Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2008, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.09.2008, Blaðsíða 43
Ú R UMRÆÐUR O G FRÉTTIR PENNA STJÓRNARMANNA LÍ Tóbakslaust ísland á 15 árum Kristján G. Guðmundsson heimilislæknir Kristjan. G. Gudmundsson @glaesib.hg.is Stjórn LÍ Birna Jónsdóttir, formaður Sigurður E. Sigurðsson, varaformaður Sigurveig Pétursdóttir, gjaldkeri Sigríður Ó. Haraldsdóttir, ritari Elínborg Bárðardóttir Kristján G. Guðmundsson Sigrún Perla Böðvarsdóttir Sigurður Böðvarsson Þórarinn Guðnason í pistlunum Úrpenna stjórnarmanna U birta þeir sinar eigin skoöanir en ekki félagsins. Talið er að um 300 einstaklingar deyi árlega ótíma- bærum dauða á Islandi vegna reykinga. Reykingar eru þartnig einn mesti bölvaldur í menningu sam- tímans, bölvaldur sem tóbaksiðnaðurinn heldur stöðugt lifandi með markaðssetningu sinni. Sala þess er réttlætt með misnotkun á frelsishugtakinu. Þó er öllum ljóst að sala ávanaefnis eins og tóbaks hefur ekkert með frelsi að gera. Á seinustu árum hefur mikið verið rætt um viðskiptasiðgæði. Stóru tóbaksframleiðendurnir eru almennt talin vera fyrir- litlegustu fyrirtæki samtímans. Þau lugu til um skaðsemi tóbaks í áratugi. Nú beina þau markaðs- setningu að ungmennum og fátæku fólki í þróun- arlöndum. Þau bera ábyrgð á dauða tuga milljóna manna á seinustu öld, og faraldurinn mun kosta hundruð milljóna mannslífa á þessari. Það er nán- ast ekkert í samtímanum sem er eins svívirðilegt og markaðssetning og blekkingar þessa iðnaðar. Við viljum helst ekki kaupa vörur nema þær séu vistvænar. Við kaupum helst ekki vörur sem eru framleiddar af aðilum sem sinna ekki lágmarks aðbúnaði starfsfólks. Hver væri ábyrgð dekkjasala sem seldi ónýt bíldekk sem yllu slysum? Slíkur sölu- aðili væri útilokaður þegar í stað af markaði. En hvað með ábyrgð fyrirtækja og einstaklinga á Islandi, á sölu og dreifingu þessa ávanaefnis? Væri ástæða til að birta lista yfir hvaða innflytj- endur flytja inn tóbak og hvaða verslunarfyrirtæki á Islandi hagnast á smásölu tóbaks, þannig að ábyrgir neytendur gætu beint viðskiptum sínum annað? Fækkun bráðra hjartaþræðinga á íslandi eftir bann við reykingum á veitingahúsum sýnir svo ekki verður um villst að verulegs ávinnings má vænta af aðgerðum til að draga úr tóbaksnotkun. Undirritaður leggur til að mörkuð sé stefna í tóbaksvömum, þannig að landið verði nánast tóbakslaust á 15 árum. Til að ná slíku fram þarf samstillt átak fjölmargra aðila, svo sem stéttarfélaga, félagasamtaka sjúklinga, félaga um lýðheilsu, sveitarfélaga, stjórnmálaflokka, og ekki síst Alþingis með djarfri og skynsamlegri lagasetningu. Hver ættu næstu skref í baráttunni við tóbaksfar- aldurinn að vera? Aðgerðum til að kveða niður þennan faraldur mætti skipta í þrennt. í fyrsta lagi að fækka þeim sem hefja reykingar, öðru lagi að aðstoða reykingafólk sem er orðið veikt af tóbakssjúkdómum, og í þriðja lagi aðstoða þá sem reykja og em ekki komnir með tóbakssjúkdóma. Fræðsla um afleiðingar tóbaksnotkunar er horn- steinn tóbaksvarna, en sú fræðsla nær ekki til allra og fræðsla dugar ekki ein til að hafa endanlega áhrif á tóbaksnotkun, frekar en fræðsla dugar til að stöðva notkun annarra fíkniefna. Nauðsynlegt er að draga úr aðgengi ungmenna að tóbaki, með því að hækka leyfilegan aldur til að kaupa tóbak, til dæmis í 20 ár eins og gildir um áfengi. Tryggja þarf að aldursákvæðum við sölu á tóbaki sé fylgt, en á því er verulegur misbrestur. Eðlilegt væri að fækka útsölustöðum í áföngum, hætta sölu í matvörubúðum og bensínstöðvum strax og takmarka sölu við sjoppur. Síðar yrði út- sölustöðum fækkað markvist, til dæmis á fimm ámm. Að þeim tíma liðnum yrði tóbak eingöngu selt í tóbaksverslunum. Tryggja þarf án undantekn- inga að þeir sem eru yngri en tvítugir vinni ekki þar sem tóbak er selt. Hækkun á útsöluverði tóbaks um 25 til 50% myndi þýða vemlega minnkaða neyslu. Samkvæmt gögn- um Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO, þýðir 10% hækkun verðs á tóbaki 4% minnkun á neyslu tóbaks. Meðferð til að hætta reykingum þarf að vera sýnilegri, aðgengilegri, markvissari og ódýrari. Tóbaksmeðferð þarf að gera aðgengilegri í heilbrigð- isþjónustu, bæði á Landspítala og á heilsugæslustöðv- um. Komið yrði á meðferðarsviði á Landspítalanum með göngudeild, þar sem veitt yrði þverfagleg þjónusta við reykingafólk. Þar væri einnig mögu- leiki á innlögnum til að hætta reykingum. Deildin væri miðstöð rannsókna á tóbaksfaraldrinum. Hún tengdist grunnkennslu heilbrigðisstarfsfólks með prófessorsembætti við Háskólann. Sérstök reykleys- ismeðferð yrði í boði á heilsugæslustöðvum, þar sem heilsugæsluhjúkrunarfræðingar og heimilislæknar veittu bætta og sérhæfða þjónustu fyrir þá sem vilja hætta reykingum. Greiða þyrfti niður lyf sem notuð eru til að hætta reykingum. Tóbaksvamarþing yrði haldið annað hvert ár þar sem félagasamtök, áhugafólk um tóbaksvarnir og þeir sem vinna við rannsóknir og meðferð tóbaks- sjúklinga, ásamt stjórnvöldum, stilltu saman strengi sína. Óhjákvæmilegt er að þessum áformum yrði fylgt úr hlaði með lagasetningum og í þeim er fólginn töluverður kostnaður. Höfum til fyrirmyndar bar- áttuna við aðra faraldra sem þjóðin hefur hrist af sér, svo sem sullaveiki og berkla. Með samstilltu átaki væri mögulegt að gera þjóðina tóbakslausa á 15 árum. Sem þýddi bætta heilsu, færri innlagnir á sjúkrahús, aukna vinnufæmi, ásamt auknum lífs- gæðum. Þess utan yrði hundruðum ótímabærra dauðsfalla afstýrt. Þessu fylgdi fjárhagslegur ávinn- ingur samfélagsins alls sem metinn er á tugi millj- arða árlega. LÆKNAblaðið 2008/94 61 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.