Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 11
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Gísli H. Sigurðsson1’4 svæfinga- og gjörgæslulæknir, Alma D. Möller1 svæfinga- og gjörgæslulæknir Bjarki Kristinsson1 læknir Ólafur Guðlaugsson23 smitsjúkdómalæknir Sigurbergur Kárason1 svæfinga- og gjörgæslulæknir Sigurður E. Sigurðsson5 svæfinga- og gjörgæslulæknir Már Kristjánsson2 smitsjúkdómalæknir Kristinn Sigvaldason1 svæfinga- og gjörgæslulæknir Lykilorð: inflúensa A, lungnabólga, fjöllíffærabilun, dánartíðni, faraldsfræði, gjörgæsla, öndunarvélameðferð, ECMO. ’Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 2smitsjúkdómadeild Landspítala, 3sýkingavarnadeild Landspítala, 4læknadeild Háskóla íslands, 5svæfinga- og gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Gísli H. Sigurðsson, svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. gislihs@landspitali. is Símar: 824 5820, 543 7348 Gjörgæslusjúklingar með inflúensu A (HlNl) á íslandi 2009 Ágrip Tilgangur: Að lýsa helstu einkennum og afdrifum þeirra sem lögðust inn á gjörgæsludeildir á íslandi vegna inflúensusýkingar af A stofni (HlNl) haustið 2009. Aðferðir: Aflað var upplýsinga um sjúklinga sem lögðust inn á gjörgæsludeildir á Islandi með staðfesta HlNl 2009 sýkingu. Niðurstöður: 16 sjúklingar lögðust inn á gjörgæsludeildir vegna inflúensu A (HlNl) sýkingar, meðalaldur 48 ár (1-81). Flestir töldust vera tiltölulega frískir fyrir, en 13 höfðu þó sögu um reykingar, offitu eða háþrýsting. 15 höfðu hita, hósta, öndunarþyngsli og dreifðar íferðir í báðum lungum á lungnamynd og margir fengu fjöllíffærabilun. Allir fengu veirulyf og 12 voru meðhöndlaðir í öndunarvél, þar af tveir einnig í hjarta- og lungnavél. Enginn sjúklingur lést á gjörgæsludeild, en einn fjölveikur aldraður sjúklingur lést síðar á legudeild. Ályktanir: (1) Tíðni alvarlegra sjúkdómseinkenna af völdum inflúensu A (HlNl) sem leiða til gjörgæslumeðferðar er há á íslandi. (2) Þessir sjúklingar fá flestir, auk annarra líffæratruflana, mjög alvarlega öndunarbilun sem oft lætur ekki undan hefðbundinni öndunarvélameðferð. (3) Árangur meðferðar á íslenskum gjörgæsludeildum hefur verið góður. (4) Niðurstöður þessarar rannsóknar geta nýst yfirvöldum við mat á meðferðarmöguleikum og fyrirbyggjandi aðgerð- um gegn þessum lífshættulega sjúkdómi. Inngangur Inflúensuveiran er orthomyxoveira og skiptist í þrjá flokka, A, B og C. Flokkar A og B valda sjúkdómum í mönnum. Inflúensa A er þekkt fyrir það hvað hún á auðvelt með að breyta sér. Það er tvennt sem veldur. Annars vegar ónákvæmni í RNA polymerasanum sem myndar ný stökkbreytt afbrigði veirunnar. Ef það er nægilega frábrugðið til að víkja sér undan ónæmissvari gegn móðurveirum getur það orðið að næsta árstíðabundna faraldursstofni. Þessar breytingar stafa af sameindalegri breytingu í hæmagglútíni (H) og eða neuramídasa (N) sem eru eggjahvítusameindir (væki) á yfirborði veirunnar og flokkun þeirra byggir á. Hins vegar geta genabútar veirunnar (1 til 8) endurraðast. Þá myndast alveg ný veira sem enginn hefur verndandi mótefni gegn og forsenda fyrir heimsfaraldri verður til.1-2 Nýja veiran ber H og/ eða N væki sem ekki hafa verið í dreifingu meðal fólks lengi/ áður. Heimsfaraldur inflúensu hefur geisað fjórum sirtnum á síðastliðnum hundrað árum og í hvert sinn stafað af inflúensuveiru af A flokki.3-4 Spánska veikin (HlNl) 1918 var þeirra skæðust, en hún olli tugum milljóna dauðsfalla. Á íslandi létust tæplega 500 manns á sex vikum sem faraldurinn geisaði og var talið að dánarhlutfall þeirra sem sýktust hafi verið 2,6%.5 Asíuinflúensan árið 1957 (H2N2) og Hong Kong inflúensan árið 1968 (H3N2) ollu vægari faröldrum.5 Það sem einkenndi þessa heimsfaraldra var að ungt fólk umfram aldraða voru fórnarlömbin.61 mars 2009 varð svokallaðrar svínainflúensu fyrst vart í kjölfar faraldurs af alvarlegum lungnasýkingum í Mexíkó7 og í tveimur börnum í Bandaríkjum Norður-Ameríku.8 Þetta er ný inflúensuveira af A flokki sem reynist vera upprunnin í svínum með samruna tveggja veira, en báðar eiga rætur að rekja til veirunnar sem olli spænsku veikinni 1918.9-111 Hún dreifðist skjótt til allra heimsálfa og lýsti WHO yfir heimsfaraldursástandi af stigi sex þann 11. júní 2009. Á íslandi greindist fyrsta tilfellið 23. maí 2009 og voru fyrstu sjúklingarnir lagðir inn á sjúkrahús 23. september sama ár. í byrjun var faraldurinn í hægum gangi og flest tilfellin tengd ferðalögum erlendis. Er leið á ágústmánuð færðist hann í aukana, náði fullum krafti síðustu vikuna í september og hámarki um miðjan október síðastliðinn, en hefur verið í rénun síðan.11 Nokkrar vísindagreinar hafa þegar birst um heimsfaraldurinn, meðal annars frá Mexíkó,12 Ástralíu og Nýja-Sjálandi13 og Kanada.14 í þessum greinum er alvarlegustu tilfellunum lýst, það er þeim sem lögðust inn á gjörgæsludeildir. Niðurstöður rannsóknanna benda til að ungt fólk verði einkum fyrir sýkingunni, flestir LÆKNAblaðið 2010/96 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.