Læknablaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 21
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKN
Fósturhjartaómskoðanir
á íslandi 2003-2007;
ábendingar og útkoma
Sigurveig
Þórisdóttir
læknanemi1
Hildur
Harðardóttir
fæðinga- og
kvensjúkdómalæknir’2
Hulda
Hjartardóttir
fæðinga- og
kvensjúkdómalæknir2
Gylfi
Óskarsson
barnahjartalæknir1'3
Hróðmar
Heigason
barnahjartalæknir3
Gunnlaugur
Sigfússon
barnahjartalæknir1-3
Lykilorð: fósturhjartaómskoðun,
ábendingar, meðfæddir
hjartagallar.
’Læknadeild HÍ,
2kvennasviði, 3Barnaspítala
Hringsins, Landspítala
Hringbraut.
Fyrirspurnir og bréfaskipti:
Hildur Harðardóttir,
kvennasviði Landspítala
Hringbraut, 101 Reykjavík.
hhard@landspitali. is
Ágrip
Inngangur: í þessari rannsókn voru skoðaðar
ábendingar og útkoma fósturhjartaómskoðana
og hvaða ábendingum fylgja mestar líkur á
hjartagalla.
Efniviður og aðferðir: Farið var yfir ábendingar
og útkomu fósturhjartaómana sem gerðar
voru á árunum 2003-2007 og hjartagallar sem
greindust skráðir. Meðgöngulengd við greiningu,
hnakkaþykkt fósturs við 12 vikur, afdrif þungunar,
niðurstöður krufninga og greining bams eftir
fæðingu fengust úr sjúkraskýrslum.
Niðurstöður: Alls voru framkvæmdar 1187
fósturhjartaómskoðanir og greindist hjartagalli í
73 fóstrum. Algengasta ábendingin var fjölskyldu-
saga um hjartagalla (631/1187;53,2%) sem
leiddi til greiningar 18 hjartagalla í fósturlífi
(18/631;2,9%). Næstalgengasta ábendingin var
aukin hnakkaþykkt (159/1187;13,4%) og voru
16 hjartagallar greindir (16/159;10,1%). Þrjátíu
konur (30/1187;2,5%) fóru í fósturhjartaómun
vegna óeðlilegrar fjögurra hólfa sýnar sem leiddi
til greiningar 22 (22/30;73,3%) hjartagalla sem
kröfðust inngrips á nýburaskeiði eða höfðu
slæmar horfur. Aðrar ábendingar leiddu til
greiningar á minniháttar hjartagöllum.
Ályktanir: Óeðlileg fjögurra hólfa sýn er
mikilvægasti forspárþátturinn fyrir greiningu
hjartagalla í fósturlífi. Sú ábending var aðeins 2,5%
af heildarfjölda fósturhjartaómana á tímabilinu en
leiddi til greiningar 30% allra hjartagalla og voru
allir meiriháttar.
Inngangur
Meðfæddir hjartagallar eru algengastir allra
fæðingargalla og valda flestum dauðsföllum.1 Á
árunum 1990-1999 greindust 740 börn eða 1,7%
lifandi fæddra bama á íslandi með hjartagalla.2
Nýgengi meðfæddra hjartagalla virðist því vera
hærra hér en erlendis þar sem talið er að um 1%
lifandi fæddra barna hafi hjartagalla.2-4 Stafar
þetta af auknum fjölda minniháttar hjartagalla en
nýgengi alvarlegra hjartagalla er í samræmi við
erlendar rannsóknir.2 Um þriðjungur meðfæddra
hjartagalla á íslandi er meiriháttar og þarfnast
meðferðar fljótlega eftir fæðingu.2 Almennt er
talið að helmingur meðfæddra hjartagalla séu
meiriháttar. Mikilvægt er að greina alvarlega
hjartagalla fyrir fæðingu þar sem sýnt hefur verið
fram á að þá eru horfur barna betri eftir fæðingu
samanborið við böm sem fæðast með ógreindan
hjartagalla.5,6
Öllum konum er boðin ómskoðim með tilliti
til byggingargalla fósturs um miðja meðgöngu.
Þá er svokölluð fjögurra hólfa sýn notuð til að
meta hvort fjögur hólf hjartans séu til staðar og
hvort eðlileg skil séu á milli hólfa og að samræmi
sé milli stærðar slegla annars vegar og gátta hins
vegar. Rannsóknir á næmi fjögurra hólfa sýnar til
að greina byggingargalla í hjarta hafa gefið mjög
mismunandi niðurstöður eða á bilinu 15-80%.7'9
Fósturhjartaómskoðun hefur reynst vera áreiðan-
legt tæki til greiningar á hjartagöllum á fóstur-
skeiði og gerir kleift að greina fleiri hjartagalla en
áður.10 Þó greinast flestir meðfæddir hjartagallar
eftir fæðingu.2'n-12
Engar íslenskar rannsóknir hafa verið gerðar
á því hvaða ábendingar fyrir fósturhjartaóm-
skoðunum leiða til flestra greininga hjartagalla á
fósturskeiði. í þessari rannsókn verða skoðaðar
algengar ábendingar fyrir fósturhjartaómskoðun
og lagt mat á hverjum fylgja mestar líkur á hjarta-
galla. Þær upplýsingar eru gagnlegar við mat á
því hvaða einstaklingum á öðrum fremur að vísa
áfram til fósturhjartaómskoðunar.
Efniviður og aðferðir
Farið var yfir niðurstöður fósturhjartaómana
sem framkvæmdar voru á árunum 2003-2007.
í þeim tilfellum þar sem hjartagalli fannst voru
ábending og niðurstaða rannsóknarinnar skráðar.
Ábendingum var skipt í áhættuþætti í fjölskyldu,
áhættuþætti móður og áhættuþætti fósturs (tafla 1
og skífurit).13
Upplýsingum um meðgöngulengd við grein-
ingu og hnakkaþykkt fósturs við 12 vikna
skoðun var aflað úr skrám fósturgreiningardeildar
LÆKNAblaðið 2010/96 93