Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2009, Page 58

Læknablaðið - 15.07.2009, Page 58
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTI FJALLAMENNSKA R y FÍFL á Hrútsfjallstindum FÍFL á leiðinni upp norðurhrygg Suðurtinds. Myniina tók Guðmundur Freyr Jónsson afHátindi Hrittsfjallstinda. Laugardaginn 6. júní náðu átta manns úr Félagi íslenskra fjallalækna (FÍFL) að klífa alla helstu tinda Hrútsfjallstinda (1875 m) í Öræfajökli. Gangan tók 16 tíma og fararstjóri var Þorvaldur Þórsson hátindahöfðingi. Veður var frábært sem þótti sanngjarnt þar sem fresta varð ferðinni í tvígang vegna veðurs. Hápunktur göngunnar var án efa þegar Suðurtindur var klifinn í algjörri rjómablíðu, en hann er brattastur tindanna fjögurra og sá mikilfenglegasti. Komust allir klakklaust upp og niður af tindinum, en útsýni verður ekki með orðum lýst. Fyrr í vor lagði FÍFL að velli tindana Ými og Ýmu í Tindfjallajökli. Reyndar þurfti tvær tilraunir því veður var slæmt í fyrra skiptið og þurfti því að snúa við í miðjum hlíðum. I síðara skiptið var veður eins og best verður á kosið og leiðangursmenn að vonum kátir. Síðar í sumar fer FÍFL á Herðubreið (1682 m) og Snæfell (1833 m). Nánari upplýsingar um FÍFL eru á www.facebook.com Tómas Guðbjartsson tomasgudbjartsson@hotmait.com Á leið upp Suðurtind. Frá vinstri Tómas Guðbjartsson, Engilbert Sigurðsson, Valgerður Rúnarsdóttir og Eggert Helgason. Eins og sjá má á klæðnaði Valgerðar var veður með eindæmum gott og aðstæður ákjósanlegar fyrir brölt sem þetta. Mynd: Þorvaldur Þórsson. 538 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.