Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 3
Frá vinstri Hrafnhildur Stefánsdóttir, Berglind María Jóhannsdóttir, Ásta Dögg Jónasdóttir og Haukur Heiðar Hauksson. Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL10URNAL iwiw. laeknabladid. is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104-564 4106 Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Jóhannes Björnsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Bryndís Benediktsdóttir Engilbert Sigurðsson Gunnar Guðmundsson Inga S. Þráinsdóttir Tómas Guðbjartsson Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Vel heppnaðir Læknadagar Læknadagar 2010 tókust vel og var metþátttaka að sögn skipuleggjenda. Voru flestir á einu máli um að fjölbreytni einkenndi dagskrána og í samtölum Læknablaðsins við gesti kom skýrt fram að mikilvægi Læknadaga hefur sjaldan verið meira á tímum niðurskurðar og aðhalds. Unglæknar notuðu óspart tækifærið til fræðslu og skemmtunar og var þessi mynd tekin af fríðum hópi deildarlækna. Læknadögum lauk með vel heppnaðri árshátíð Læknafélags Reykjavíkur sem unglæknar stýrðu. Þeir sendu yfirstjórn Landspítalans og eldri félögum óspart tóninn í skemmtiefni sínu. LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS Auglýsingastjóri og ritari Dögg Árnadóttir dogg@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1700 Áskrift 9.500,- m. vsk. Lausasala 950,- m. vsk. TÍRA: Horfðu í Ijósið heillin mín en ekki í skuggann þarna. Þessi forvitnilega romsa er heiti Ijósmyndaseríu sem telur 22 myndir alls og hefur hver þeirra sitt nafn. Sú sem er á forsíðu Laeknablaðsins kallast Hvirfilbylur og er verkið rétt eins og öll hin 80 x 80 cm að stærð og frá árinu 2009. Höfundur er Bjargey Ólafsdóttir (f. 1972) sem hefur undanfarin ár sýnt jöfnum höndum kvikmyndaverk, Ijósmyndir og teikningar. Heiti seríunnar og undirtitlar verkanna gefa til kynna að Bjargey sé að vísa í gamlar þulur, þjóðsögur eða ævintýri. Manni kemur allavega til hugar einhvers konar frásögn. Myndirnar sjálfar styðja þessa hugmynd aðeins að takmörkuðu leyti, því þar er ekki að finna rökrétta framvindu eða dæmigerðar sögupersónur. í aðalhlutverkum eru litaðar slæður, teikningar, hús og ýmsir hlutir sem vísa í einhvers konar tilfinningu eða ástand án þess að hægt sé að njörfa niður hvað sé á seyði. Þá beitir listakonan ýmsum aðferðum í Ijósmyndatækni til að brjóta upp myndirnar með leik að uppbyggingu, speglun, birtu og fókus. Fyrir vikið verða verkin óræð og stundum algjörlega abstrakt en öll hafa mjög sérstaka sjónræna útgeislun, þau eru litrík og full af leikgleði. Hvirfilbylurinn sýnir mislitar efnisdulur á þeytingi, Ijósgjafa og skugga sem stafa af óþekktum uppruna og það er erfitt að greina á milli þess hvort fyrirmyndin eða myndavélin ræður ferðinni. Forgrunni og bakgrunnur blandast í eitt og ómögulegt að átta sig á því hvað snýr upp og hvað niður. Bjargey segir svo frá að hún hafi tekið sér tímabundið hlé frá hversdeginum og einangrað sig úti í sveit eitt sumarið. Þar leitaði hún inn á við, skráði draumfarir sínar, hugleiddi andleg mál, hið yfirnáttúrulega og eðli fegurðar. Samtímis ástundaði hún Ijósmyndun og aðra listsköpun og Ijósmyndaserían TÍRA varð að veruleika. Bjargey lærði Ijósmyndun í Helsinki og kvikmyndagerð í Amsterdam. Hún hefur sýnt mjög víða um lönd og verið kennd við nokkur alþjóleg verðlaun. Á síðasta ári sýndi hún TÍRU í Ijósmyndasafni Reykjavíkur en hún var einnig með sýningu á teikningum í Listasafni ASÍ sem kallaðist Stungið af til Suður-Ameríku. Bjargey er búsett í Reykjavík en dvelur reglulega langdvölum í listamannabústöðum úti á landi og um allan heim þar sem hún vinnur að verkum sínum. Markús Þór Andrésson Prentun, bókband og pökkun Oddi Umhverfisvottuð prentsmiðja Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né I heild án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Ubrary of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2010/96 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.