Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 29
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Sj álf svígstilraunir meðhöndlaðar á gjörgæsludeildum Landspítala árin 2000-2004 Kristinn Örn Sverrisson12 í sérnámi í svæfinga- og gjörgæslulæknisfræði Sigurður Páll Pálsson3 geðlæknir Kristinn Sigvaldason1 svæfinga- og gjörgæslulæknir Sigurbergur Kárason14 svæfinga- og gjörgæslulæknir Lykilorð: sjálfsvígstilraun, sjálfsvíg, lyfjaeitrun, gjörgæsla, geðvernd. ’Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 2háskólasjúkrahúsinu í Lundi, Svíþjóð, 3geðdeild Landspítala, 4læknadeild H(. Fyrirspumir og bréfaskipti: Sigurbergur Kárason, svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala. skarason@landspitali.is Ágrip Tilgangur: Að kanna afdrif þeirra sem þarfnast innlagnar á gjörgæslu eftir alvarlega sjálfsvígs- tilraun. Aðferðir: Aftursæ rannsókn á innlögnum á gjörgæsludeildir Landspítala vegna alvarlegra sjálfsvígstilrauna árin 2000-2004. Niðurstöður: Innlagnir vegna alvarlegra sjálfsvígstilrauna voru 251 (4% allra innlagna, 61% konur, 39% karlar, meðalaldur 36 ár ± 14). Tíu prósent lögðust inn oftar en einu sinni og 61% höfðu áður gert alvarlega sjálfsvígstilraun. Inntaka lyfja var algengasta aðferðin (91%) og oftast voru notuð bensódíazepín. Meðferð í öndunarvél þurftu 27% sjúklinga og algengasti fylgikvillinn var lungnabólga. í kjölfarið voru 36% sjúklinga lagðir inn á geðdeild en 80% fengu eftirfylgd innan geðheilbrigðiskerfisins. Algengasta geðgreining var fíkn (43%). Stór hluti sjúklinga voru fráskildir eða einhleypir og atvinnuþátttaka lítil. Þrjú prósent sjúklinga lést af völdum alvarlegra sjálfsvígstilrauna og á 3-7 ára eftirfylgdartímabili lést 21 sjúklingur (10%), flestir fyrir eigin hendi. í aðhvarfsgreiningu höfðu einungis fjöldi inntekinna taflna, APACHE II gildi og fjöldi sjúkdómsgreininga forspárgildi varðandi horfur sjúklinga. Ályktun: Þetta er ungur sjúklingahópur, meirihluti konur, endurteknar alvarlegar sjálfsvígstilraunir eru algengar, félagslegar aðstæður erfiðar og dánartíðni há þrátt fyrir að hátt hlutfall fái eftirfylgd innan geðheilbrigðiskerfisins. Það vekur spurningar um hvort meðferðarúrræði sem í boði eru séu nægjanlega árangursrík. Inngangur Sjálfsvíg og sjálfsvígshegðun eru talin vera alvarlegt lýðheilsuvandamál um heim allan.1 Á Islandi eru sjálfsvfg í tíunda sæti sem dánarorsök allra aldurshópa2 og fjöldi sjálfsvíga er 10-13 tilfelli á hverja 100 þúsund íbúa á ári2'6 sem er svipað og í Noregi en nokkru lægra en í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi, sem hefur haft hæstu tíðni Norðurlandanna.4-5 Sjálfsvígstilraunir eru taldar 3-40 sinnum fleiri en sjálfsvíg1'3' 7 en tilraun til sjálfsvígs er talin vera sá áhættuþáttur sem hefur hvað sterkust tengsl við síðara sjálfsvíg.1-8 Karlar eru taldir í meiri sjálfsvígsáhættu eftir sjálfs- vígstilraun en konur og einnig miðaldra og eldra fólk miðað við yngri einstaklinga.9'10 Árlega koma um 500 manns á bráðadeildir Landspítala vegna sjálfsvígstilrauna eða sjálf- skaða.11 Sjálfsvígstilraun í bókstaflegasta skilningi er verknaður af ásettu ráði þar sem einstaklingur hefur ætlað að stytta sér aldur, en markmiðið ekki náðst. Það geta verið mismunandi ástæður á bak við slíkan verknað, en í öllum tilvikum knýr neyð, uppgjöf, kreppa eða sambærilegt hættuástand fram neyðarkall. Sjálfsvígstilraunum er því stund- um skipt í þrjá flokka: a) raunverulegur ásetning- ur að deyja, b) hróp á hjálp, og c) tilraun til að hafa áhrif á umhverfið eða tilraun til athygli.8-12 Það ber þó ávallt að taka verknaðinn alvarlega og nýta tækifærið til að beita forvörnum gagnvart síðara sjálfsvígi. Ekki hefur verið framkvæmd rannsókn áður hér á landi á þeim hópi sjúklinga sem gerir alvar- legustu tilraunirnar, lifir af og þarfnast innlagnar á gjörgæsludeild. Markmið þessarar rannsóknar var að fá betri upplýsingar um sjúklingahópinn, hvaða meðferð hann hlaut á gjörgæsludeild og hver urðu afdrif einstaklinga innan hans. Að auki var leitað eftir þáttum sem mögulega hefðu for- spárgildi varðandi lifun þeirra. Efniviður og aðferðir Að fengnu leyfi Persónuverndar og Vísinda- siðanefndar var farið yfir allar innlagnir á gjörgæsludeildir Landspítala tímabilið 2000-2004 og safnað upplýsingum um alla þá sjúklinga sem lagðir voru inn vegna sjálfsvígstilraunar. Leitað var upplýsinga úr skrám gjörgæsludeilda varðandi aðdraganda og tegund sjálfsvígstilraunar, helstu meðferð og afdrif einstaklinga. Til mats á líkamlegu ástandi sjúklinga við komu var stuðst við APACHE II stigunarkerfi13 (stig gefin fyrir meðvitund, lífsmörk, fyrri sjúkdóma og niður- stöður blóðrannsókna fyrsta sólarhring eftir innlögn). Upplýsingum var einnig safnað úr skrám LÆKNAblaðið 2010/96 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.