að- gerða með kviðsjá og metið var ástand botnlanga eftir aðgerðartegund. í því sambandi var gerður samanburður milli áranna í rannsókninni. Öll skráning gagna fór fram undir sérstökum rannsóknarnúmerum en ekki var unnið með nöfn eða kennitölur eftir að lokið var við að afla upp- lýsinga. Tölfræðiúrvinnsla fór fram með forritunum Microsoft Excel og StataCorp Stata. Notast var við tví próf og Student's t-próf við útreikninga á marktæki. Marktækigildi var sett sem p<0,05. Leyfi fyrir rannsókninni voru fengin hjá Vísindasiðanefnd Landspítala, Persónuvernd og framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala. 2006 1996 Tímabil Mynd 1. Botnlangabólga í börnum á sjúkrahúsum höfuðborgarsvæðisins. Niðurstöður vefja- greiningar fjarlægðra botnlanga. Niðurstöður Stúlkur voru fleiri en drengir á báðum rannsókn- arárunum, 55 á móti 45 drengjum árið 2006 og 57 á móti 43 drengjum árið 1996. Árið 2006 var lægsti aldur bams 3 ár og miðgildisaldur 12 ár en árið 1996 var lægsti aldur barns 2 ár en miðgildisaldur 11 ár. Rannsóknarhóparnir voru því mjög sam- bærilegir hvað varðar aldur og kynjaskiptingu. Árið 2006 var eitt tilfelli misræmis milli álits skurðlæknis og álits meinafræðings þar sem botn- langinn var metinn bólginn af skurðlækni en var í raun eðlilegur samkvæmt dómi meinafræðings. Við yfirferð vefjaglerja í þessari rannsókn var fyrirliggjandi meinafræðisvari breytt í eitt skipti. Ástand þess botnlanga var endurmetið sem eðli- legt. Árið 1996 stangaðist mat skurðlæknis á við meinafræðiniðurstöðu fimm sinnum. í einu tilfelli var meinafræðirannsókn ekki gerð vegna þess að ákveðið var í aðgerð að sneyða eðlilegan botn- langa æðanæringu sinni og hverfa honum inn í hol botnristils til eyðingar þar. Af þeim 100 sem rann- sakaðir voru á árinu 2006 reyndust 82 hafa bólginn botnlanga og af þeim voru 14 rofnir. Heildarmunur á fjölda botnlanga með bólgu eða rof milli áranna tveggja er lítill sem enginn (mynd 1). Athugun á ástandi botnlanga eftir kyni sjúk- lings (mynd 2) sýnir að stúlkur greindust mark- tækt oftar með eðlilegan botnlanga en drengir, bæði árið 2006 (p<0,01) og árið 1996 (p<0,01). Ekki var marktækur mimur á tíðni rofs milli ára. Ástand botnlanga eftir því hvort barn fór í opna aðgerð eða aðgerð með kviðsjá var líka skoðað. I rannsóknarhópnum árið 2006 fóru 27 af 100 í aðgerð með kviðsjá, 25 stúlkur og 2 drengir. Árið 1996 fóru 7 börn í aðgerð með kviðsjá, 6 stúlkur og 1 drengur. Marktækt fleiri voru með eðlilegan 8o 6o | 40 ;S 'ÍP 2 20 to fa* O 2006 2006 1996 1996 Drengir Stúlkur Drengir Stúlkur (n=46) (n=54) (n=43) (n=57) 1— — i i i 1 p<o,oi p<o,oi 3 15 i i i i 3 1 17 36 32 i i j 35 31 6 8 i— i i —i— 5 1 9 □ Eðlilegir □ Bólgnir án rofs □ Bólgnir með rofi Ár ogkyn botnlanga af þeim sem fóru í kviðsjáraðgerð árið 2006 (p<0,02), ekki var gerður tölfræðilegur sam- anburður fyrir árið 1996 þar sem einstaklingarnir voru fáir. Við sundurliðun á því hversu snemma sjúk- lingar komu á sjúkrahús eftir upphaf einkenna kom í ljós að flestir komu inn á barnadeild á fyrstu tveimur dögum sjúkdómsferlis á báðum tímabil- um (tafla I). Þegar einungis er litið á þá sjúklinga sem fengu rof sést að á báðum árum fóru lang- flestir sjúklinganna í aðgerð innan 10 klst. (tafla II). Yngsti einstaklingurinn sem fékk rof árið 2006 var 6 ára og yngsti einstaklingurinn sem fékk rof árið 1996 var 7 ára. Af 12 einstaklingum sem fóru í aðgerð og voru yngri en 6 ára var enginn botn- langi rofinn. Við skoðun á heildarbiðtíma óháð einkennalengd og ástandi botnlanga fyrir bæði árin sést að flestir sjúklinganna fóru í aðgerð innan 10 klst. frá komu á sjúkrahúsið og reyndar flestir Mynd 2. Samanburður á meinafræðilegum grein- ingum botnlanga eftir kyni og ári. P-giidi sýna mjög marktækan mun á óbólgnum botnlöngum í hvorum rann- sóknarhópi fyrir sig. LÆKNAblaðið 2008/94 601
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.