Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 54
■ UMRÆÐUR O G FRÉTTIR K R E P P A N Áhrifin eru lengi að koma fram Hávar Sigurjónsson Það kom kannski engum beinlínis á óvart að yfirstandandi kreppa og afleiðingar hennar skyldu verða umfjöllunarefni á nokkrum málþingum á Læknadögum í ár. Það var einnig greinilegt að áhugi læknastéttarinnar á þessu málefni er mikill ef marka má aðsókn að málþingum sem tóku þetta fyrir. Læknisfræðin snertir margar hliðar kreppunnar, andleg og líkamleg heilsa stendur að sjálfsögðu og fellur með líðan, efnahag og möguleikum þeirra til atvinnu og mannsæmandi lífs. Geðlæknisfræðin kemur hér mjög við sögu og var athyglisvert að hlýða á framsögu Páls Matthíassonar framkvæmdastjóra geðsviðs Landspítala á málþingi um áhrif kreppu á heilsu barna. Þar kom ýmislegt fram sem hlýtur að vekja stjórnvöld til umhugsunar um hvernig skuli standa vörð um grunnþjónustu í velferðarkerfinu. A sama málþingi flutti breski barnalæknirinn og prófessor emeritus við Warwick University, Nick Spencer, erindi en hann hefur kynnt sér sérstaklega áhrif kreppu á líkamlegt heilsufar barna. Þriðju framsöguna á þessu málþingi átti forseti Evrópusamtaka um geðheilsu barna og unglinga, Tuula Tamminen frá Finnlandi, en hún rakti fjölmörg dæmi um langtímaáhrif kreppunnar í Finnlandi á fyrrihluta tíunda áratugar síðustu aldar. Er ljóst að Finnar eru enn að súpa seyðið af mistökum sem gerð voru meðan á kreppunni stóð, sérstaklega eru langtímaáhrif gagnvart börnunum sláandi og auðvelt að nýta sér þau víti til vamaðar ef áhugi er fyrir hendi. Kreppa hefur áhrif á heilsufar Nick Spencer varð góðfúslega við þeirri beiðni Læknablaðsins að svara fáeinum spurningum í lok ráðstefnudags og fyrsta spurningin kemur í rauninni af sjálfu sér; hvað eigum við Islendingar helst að varast til að tryggja heilsufar barna okkar þrátt fyrir núverandi kreppuástand. „Ef við lítum á fsland sem eitt af ríkari löndum heimsins má gera ráð fyrir að dánartíðni muni ekki aukast þrátt fyrir kreppuna en í fátækari ríkjum heimsins er það eitt hið fyrsta sem gerist þegar efnahagsáföll ríða yfir. Hins vegar munuð þið eflaust sjá örrnur áhrif á heilsufar barna ykkar, sérstaklega andlega heilsu þeirra, sem prófessor Tamminen sýndi skýrt fram á. Það er flóknara að sýna fram á bein tengsl milli kreppu og líkamlegrar heilsu barna enda er kannski meira viðeigandi að beina sjónum að andlegri heilsu barnanna við þessar aðstæður. ísland hefur mjög gott heilbrigðiskerfi og líkamleg heilsa barna er mjög góð eins og stendur, bæði börn og mæður þeirra hafa fengið góða næringu og aðstæður þeirra verið eins góðar og frekast er hægt að gera ráð fyrir. Þjóðin í heild er einnig nægilega vernduð fyrir sjúkdómum til að geta staðist verstu áhrif efnahagslegrar kreppu. Það er hins vegar hafið yfir vafa að aukið atvinnuleysi mun skapa umtalsverð vandamál fyrir margar fjölskyldur. Það mun birtast í versnandi andlegri heilsu bæði barna og foreldra en langtímaáhrifin gætu orðið þau að stúlkubörn í dag sem njóta ekki sömu umönnunnar og næringar og kynslóðin á undan gætu upplifað minni frjósemi þegar þær komast á barneignaraldur. Fæðingarþyngd barna þeirra gæti einnig orðið undir meðaltali dagsins í dag. Margar rannsóknir benda til þessa þó ég treysti mér ekki til að fullyrða að þessi þróun muni eiga sér stað." Mikilvægt að standa vörð um grunnstoðirnar Prófessor Spencer lagði áherslu í fyrirlestri sínum á áhrif ójöfnuðar innan samfélagsins á heilsufar einstaklinganna og hann dregur enga dul á og segir það stutt ótal rannsóknum, að því meiri sem ójöfnuður er í samfélaginu því meiri verða félagsleg og heilsufarsleg vandamál. Einhvern veginn finnst manni það næsta augljóst. „Það fer að sjálfsögðu eftir því hversu neðarlega neðstu mörkin liggja. I samfélagi þar sem hluti þjóðarinnar lifir undir fátækramörkum er enginn vafi á útkomunni. Ef hins vegar er gætt að þeim sem minnst eiga undir sér þá er líklegt að betur gangi. I ykkar íslenska samfélagi snýst þetta um að standa vörð um grunnstoðir velferðarkerfisins til að tryggja að enginn verði útundan. Það er þekkt að þegar efnahagskreppa skellur á gliðna sprungurnar í kerfinu og fleiri falla í þær. Mér skilst reyndar að ójöfnuður hafi verið að aukast jafnt og þétt í íslensku samfélagi undanfarin ár og hugsanlega hefur kreppan hjaðnandi áhrif á þá þróun. Það er einnig þekkt að efnahagslegur ójöfnuður og félagsleg og efnaleg staða hafa streituvaldandi áhrif sem hefur síðan bein áhrif á heilsufar fólks. Þetta á reyndar aðallega við um fullorðna því ég er ekki sannfærður um að samkeppni um stöðu hafi merkjanleg áhrif á börn. 126 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.