Læknablaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 32
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKN
Tafla I. Algengustu lyfin notuð við lyfjaeitrun, oft notuð lyf úr fleiri en einum lyfjaflokki
(n = 227 komur).‘
Lyfjaflokkur Hlutfall (fjöldi)
Bensódíazepín 47% (106)
Þríhringlaga geðdeyfðarlyf 26% (59)
SSRI/SNRI 21 % (47)
Hefðbundin geðrofslyf 17% (38)
Parasetamol og skyld lyf 17% (38)
Antihistamin 16% (36)
Óhefðbundin geðrofslyf 14% (32)
* Önnur aðferð en lyf notuð í 23 tilfellum, ófullnægjandi upplýsingar í einu tilfelli.
Tafla II Afdrif sjúklinga eftir útskrift af gjörgæslu (n=246).'
Afdrif Hlutfall (fjöldi)
Innlögn á lyflaekningadeíld 54% (134)
Innlögn á geðdeild 17% (43)
Útskrift heim 11% (28)
Innlögn á barnadeild 7% (16)
Innlögn á barna- og unglingageðdeild <1% (1)
Innlögn á skurðdeild 1 % (3)
Útskrift gegn vilja læknis <1% (1)
Upplýsingar vantar i sjúkraskrá 8% (20)
* Fimm sjúklingar létust á gjörgæslu.
Tafla III. Eftirfylgd sjúklinga eftir útskrift af gjörgæslu og almennum deildum (n=244). *
Tegund eftirfylgdar Hlutfall (fjöldi)
Innlögn á geðdeild 36% (88)
Göngudeild 24% (59)
Einkastofa geðlæknis 10% (25)
Eftirfylgd talin óþörf" 5% (12)
Innlögn á barna- og unglingageðdeild 4%(9)
Áfengismeðferð 3% (8)
Heimilislæknir 2% (4)
Sálfræðingur 2% (4)
Engin eftirfylgd 1 % (2)
Annað 1 % (2)
Upplýsingar vantar i sjúkraskrá 13% (31)
' Alls létust 7 sjúklingar á sjúkrahúsi (5 á gjörgæslu og 2 á almennum deildum).
" Sjúklingur hafnaði eftirfylgd og geðlæknir taldi hana óþarfa.
vegna sjálfsvígstilrauna. Dánartíðni þessa hóps
á sjúkrahúsi er umtalsverð (3%) miðað við
meðalaldur hans. Sjálfsvígstíðni er há innan
hópsins á næstu árum eftir útskrift af sjúkrahúsi
(10%) þó svo að meirihluti hans (80%) hljóti
eftirfylgd innan geðheilbrigðiskerfisins.
Sjitklmgahópuriim
Að meðaltali leggjast 50 einstaklingar á ári inn á
gjörgæsludeildir Landspítala vegna alvarlegrar
sjálfsvígstilraunar. Sjúklingahópurinn er tiltölu-
lega ungur (36 ár ± 14) og konur eru í meirihluta
(61%) sem er andstætt því sem gerist almennt á
gjörgæsludeildum.17 Þetta er í samræmi við nýlega
rannsókn á alvarlegum sjálfsvígum í Finnlandi þar
sem litið var á alla þá sem þurftu á sjúkrahúsvist
að halda eftir sjálfvígstilraun.1
Mjög hátt hlutfall hópsins (61%) hafði áður gert
sjálfsvígstilraun og var það nánast jafnt meðal
karla og kvenna sem bendir til þess að þessi
hópur sé frábrugðinn hinum almenna hópi sem
kemur á bráðamóttöku vegna sjálfsskaða.8- 10 I
áðurnefndri rannsókn hafði 21% hópsins sögu um
fyrri tilraun en þetta gæti skýrst á mismunandi
inntökuskilyrðum í rannsóknunum.1 í finnsku
rannsókninni voru kannaðar allar innlagðar
sjálfsvígstilraunir en í þessari rannsókn einungis
sá hópur sjálfsvígstilrauna sem þurfti meðferð á
gjörgæsludeild og ætla má að hópurinn í þessari
rannsókn hafi því gert alvarlegri og ákveðnari
tilraun.
Af hópnum lögðust 10% aftur inn á
gjörgæsludeild á rannsóknartímabilinu vegna
endurtekinnar tilraunar. Samrýmist það niður-
stöðum annarra rannsókna en talið er að þeir sem
reynt hafa sjálfsvíg séu í áhættu að sýna áfram
sjálfsvígshegðun (12-30%) og sú áhætta sé aukin
sérstaklega á fyrsta ári eftir sjálfsvígstilraun.1-8-18
Tegund sjálfsáverka
Inntaka lyfja var algengasta aðferðin við
sjálfsvígstilraunina (91%). Þau lyf sem mest
voru notuð reyndust bensódíazepín, þríhringlaga
geðdeyfðarlyf og síðan nýrri þunglyndislyf sem
er í samræmi við aðrar rannsóknir.1-19-21 Byggist
þetta val væntanlega á aðgengi lyfja í umhverfi
sjúklingsins. Líklegast hafa þau lyf verið notuð
sem læknir hefur skrifað upp á vegna meðferðar
enda 61% með sögu um fyrri sjálfsvígstilraun og
væntanlega verið til meðhöndlunar hjá læknum.
Það er því óhægt um vik að fjarlægja þennan
orsakavald úr umhverfinu. Draga má þó úr
honum með því að taka upp lyfjaskömmtun eða
ávísa sem lægstum skammti hverju sinni. Þetta ber
að íhuga í hverju tilviki eftir sjálfsvígstilraun.
Karlar notuðu oftar beinskeyttari og alvarlegri
aðferðir sem einnig er þekkt annars staðar frá.3
Þetta er einnig í samræmi við að karlar á íslandi
nota oftar skotvopn en konur lyf í staðfestum sjálfs-
vígum.4 Ríflega helmingur sjúklinganna (56%) var
undir áhrifum áfengis þegar sjálfsvígstilraunin
var gerð en áfengisvíma er þekktur áhættuþáttur
fyrir bæði sjálfsvígstilraunir og sjálfsvíg.22
Meðferð á bráðamóttöku
Það vekur athygli hve stór hluti sjúklinga fær
magaskolun þrátt fyrir að hafa tekið lyfin inn
104 LÆKNAblaðið 2010/96