Læknablaðið - 15.09.2008, Blaðsíða 42
FRÆÐIGREINAR
TILFELLI MÁNAÐARINS
Svar við tilfelli mánaðarins
Einkenni konunnar eru óvenjuleg blanda geð-
lægðar og 3. persónu heyrnarofskynjana eins og
sést geta við síðkominn geðklofa. Konan hafði þó
ekki haldvillur (delusions) eða hugsanatruflanir
eins og algengt er í þeim sjúkdómi (1). Heymar-
og aðrar ofskynjar eru einnig ekki óþekktar í
geðhvarfasýki (2). Skoðun leiddi hins vegar í ljós
málstol, líflegri sinaviðbrögð í vinstri útlimum og
skerta hreyfingu hægra megin í andliti, sem ekki
eru dæmigerð einkenni geðklofa en gefa í staðinn
vísbendingu um vefræna orsök. Því var fengin seg-
ulómun af höfði (mynd 1) sem sýndi 5x4x5 cm
stórt æxli í vinstra ennisblaði (frontal lobe) heilans.
Ákveðið var að fjarlægja æxlið með skurðaðgerð
þar sem hluti vinstra ennisblaðs var numinn á
brott. Vefjagreining sýndi að um krabbamein var
að ræða, nánar tiltekið glioblastoma multiforme.
Eftir aðgerð var beitt geislameðferð en konan lést
átta mánuðum síðar úr sjúkdómnum.
Til eru margs konar illkynja heilaæxli en flest
þeirra gefa svipuð einkenni klínískt, sem oftast
stafa af þrýstingsáhrifum æxlisins og ífarandi
vexti í nálægan heilavef. Algengustu illkynja æxlin
sem upprunnin eru í heilavef eru stjarnfrumna-
æxli (astrocytoma) sem skiptast í 4 gráður (I-IV)
eftir útliti frumna (3). Glioblastoma multiformae
(gráða IV), eins og í þessu tilfelli, er þeirra algeng-
ast og illvígast. Illkynja heilameinvörp eru þó mun
algengari en æxli upprunnin í heilavef, oftast frá
lungna- eða brjóstakrabbameini (3). Æxlið og bjúg-
ur í aðlægum heilavef hækkar innankúpuþrýst-
ing, sem veldur höfuðverk, ógleði, uppköstum
og skertri meðvitund, en höfuðverkur er fyrsta
einkenni heilaæxlis í um 35 % tilfella (3). ífarandi
vöxtur æxlis getur valdið flogum og brottfalls-
einkennum, en flog koma fram hjá um þriðjungi
sjúklinga með heilaæxli (3). Brottfallseinkenni
ráðast af staðsetningu æxlis, æxli ofan
tjalds (supratentoral) gefa oft hreyfi-
og skyntruflanir, sjónsviðsskerðingu
og málstol en æxli í afturkúpugróf
(fossa cranii posterior) valda heila-
taugalömun og truflun á starfsemi
litla heila (3-4). Æxli í ennis- og gagn-
augablaði (temporal lobe) eru hins
vegar oft „þögul", þ.e. æxli í þeim
geta orðið stór áður en staðbundin
einkenni koma fram (5).
Vel er þekkt að heilaæxli geti valdið
geðrænum einkennum. Tengslunum
var fyrst lýst á 17. öld af Giovanni B.
Morgagni, sem krufði unga stúlku
sem látist hafði eftir nokkurra mán-
Mynd 1. Segulómun afhöfði sem sýniræxlií
í vinstra ennisblaði. í kringum æxlið er áber-
andi bjúgmyndun og hiiðrun á miðlínu.
aða óráð og ofbeldiskennda hegðun og fundust
nokkrir hnútar í heilanum (6). Á miðöldum var
ein kenning um orsök geðsjúkdóma að steinn væri
í heilanum („stone of madness"), sem „læknar"
þess tíma reyndu jafnvel að fjarlægja (7).
Heilaæxlum sem eingöngu gefa geðræn ein-
kenni hefur áður verið lýst og stundum orðið töf
á réttri greiningu og meðferð (5). Algengi heila-
æxla hefur verið rannsakað á meðal geðsjúkra, en
í rannsókn þar sem sneiðmynd af höfði var gerð
á vistmönnum geðsjúkrahúss fundust þrjú æxli í
123 sjúklingum, en allir þrír sjúklingarnir reyndust
hafa óeðlilega taugaskoðun (8). Því er sjaldgæft að
heilaæxli valdi eingöngu geðrænum einkennum
og flestir hafa auk geðrænna einkenna einhver af
klassískum einkennum, svo sem höfuðverk eða
flog. Geðræn einkenni eru algengust hjá sjúkling-
um með æxli í ennisblaði. Algengust eru rugl-
ástand og vitræn hrömun en þar á eftir hegð-
unar- og lyndistruflanir (mood disturbances).
Ofskynjanir eru sjaldgæfari (8). Áberandi með
síðarnefndu einkennin eru stöðug versnun með
tímanum.
Þetta tilfelli sýnir að heilaæxli geta valdið
geðrænum einkennum. Erfitt getur verið að
greina þessi æxli og rétt greining og meðferð taf-
ist. í þessu tilviki var sjúklingurinn lagður inn á
geðdeild en nákvæm taugaskoðun þar leiddi til
réttrar greiningar.
Þakkir
Tómas Guðbjartsson, Hulda Brá Magnadóttir,
Engilbert Sigurðsson, Halldór Benediktsson og
röntgendeild Landspítala.
Heimildaskrá
1. Howard R, Rabins PV, Seeman MV, Jeste DV and the
Intemational Late-Onset Schizophrenia Group. Late-Onset
Schizophrenia and Very-Late-Onset Schizophrenia-Like
Psychosis: An Intemational Consensus. Am J Psychiatry
2000; 157:2 :172-178.
2. Baethge C, Baldessarini RJ, Freudenthal K, Streeruwitz
A, Bauer M, Bschor T. Hallucinations in bipolar disorder:
characteristics and comparison to unipolar depression and
schizophrenia. Bipolar Disord 2005: 7:136-145.
3. Buckner JC, Brown PD, O'Neill BP, Meyer FB, Wetmore CJ,
Uhm JH. Central Nervous System Tumors. Mayo Clin Proc.
2007; 82(10): 1271-1286.
4. Behin A, Hoang-Xuan K, Carpentier AF, Delattre JY. Primary
brain tumors in adults. Lancet 2003; 361:323-31.
5. Maurice-Williams RS, Dunwoody G. Late diagnosis of
frontal meningiomas presenting with psychiatric symptoms.
BMJ. 1988; 296:1785-1786
6. Jarquin-Valdivia AA. Psychiatric Symptoms and Brain
Tumors. A brief Historical Overview. Arch Neurol 2004:
61:1800-1804.
7. Babiloni F, Babiloni C, Carducci F, Cincotti F, Rossini PM.
,The stone of madness' and the search for the cortical sources
of brain diseases with non-invasive EEG techniques. Clin
Neurophysiol 2003; 11:1775-1780.
8. Ron MA. Psychiatric Manifestations of Frontal Lobe
Tumours. Br J Psychiatry 1989; 155:735-738.
614 LÆKNAblaðið 2008/94