Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2008, Qupperneq 54

Læknablaðið - 15.09.2008, Qupperneq 54
■ UMRÆÐUR O G FRÉTTIR ÁHUGAMÁL Endalaust hægt að hjóla Hávar „Ég byrjaði að hlaupa þegar ég var í læknadeild- Sigurjónsson inni °8 t’jó ekki langt frá Landspítalanum. Mér fannst svo leiðinlegt að hanga í bíl á ljósum á leið- inni í vinnuna og fann út að ég var jafnfljótur að hlaupa. í nokkur ár hljóp ég í vinnuna en svo fór ég út í að hjóla eftir því sem vegalengdin á milli heim- ilis og vinnustaðar lengdist!" segir Gísli Olafsson, heilsugæslulæknir á Sólvangi í Hafnarfirði, en hann býr nú í Grafarholtinu. Vegalengdin sem hann hjólar í vinnuna er á milli 20-30 kílómetrar hvor leið. „Það fer nú svolítið eftir því hvaða leið ég fer en skemmtilegast er að fara í gegnum Heiðmörkina sem er dálítið lengra að vísu. Ég er svona 30-60 mínútur á leiðinni." Gísli er reyndar enginn meðalmaður í hjólreið- unum því hann er í fremstu röð íslenskra hjól- reiðamanna, tekur áhugamálið mjög alvarlega og æfir eftir mjög ákveðnu prógrammi. „Hjólreiðar gefa manni mjög margt og fyrir mig er hvíld í því að hjóla heim eftir strangan vinnudag og útúr því fæst jafnframt líkamsrækt og útivist." Hjólafélag miðaldra skrifstofumanna Eftir að Gísli lauk námi í læknadeild hóf hann Í-4. ..'llí. -l " -J v" Sigurlið Eldraunarinnarf.v.: Gísli Ólafsson, Frosti Sigurjónsson, Helgi Geirharðsson og Tómas fónsson. framhaldsnám í heimilislækningum hér heima og lauk því í Noregi 1998. „Ég bjó í Búðardal og á Blönduósi fyrstu árin eftir að við komum heim fjölskyldan og þá voru vinir mínir farnir að stunda hjólreiðar af miklu kappi. Fyrir hálfgerða slysni lentum við nokkrir félagar í keppni sem kölluð var Eldraunin. Þetta var eiginlega fyrsta greinin sem keppt var í á Landsmóti UMFÍ á Egilsstöðum sum- arið 2001 og keppnin var á milli tveggja liða sem hjóluðu frá Reykjavík til Egilsstaða, annað liðið fór norðurleiðina og hitt fór suðurleiðina. Við drógum norðurleiðina og leist eiginlega ekkert á blikuna því bæði var leiðin erfiðari og andstæðingarnir voru yngri og í miklu betra formi en við. Þetta voru landsliðsstrákar og þeir hefðu átt að vinna okkur en við skipulögðum okkur mjög vel og tókst að vinna þá. Við kölluðum liðið okkar Hjólafélag miðaldra skrifstofumanna og ungu strákunum þótti afleitt að tapa fyrir okkur," segir Gísli og hlær hjartanlega. „Þeir fengu reyndar miklu leiðinlegra veður en við, mótvind og rigningu, svo það jafnaði nú leikinn talsvert." Einhverjar spurnir hafði blaðamaður af því að Gísli og félagar hefðu skipulagt sig af vísindalegri nákvæmni og fyrirfram ákveðinni áætlun. „Einn af okkur, Helgi Geirharðsson verkfræð- ingur, hafði kynnt sér rannsókn þar sem róðrarlið sem skiptist á að taka stutta spretti og hvílast á milli gat haldið uppi meiri hraða heldur en ef róið var langt í einu á milli hvílda, hann yfirfærði þetta svo á hjólreiðamar. í hvoru liði vom fjórir og reglumar voru þannig að einn hjólaði í einu. Við skiptum okkur í tvö tveggja manna lið þar sem einn hjólaði í 15-30 mínútur og hinn hvíldist á milli. Eftir tvo klukkutíma tóku hinir tveir við og héldu uppteknum hætti en hinir hvíldust alveg. Þannig koll af kolli. í hinu liðinu skiptust þeir á á klukkutíma fresti og gátu ekki haldið sama hraða og við. Við höfðum líka spáð mikið í næringuna, orkudrykki og þess háttar og þetta skilaði sér með þessum ágæta árangri." Eftir þetta fóru Gísli og félagar að einbeita sér meira að keppni og hófu markvissari æfingar en áður með sannarlega góðum árangri. Gísli færist frekar undan en hitt þegar hann er inntur eftir 626 LÆKNAblaðið 2008/94
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.