Læknablaðið - 15.09.2008, Qupperneq 50
■ UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR
L í 9 0 Á R A
Lækningaminjasafn á Seltjarnarnesi
Varðveisla og miðlun
„Hlutverk Lækningaminjasafns íslands er að vera miðstöð lækn-
ingaminja og heilbrigðissögu á íslandi og með því hefur safninu
verið fengið mun víðfeðmara hlutverk en áður var, meðan það var í
rauninni eingöngu safn um sögu lækna á íslandi og komst tæplega á
legg sem slíkt. Breytingin sem verður á hlutverki safnsins gerist með
því að menntamálaráðuneytið og Þjóðminjasafnið gerast stofnaðilar
að safninu ásamt Læknafélagi íslands, Læknafélagi Reykjavíkur og
Seltjarnarnesbæ sem gegnir lykilhlutverki í rekstri og staðsetningu
safnsins," segir Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir sem ráðin var í byrjun
þessa árs safnstjóri Lækningaminjasafns Islands.
Aðspurð um safnaeignina segir Anna Þorbjörg að
hún sé svo nýkomin til starfa að hún hafi ekki enn
haft tækifæri til að skoða munina sem eru í eigu
safnsins. „Þetta hefur allt verið í læstri geymslu á
vegum Þjóðminjasafnsins en meginuppistaðan að
safnaeigninni er safn Jóns Steffensen sem hann gaf
Læknafélagi íslands á sínum tíma. Mitt fyrsta verk
verður því að kynna mér safnaeignina og öðlast
yfirsýn yfir hana."
Gera má ráð fyrir að á næstu mánuðum komist
skriður á framkvæmdir við byggingu Lækninga-
minjasafns í túnfæti Nesstofu á Seltjamarnesi en
nú em tíu ár síðan efnt var til samkeppni um teikn-
ingu að nýju safnahúsi og verður í meginatriðum
byggt eftir upprunalegu verðlaunatillögunni. Höf-
undar hennar eru Yrki arkitektastofa ehf. og hefur
að sögn Önnu Þorbjargar verið aukið verulega við
geymslurými safnsins í kjallara en útlit hússins og
skipulag jarðhæðar verða hin sömu.
Anna Þorbjörg segir að safninu sé ætlað að
bera ábyrgð á vörslu lækningaminja í landinu og
það feli í sér samstarf og samvinnu við fjölmarga
aðila. „Þar má nefna félög og starfsgreinar innan
heilbrigðisgeirans, söfn um allt land sem geyma
minjar er snerta þessa sögu og það er rétt að taka
skýrt fram að Lækningaminjasafninu er ekki
ætlað að varðveita hér á Seltjarnarnesi alla hluti
er tengjast heilbrigðissögu þjóðarinnar. Margt af
þeim gripum er vel varðveitt í söfnum nú þegar
víða um landið. Lækningaminjasafnið ber hins-
vegar ábyrgð á því að þessir munir séu varðveittir
og sögunni haldið til haga. Það má segja að þetta
Hávar sé ilin opinbera safnastefna því fleiri sérsöfn,
Siauriónsson eins og til dæmis Hönnunarsafnið í Garðabæ og
Flugminjasafnið á Akureyri, gegna sams konar
ábyrgðar- og varðveisluhlutverki án þess að allir
munir séu dregnir á einn stað. Lykilhugtakið er
samvinna á milli safna og allra þeirra sem koma
að varðveislunni."
„Ég sé fyrir mér að safninu hér á Seltjarnarnesi
verði skipt á milli Nesstofu og Lækningaminja-
safnsins í nýja húsinu. í Nesstofu verði áherslan
á sögu lækninga og hin nánu tengsl á milli sögu
lækninga í landinu og íbúaþróunar. Það má ekki
gleyma því að Nesstofa var í þjóðbraut þegar farið
var á milli Bessastaðastofu, Nesstofu, Kvosarinnar
og Viðeyjarstofu á bátum fremur en ökutækjum.
Breytingarnar sem verða á samgöngum, bú-
setuþróun, heilbrigði og stjómarfari haldast þétt í
hendur við lækningasöguna og stundum er erfitt
að segja hver hefur leitt hvem. I nýju bygging-
unni verði hreyfanlegri sýningar og meira tekið á
afmörkuðum sögulegum þáttum. Nefna má sögu
bólusetninga, þróun hjálpartækja, meðferð aldr-
aðra og ýmislegt annað þar sem rakin er sagan
frá upphafi eins og við þekkjum hana og fram til
dagsins í dag. Hvað segir þetta um okkar samfélag
og þróun þess? Hvernig var til dæmis búið að geð-
sjúkum fyrir 200 árum og hvernig er það í dag?
Vissulega getur maður séð fyrir sér að með slíkum
sýningum megi vekja máls á umræðu um ákveðin
mál en þar verður samt að stíga mjög varlega til
jarðar því höfuðskylda safns er að gæta hlutleysis
þótt afhjúpa megi sögulegar staðreyndir. Söfn eiga
ekki að reka áróður heldur eru þau fræðistofnanir
þar sem almenningur á að geta treyst á hlutlægni
og hlutleysi."
í nýja safnahúsinu er einnig gert ráð fyrir fund-
arsal þar sem ýmsir möguleikar bjóðast. „Það er
hægt að hugsa sér að halda málþing um ýmis mál-
efni, bjóða upp á menningarviðburði í tengslum
við sýningar safnsins og jafnvel setja upp smærri
sýningar til hliðar við aðalsýningu þegar það
hentar."
Anna Þorbjörg segir að vissulega kalli aukin
starfsemi á aukið fjármagn en til hvers að reka lif-
andi safn ef þar er ekkert líf?
„Nútímasafn kallar á samstarf margra aðila
og lifandi lækningaminjasafn hlýtur að höfða til
margra aðila sem starfa á vettvangi heilbrigðis- og
lækninga. Læknafélag íslands og Þjóðminjasafnið
eru augljósir samstarfsaðilar en einnig má nefna
622 LÆKNAblaðið 2008/94