Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 50
Læknir og spilamaður Hann segist ekki hafa verið nema 4-5 ára gamall þegar hann lýsti því yfir að hann ætlaði að verða „laeknir og spilamaður" eins og pabbi. Það er ekki oft sem svo snemmborin fyrirheit rætast en Haukur Heiðar Hauksson stóð við sitt; hann útskrifaðist úr læknadeild HÍ vorið 2008 og hafði þá verið aðalsöngvari, gítarleikari og píanóleikari hljómsveitarinnar Diktu í 9 ár. Pabbinn er Haukur Heiðarlngólfsson, heimilislæknir og píanóleikari, kannski þekktastur fyrir að spila um áratugaskeið með Ómari Ragnarssyni á skemmtunum um land allt og á fjölda hljómplatna. Dikta er ein af vinsælustu popphljómsveitum landsins og hefur gefið út þrjár plötur á ferlinum. Hin fyrsta kom út 2002 og var að sögn Hauks Heiðars, „andvana fædd"; hún þótti dæmigert byrjendaverk en hljómsveitarmeðlimir létu dræmar mótttökur lítið á sig fá og héldu áfram sínu striki með æfingum, tónsmíðum og tónleikahaldi. „Við þekktumst allir úr grunnskóla en þeir voru þrír úr Garðabænum sem stofnuðu hljómsveitina og fengu mig síðan til að koma í bandið sem söngvara árið 1999. Ég hafði verið í annarri hljómsveit sem kallaði sig Plug svo þeir vissu að ég gæti eitthvað sungið. Við komumst svo í úrslit í Músíktilraunum árið 2000 en vorum næstum því reknir úr keppninni því það kom í ljós að eitt lagið okkar hafði verið hljóðritað á tónleikum í Keflavík og gefið út á diski. Reglur keppninnar eru að ekkert laganna má hafa komið út opinberlega. Við sluppum þó með skrekkinn en vorum í hálfgerðum vandræðum því við höfðum bara samið þrjú lög og það var bagalegt að mega ekki spila eitt þeirra. Þessi árangur jók sjálfstraustið svo við fórum að huga að plötuútgáfu. Fyrsta platan kom út korter í jól 2002 og það er eitt hrikalegasta haust sem ég hef upplifað. Ég var að taka klásusprófin inn í læknadeildina á sama tíma og við vorum að taka upp plötuna og þó ég hefði sagt við strákana að þeir yrðu að klára þetta án m£n þá gat ég ekki látið vera að hafa puttana í þessu. En þetta gekk allt saman upp, ég komst inn í læknisfræðina og platan kom út." Hávar Sigurjónsson Slógu í gegn Eins og áður sagði fékk fyrsta platan dræmar móttökur en þótti þó lofa góðu á ýmsan hátt. „Við tókum þetta ekkert sérstaklega nærri okkur. Við höfðum svo gaman af því að spila saman að okkur datt ekki í hug að láta þetta hafa áhrif. Við gáfum okkur reyndar góðan tíma fyrir næstu plötu enda vorum við allir í námi og urðum að skipuleggja tímann eftir því. Okkur fór reyndar gríðarlega mikið fram sem tónsmiðum og hljóðfæraleikurum og söngurinn hjá mér gerbreyttist. Ég veit reyndar ekki hvað gerðist nákvæmlega en einhvern veginn náði ég betri tökum á röddinni og fann mig betur í söngnum." Önnur platan, sem var á ensku, hét Hunting for Happiness og vakti gríðarlega hrifningu. Hauki Heiðari var hrósað í hástert fyrir frábæran söng og lögin þóttu hvert öðru betra. Hann segir að þeir hafi líka fengið einn af þekktari upptökustjórum poppheimsins til að taka upp plötuna og það hafi skipt sköpum. Hljómsveitin hafði einfaldlega slegið í gegn. Platan seldist í nokkrum þúsundum eintaka hér heima og fékk einnig ágæta dreifingu erlendis. I kjölfarið fylgdu tónleikaferðir til Evrópu en þó var það minna en búast mátti við þar sem tími hljómsveitarinnar var takmarkaður og ýmislegt annað sem kallaði á. „Við höfum í rauninni farið okkur mjög hægt og gert þetta á okkar hraða frekar en farið að kröfum markaðarins. Eflaust hefðu hlutirnir gerst hraðar ef við hefðum bara verið í spilamennskunni en þetta hentaði okkur ágætlega." Agætt dæmi um hvernig hlutir æxluðust var að þegar búið var að skipuleggja tónleikaferð til Bandaríkjanna í apríl 2009 með ærnum tilfæringum var ferðinni aflýst vegna þess að enginn meðlimur bandsins átti heimangengt. „Það voru barneignir og próf hjá strákunum en ég var búinn að hafa fyrir því að fá mánaðarfrí frá kandídatsárinu mínu svo ég ákvað að fara bara einn, gera úr þessu sólótúr. Það var mjög gaman og mikil reynsla að sitja einn með gítarinn á tólf tónleikum. A tónleikum í New York var kona sem hafði keyrt alla leið frá Boston til að heyra mig spila. Hún keypti alla diskana sem ég var með og sagðist ætla að gefa þá til að vekja athygli á okkur. Það er svolítið gaman að því að margir sem hafa heyrt tónlistina okkar á netinu og koma á tónleikana finnst þeir eiga svolítið í okkur; hafa uppgötvað okkur og vilja endilega breiða út boðskapinn. Þetta skapar ákveðna stemmningu." Það er rétt að segja frá því að á MySpace síðu Diktu 122 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.