Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2008, Page 56

Læknablaðið - 15.09.2008, Page 56
■ UMRÆÐUR O G FRÉTTIR ÁHUGAMÁL Hluti af Girona-hópnum eftir erfiðan dag. fjallahjóli, götuhjóli og tímahjóli sem er sér- staklega hannað hjól fyrir tímakeppni. Þegar hann er spurður hvemig hann og félagar fari að yfir veturinn þegar snjór, myrkur og kuldi leggst yfir allt, svarar Gísli: „Þá hjólum við inni í sérstaklega útbúinni reiðhjólatölvu. Ég var reyndar fyrstur til að fá mér slíkt en nú erum við orðnir nokkrir sem eigum tölvu og hittumst reglulega yfir veturinn í bílskúmum hjá mér eða öðrum í hópnum og hjólum." Þetta þarfnast nánari skýringa og ekki stendur á þeim. „Reiðhjólatölva er sérstakt tæki með skjá sem hjólið er sett á og hugbúnaðurinn gerir manni kleift að velja ýmsar leiðir út um allan heim og hjóla þær í tölvunni. Tölvurnar má tengja saman og þannig geta menn hjólað samferða og séð hver annan á skjánum og ég hef hjólað talsvert með þýskum kunningja mínum og við talað saman á Skype um leið. Hann er í bílskúrnum sínum í Þýskalandi og ég í mínum bílskúr í Grafarholtinu. Þetta er mjög skemmtilegt." Þrátt fyrir að hægt að sé hjóla um allan heim- inn með aðstoð tölvunnar í bílskúrnum kemur það ekki í staðinn fyrir upplifunina af að hjóla á erlendri grund. Gísli og félagar eru nýkomnir heim úr dvöl á íþróttahóteli í Girona á Spáni þar sem þeir hjóluðu af kappi á hverjum degi í heila viku. „Við erum nokkrir félagar sem höfum hjólað saman í nokkur ár og haft það fyrir reglu að fara einu sinni á sumri í laxveiðitúr saman. Nú fannst okkur það orðið svo dýrt að það væri ekki lengur hægt að verja slík fjárútlát og ákváðum að gera þetta í staðinn. Það segir sitt um kostnaðinn við laxveiðar að fyrir andvirði eins dags í íslenskri lax- veiðiá gátum við dvalið á íþróttahótelinu í viku, með fullt fæði og einkaþjálfara sem lagði línurnar á hverju kvöldi fyrir hjólreiðarnar daginn eftir. Þetta var alveg frábær ferð í alla staði." 628 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.