Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2008, Side 52

Læknablaðið - 15.09.2008, Side 52
■ UMRÆÐUR O G FRÉTTIR L í 9 0 Á R A Fótstiginn tannlæknabor. samkeppni um minjarnar við ýmsa aðila sem sjá sér hag í því að hampa þeim á eigin forsendum án þess að huga að sögunni eða varðveislunni. Safna- starf reiðir sig mjög á framtak einstaklinga og Jón Steffensen er frábært dæmi um einstakling sem gerði sér grein fyrir mikilvægi þess að varðveita minjar um íslenska lækningasögu. Þetta safn væri lítils virði án hans þrotlausu vinnu. Einstaklingar sem hafa áhuga á söfnun geta verið gríðarlega duglegir og unnið ómetanlegt gagn en um leið þurfa þeir að gera sér grein fyrir að ákveðnir hlutir eru þjóðminjar og eiga ekki að ganga kaupum og sölum að ekki sé talað um að hverfa úr landi." Framundan eru spennandi tímar hjá Lækn- ingaminjasafninu. „Við þurfum að gera okkur skýra grein fyrir því hvernig við viljum standa að varðveislunni og hvernig við viljum sinna minjavörslunni héðan í frá. Söfnun lækningaminja undanfarin ár hefur ekki verið markviss og við þurfum að skoða hvernig við getum fyllt það skarð. Ég held þó ekki að við séum að missa af neinu ennþá varðandi sögu síðustu áratuga en óhefðbundnar lækningar og alþýðulækningar eru hverfulli fyrirbæri en engu að síður mikilvæg og þar þurfum að við gæta að því að minjar um slíkt renni okkur ekki úr greipum. Alþýðulækningam- ar eru mikilvægur hluti af lækningasögu okkar og gefa oft skýra vísbendingu um hvar gloppur eru í hinu opinbera heilbrigðiskerfi." Anna Þorbjörg nefnir einnig að mikilvægt sé að halda á lofti sérkennum íslenskrar læknisfræði. „Hlutverk lækningaminjasafns á Islandi er að sýna hvað er einstakt eða sérstakt við íslenskar lækningar. Þróunin í tækjabúnaði er mjög hröð og við þurfum að ákveða hvað við viljum varðveita og hvernig því engin leið er að geyma öll tæki sem úreldast á nútímasjúkrahúsi. Það er kannski ekki ástæða til þess heldur. Við gætum hins vegar ákveðið að varðveita allt sem tengdist ákveðinni grein lækninga. Möguleikarnir eru sannarlega margir. Það gerir þetta svo spennandi." Bráðaþjónusta á landsbyggðinni Haustþing Læknafélags Akureyrar og Norðausturlandsdeildar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga haldið að Hólum, Menntaskólanum á Akureyri, laugardaginn 4. október 2008 DAGSKRÁ 08:30-09:15 09:15-09:20 09:20-10:20 10:20 10:45-11:15 11:15-12:00 12:00 13:15-13:45 13:45-14:15 14:15-16:30 16:30 17:00 Skráning Setning haustþings - Valur Þ. Marteinsson, formaður Læknafélags Akureyrar Trauma management in rural areas - Dr. Torben Wisborg, svæfingalæknir, Hammerfest, Noregi KAFFIHLÉ Nýjungar í meðferð og flutningi sjúklinga með kransæðasjúkdóma - Dr. Gunnar Þór Gunnarsson, hjartalæknir á FSA Starfsemi sjúkrabjörgunarþyrlu á strjálbýlum svæðum - Dr. Torben Wisborg MATARHLÉ Er öruggara fyrir börn að búa úti á landi? - Herdís Storgaard, hjúkrunarfr. og forstöðumaður Sjóvá Forvarnahússins Stiklur úr 20 ára bráðaþjónustu á landsbyggðinni - Þórir Kolbeinsson, heilsugæslulæknir á Hellu Vinnusmiðjur (30 mínútur hver smiðja) Björgun úr bílflökum Kynning á helsta búnaði til flutnings sjúkra Samskiptaform á slysstað (TETRA kerfið) Hlutverk greiningasveitar í hópslysum og SÁBF kerfið - Jón Knutsen, Jóhann Þór Jónsson og Sveinbjörn Dúason, sjúkraflutningamenn hjá Slökkviliði Akureyrar, Hrafnhildur L. Jónsdóttir, bráðahjúkrunarfræðingur á FSA Margbrotið sjónarhorn landsbyggðarþingmanns - Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Slit haustþings - Jóna Birna Óskarsdóttir, formaður Norðausturlandsdeildar FÍH Þátttökugjald kr. 6000, 3000 fyrir nema. Innifalið matur, morgunhressing og léttar veitingar í ráðstefnulok. Þingið er opið öllu heilbrigðisstarfsfólki og nemum. Þátttaka tilkynnist fyrir 30. september til ritara starfsmannaþjónustu FSA, tota@fsa.is í síma 4630272 frá kl. 08-12 og til Guðjóns Ingva Geirmundssonar, gudjon@hak.ak.is eða Önnu M. Helgadóttur, anna@fsa.is 624 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.