Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 37
Emil Vilbergsson deildarlæknir' Helgi J. ísaksson sérfræðingur í líffærameinafræði2 Páll Helgi Möller skurðlæknir1 Lykilorð: endaþarmskrabbamein, meinvarp, húð. FRÆÐIGREINAR SJÚKRATILFELLI Sjúkratilfelli: Meinvarp frá endaþarms- krabbameini í andlit Ágrip Hér er rakin saga áttatíu og tveggja ára karl- manns sem leitaði til heimilislæknis vegna hægðabreytinga. Ristilspeglun sýndi æxlisvöxt 10-15cm frá endaþarmsopi. Vefjasýni sýndi kirtil- frumukrabbamein af signethringsfrumugerð. Við aðgerð var sjúklingur með óskurðtækt krabbamein vegna útsæðis í lífhimnu og krabbameinsvaxtar í þvagblöðru. I síðari legu var fjarlægð húðbreyting í andliti sjúklings sem við vefjaskoðun reyndist vera meinvarp. Húðmeinvörp frá ristil- og enda- þarmskrabbameini eru sjaldgæf. Skoðun á húð er mikilvæg í uppvinnslu sjúklinga með grun um eða staðfest krabbamein. Sjúkratilfelli 82 ára gamall karlmaður sem hafði verið með háþýsting leitaði til heimilislæknis með nokkurra vikna sögu um breytingar á hægðavenjum. Hann var sendur til meltingarfærasérfræðings sem fram- kvæmdi á honum ristilspeglun. Speglunin sýndi æxli sem var staðsett 10 til 15 cm frá endaþarmsopi. Vefjasýni sem tekið var sýndi að um var að ræða illa þroskað kirtilfrumukrabbamein af signet- hringsfrumugerð. Sjúklingi var vísað til skurðlæknis og í fram- haldinu var fengin tölvusneiðmynd af kviðar- og grindarholi, segulómun af grindarholi og ómskoðun af æxlisvexti gegnum endaþarmsop. Segulómun sýndi æxlisvöxt í efri hluta endaþarms og eitlastækkanir á mótum endaþarms og bugaristils. Ekki sáust frekari teikn um meinvörp í myndgreiningarannsóknum. Stigun fyrir aðgerð var T3N2Mx. Sjúklingur fékk stutta geislameðferð á grindarhol fyrir aðgerð og þoldi hana vel. í aðgerð fundust hnútar í lífhimnu og æxlið í endaþarmi vaxið við þvagblöðru. Tekin voru sýni frá hnútum í lífhimnu í frystiskurð sem sýndu kirtilfrumukrabbamein. Þar sem sjúklingur var með óskurðtækan sjúkdóm var ákveðið að leggja einungis fram ristilstóma. Sjúklingur útskrifaðist heim og í samráði við hann var engin frekari meðferð fyrirhuguð. Sjúklingur lagðist fljótlega aftur inn vegna slappleika og verkja. Sjúklingur hafði í nokkra mánuði haft litla fyrirferð og sár í andliti á vinstri kinn neðst í sulcus nasolabialis sem blæddi úr. Sárið gerði það að verkum að hann átti erfitt með rakstur og var því fyrirferðin fjarlægð í staðdeyfingu. Það kom fram hjá sjúklingi að hann hefði haft samskonar fyrirferð á sama stað sem heimilislæknir fjarlægði nokkrum vikum áður en hann leitaði til hans út af breytingum á hægðavenjum. Sýni var ekki sent til meinafræðirannsóknar. Húðbreytingin sem fjarlægð var úr andliti sjúklings reyndist vera meinvarp frá endaþarmskrabbameini. Vefjameinafræðiskoðun Húðsýnið var 2,1x1,3 cm að stærð ásamt 0,9 cm þykkri undirhúð. í húðinni var dökkrauðbrún 1,1x0,8 cm fyrirferð nærri annarri skurðbrúninni sem skagaði 0,3-0,4 cm upp úr húðinni. Smásjárskoðun sýndi slímmyndandi kirtilfrumukrabbamein af signethringsfrumugerð, samskonar og áður hafði verið lýst í sýni frá lífhimnu. Á yfirborði æxlisins var grunnt sár í húðinni. Æxlið var vaxið ífarandi niður að mótum leðurhúðar og fituvefs undirhúðar. Skurðbrúnir voru fríar (mynd 1 og 2). Umræða Almennt eru meinvörp krabbameina í húð sjaldgæf en tíðni þeirra hefur verið lýst í allt að 5% tilfella.1- 2 Einungis 15% krabbameina í meltingarvegi meinvarpa til húðar.3-4 Krabbamein í ristli og endaþarmi orsaka aðeins um 5% allra húðmeinvarpa.5 Meinvörp frá ristilkrabbameini eru talin dreifa sér í upphafi með eitlabrautum en síðar með æðum. Ef krabbameinið dreifir sér í gegnum æðakerfið getur meinvarpið sýnt sig fjarri uppruna þess.3 Þó að meinvörp frá meltingarvegi geti komið fram nánast hvar sem er í húðinni eru um það bil 85% þessara meinvarpa á kviðar- og mjaðmarsvæði.2 Meinvörp í andliti eru sjaldgæf í öllum tegundum krabbameina en í flestum tilfellum eiga þau uppruna sinn að rekja til flöguþekjukrabbameins í munnholi. Næst á eftir má telja krabbamein í lungum, nýrum LÆKNAblaðíð 2010/96 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.