Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 25
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN meðfædda hjartagalla.19'21 í okkar rannsóknarþýði fannst meðfæddur hjartagalli í fósturhjartaómun hjá 10% þeirra (16 af 159) sem sendir voru í rann- sóknina vegna aukinnar hnakkaþykktar. Fjórir voru meiriháttar (4/159; 2,5%). Makrydimas greindi frá því að búast mætti við því að greina einn meiriháttar hjartagalla hjá hverjum 33 (1/33; 3%) fóstrum sem vísað er í fósturhjartaómun vegna aukinnar hnakkaþykktar.22 í okkar þýði greindust 12 litlir VSD þegar ábendingin var aukin hnakka- þykkt sem allir höfðu lokast eftir fæðingu. Ut frá því má álykta að þrátt fyrir að aukinni hnakka- þykkt fylgi auknar líkur á meðfæddum hjartagalla er oftar um minniháttar vandamál að ræða. Erfitt getur verið að greina VSD í fósturlífi þar sem þrýstingur er jafn í báðum sleglum á þeim tíma og því lítið flæði um slík op þótt þau séu til staðar. Ef ekki var hægt að staðfesta VSD í næstu skoðunum var erfitt að segja til um hvort opið hefði lokast af sjálfu sér eða ekki verið til staðar til að byrja með. Það er því viss hætta á ofgreiningu á VSD í þessari rannsókn sem taka verður með fyrirvara. Einnig ber að geta þess að greining VSD fyrir fæðingu hefur aðeins minniháttar þýðingu og engra sérstakra ráðstafana varðandi meðgöngu og fæðingarmáta er þörf. Horfur barna með VSD eru góðar hvort sem opið er greint fyrir eða eftir fæðingu. Hjartagallar eru hluti af ýmsum meðfæddum heilkennum, finnist hjartagalli hjá fóstri kallar það á leit að frekari missmíðum og í sumum tilvikum litningarannsóknir. Sex fóstur greindust með litn- ingagalla í rannsóknarhópnum og þrjú með gena- galla, 12,3% (9 af 73). Er það nokkru minni fjöldi en aðrar rannsóknir hafa greint frá en Moore fann litningagalla eða genagalla hjá 41% fóstra sem greindust með hjartagalla í fósturlífi.23 Þennan mun má að nokkru leyti skýra með því að á Islandi eru allar fósturhjartaómskoðanir gerðar á einum stað. Það er því óvalinn hópur sem kemur til skoðunar, en víða erlendis er um valdar tilvísanir til mjög sérhæfðra stofnana að ræða. Ennfremur er skýring fólgin í því að á þessum tíma fóru um 70% kvenna í ómskoðun og samþætt líkindamat til að meta líkur á litningagöllum fósturs við 12 vikur. Því má búast við að stór hluti litningagalla hafi þegar komið fram fyrir 20 vikna skoðunina. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að börnum með alvarlegan meðfæddan hjartagalla farnast betur ef gallinn er þekktur fyrir fæðingu.5-6 Tilgangur fósturhjartaómskoðunar er því fyrst og fremst að auka lífslíkur og lífsgæði einstaklingsins. Ef alvarlegur hjartagalli er staðfestur er fæðing á Landspítalanum æskileg þar sem nýburagjör- gæsla er til staðar og unnt er að veita meðferð strax eftir fæðingu. Jafnframt er mikilvægt að fræða og undirbúa foreldra fyrir fæðingu barns síns því í mörgum tilvikum þurfa þeir að fara utan með nýfætt barn sitt í erfiðar aðgerðir. Um 75% allra þungaðra kvenna á Islandi koma á fósturgreiningardeild kvennadeildar Land- spítala við 20 vikur. Þaðan koma flestar ábend- ingar um fósturhjartaómskoðun. Á Islandi eru fósturhjartaómskoðanir aðeins framkvæmdar á Barnaspítala Hringsins og þangað koma því öll börn með hjartagalla hvort sem greining er gerð fyrir eða eftir fæðingu. Því er einstakt að geta skoðað ábendingar og útkomu fósturhjartaóm- skoðana meðal heillar þjóðar. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að aukin hnakkaþykkt sé ekki eins sterk vísbending um alvarlega hjartagalla og áður var talið. Fjöldi fósturhjartaómskoðana sem gerðar eru vegna fjöl- skyldusögu en hlutfallslega fáar greiningar benda til að þrengja megi þennan hóp. Við leggjum til að ábending fyrir fósturhjartaómun sé aðeins nauðsynleg ef jákvæð ættarsaga um meðfædda hjartagalla er í fyrsta ættlið, eins og kemur fram í töflu I. Óeðlilegri fjögurra hólfa sýn fylgja mun meiri líkur á alvarlegum hjartagalla en nokkurri annarri ábendingu sem sýnir mikilvægi þess að skoða fósturhjartað við reglubundna 20 vikna ómskimun. Þakkir Kærar þakkir fá starfsfólk fósturgreiningardeildar, Guðrún Garðarsdóttir, ritari fæðingarskrár, og Anna Haarde, skrifstofustjóri á kvennasviði Landspítala. Heimildir 1. Lee K, Khoshnood B, Chen L, Wall SN, Cromie WJ, Mittendorf RL. Infant mortality from congenital malformations in the United States, 1970-1997. Obstet Gynecol 2001; 98: 620-7. 2. Stephensen SS, Sigfússon G, Eiríksson H, et al. Nýgengi og greining meðfæddra hjartagalia á íslandi 1990-1999. Læknablaðið 2002; 88: 281-7. 3. Dulskiene V, Malinauskiene V, Azaraviciene A, Kuciene R. [The incidence and diagnostics of congenital heart defects in Kaunas infant population during 1999-2005]. Medicina (Kaunas) 2008; 44:139-46. Litháíska. 4. Hoffman JI, Kaplan S. The incidence of congenital heart disease. J Am Coll Cardiol 2002; 39:1890-900. 5. Eapen RS, Rowland DG, Franklin WH. Effect of prenatal diagnosis of critical left heart obstruction on perinatal morbidity and mortality. Am J Perinatol 1998; 15: 237-42. 6. Mahle WTC, Robert R; McGaum, et al. Impact of prenatal diagnosis on survival and early neurologic morbidity in neonates with the hypoplastic left heart syndrome. Pediatrics 2001; 107:1277-82. 7. Todros T, Faggiano F, Chiappa E, Gaglioti P, Mitola B, Sciarrone A. Accuracy of routine ultrasonography in screening heart disease prenatally. Gmppo piemontese for prenatal screening of congenital heart disease. Prenat Diagn 1997; 17: 901-6. 8. Randall P, Brealey S, Hahn S, Khan KS, Parsons JM. Accuracy of fetal echocardiography in the routine detection of congenital heart disease among unselected and low risk populations: A systematic review. BJOG 2005; 112:24-30. LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.