Læknablaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 13
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKNIR
á sjúkrahús. Meðalaldur sjúklinganna var 47,5
ár (1-81) en flestir sjúklinganna voru á aldrinum
30-60 ára (mynd 2). Á þessu tímabili lögðust 170
sjúklingar inn á sjúkrahús á íslandi með einkenni
um svínaflensu, þar af helmingur með staðfesta
inflúensu A (HlNl). Sjúklingar með staðfesta
inflúensu og sem þurftu gjörgæslumeðferðar
við voru því um 20% af sjúklingum sem lögðust
inn með staðfesta inflúensu, eða 10% af öllum
innlögnunum vegna inflúensu, sem er svipað
hlutfall og lýst hefur verið erlendis.12'13 Alls hafa
8650 einstaklingar með inflúensulík einkenni eða
jákvætt RT-PCR leitað til heilbrigðisþjónustunnar
á þessu tímabili, en talið að um 60-100 þúsund
tilfelli sýkingarinnar hafi verið á landinu öllu.16
Flestir sem lögðust á gjörgæsludeildir töldust
vera frískir fyrir þessi veikindi en 81% voru með
undirliggjandi áhættuþætti. Reykingar, offita og
háþrýstingur voru mest áberandi (tafla II). Engin
ófrísk kona var meðal sjúklinganna.
Allir nema einn (15/16) voru með einkenni
hita, hósta og öndunarþyngsla og útbreidda
lungnabólgu á röntgenmynd af lungum, en einn
sjúklingur var lagður inn í kjölfar krampa (mynd
3). Áberandi einkenni var mikið og seigt slím í
berkjum, einkum er leið á veikindin. Meirihluti
sjúklinga (11 af 16) þurfti meðferð vegna losts og
fjórir fengu bráða nýrnabilun eða önnur einkenni
um fjöllíffærabilun (tafla III). Algengt var að
sjá brenglun á blóðmynd sjúklinga við innlögn.
Kreatínkínasi var mældur hjá sjö sjúklingum og
reyndist hækkaður hjá þeim öllum (125-2900
U/L).
Allir sjúklingarnir fengu oseltamivir eða
zanamivir frá komu (tafla IV). Reynd var meðferð
með ytri öndunarvél (BiPAP (Bi-level Positive
Airway Pressure), Respironics©) hjá fjórum
sjúklingum, en hún reyndist ófullnægjandi hjá
þremur þeirra og voru þeir í framhaldinu svæfðir
og lagðir í öndunarvél. Alls voru 12 sjúklingar
meðhöndlaðir í öndunarvél. Margir sjúklinganna
voru með svo alvarlegar lungnabreytingar að
þéttni lungna á röntgenmynd eða ómun af
lungum var sambærileg og á lifur (mynd 3). Þrír
voru meðhöndlaðir í grúfulegu í öndunarvél, einn
með níturoxíð innöndun (nitric oxide) og tveir í
hjarta- og lungnavél (extra corporeal membrane
oxygenation; ECMO) (tafla IV). Einn sjúklingur
fékk krampa án þess að vera með fyrri sögu um
flogaveiki.
Meðal APACHE II skor sjúklinganna var 20
sem sýnir að þeir voru mjög veikir (tafla I) og
samkvæmt því með áætlaða dánartíðni um 35%.
Enginn sjúklingur lést á gjörgæsludeild, en einn
fjölveikur sjúklingur á níræðisaldri lést af völdum
alvarlegs grunnsjúkdóms á legudeild eftir útskrift
Tafla I. Upplýsingar um sjúklinga og tímaþættir i veikindum þeirra. Gildi eru ýmist gefin
upp sem meðaltal (±staðalfrávik) eða miðgildi (ásamt hæsta og iægsta gildi). Fyrir sjúkling
sem var enn inniliggjandi 12. janúar 2010 var heildarlegutimi hans reiknaður frá innlögn til
þess dags.
Upplýsingar um sjúklinga og legutími gildi
Fjöldi sjúklinga 16
karlar 12(75%)
Meðalaldur (miðgildi) 48 (1-81)
Likamsþyngdarstuðull (meðaltal) 31,3 ±6,48
APACHE II* 20 ,0 ± 10,8
SAPS II** 33,9 ± 22,4
Dagar frá upphafi einkenna að innlögn á sjúkrahús 3,5(0-11)
Dagar frá innlögn á sjúkrahús að innlögn á gjörgæslu 1 (0-6)
Legudagar á gjörgæslu 9,5 (1-57)
Heildarlegutími á sjúkrahúsi 15,5(3-72)
* APACHE II = Acute Physiology and Chronic Health Evaluation II
** SAPS II = Simplified Acute Physiology Score II
Tafla II. Undirliggjandi sjúkdómar og aðrir áhættuþættir.
Áhættuþættir n %
Saga um reykingar 9 56%
Offita (s30 BMI) 8 50%
Háþrýstingur 7 44%
Geðlyf 6 38%
Hjartasjúkdómar 3 19%
Langvarandi lungnasjúkdómar 3 19%
Sykursýki 2 13%
Engir undirliggjandi sjúkdómar 3 19%
Tafla III. Fylgikvillar.
Fylgikvillar n (%)
SOFA* skor 6,9 ±3,3
Bráður nýrnaskaði skv RIFLE** skilmerkjum 4 (25%)
Áhætta (Risk) 1 (6,25%)
Skaði (Injury) 0
Bilun (Failure) 1 (6,25%)
Tap (Loss) 2 (12,5%)
Lost 11 (69%)
Síðkomin lungnabólga 3(19%)
Blóðmynd
Lækkun á blóðflögum(<150 x 109/L) 8 (50%)
Lækkun á eitilfrumum(<1,1 x 109/L ) 13(81%)
*SOFA = Sequential Organ Failure Assessment score.
*‘RIFLE = Risk, Injury, Failure, Loss, and End-stage Kidney (RIFLE)
classification.
frá gjörgæsludeild. Þegar þetta er skrifað eru
allir sjúklingamir útskrifaðir af sjúkrahúsinu.
Sá sem lá lengst var í sjö vikur á gjörgæsludeild,
þar af fjórar vikur í ECMO-meðferð og 12 vikur á
sjúkrahúsinu.
LÆKNAblaðið 2010/96 85