Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 42
FRÆÐIGREINAR TILFELLI MÁNAÐARINS Svar við tilfelli mánaðarins Case of the Month: Facial subcutaneous emphysema Fyrirspurnir og bréfaskipti: Sverrir I. Gunnarsson sverrirgunnarsson iSgmail.com Greiningin í þessu tilfelli er húðnetjuþemba (subcutaneous emphysema), en það er frítt loft undir húð sem myndast oftast á brjóstkassa og í andliti. Húðnetjuþemba er nokkuð algengt fyrirbæri og sést í einhverjum mæli hjá allt að þriðjungi sjúklinga með rifbrot.1 í þessu tilfelli barst loft undir húð frá brjóstkassa upp á andlit. Loft getur einnig borist niður eftir líkamanum að grindarbotni og kynfærum, en sjaldnar á neðri útlimi. I svæsnum tilfellum getur húðnetjuþemba verið dreifð um nánast allan líkamann og er slíkum sjúklingum stundum líkt við Michelin- manninn úr frægri dekkjaauglýsingu. Klínísk greining á húðnetjuþembu er yfirleitt einföld og þegar þreifað er á húðinni má greina einkennandi brak (crepitus), sem líkist marri í snjó.2 Orsakir húðnetjuþembu eru fjölmargar en tengjast yfirleitt áverkum þar sem loftbrjóst eða loftmiðmæti eru jafnframt til staðar.3 Auk þess getur loft borist undir húð eftir brjóstholsskurðaðgerðir eða við rof á barka.4 í ofangreindu tilfelli er líklegast að rif hafi stungist inn í lungað eftir áverka sem maðurinn hafði hlotið nokkrum dögum áður. Við slíkar aðstæður berst loftið fyrst út í fleiðruholið þar sem það veldur samfalli á lunganu (loftbrjósti). Ef lungað er vaxið fast við brjóstvegginn getur loftið klofið sig eftir miðmætinu og þaðan undir húð á hálsi.5'6 Einkenni húðnetjuþembu eru oftast væg og loftið veldur sjaldan teljandi verkjum. Undirliggjandi áverki getur þó verið sársaukafullur (til dæmis rifbrot). Önnur algeng einkenni eru kyngingarörðugleikar, verkur í hálsi, öndunar- örðugleikar og truflanir á sjón vegna bólginna augnloka.7 Greining er yfirleitt augljós en helstu mis- munagreiningar eru bráðaofnæmislost, efri-hol- æðarheilkenni (superior vena cava syndrome) og holdfúi (gas gangrene) vegna clostridiumsýkingar. Greiningin er staðfest með hefðbundinni röntgen- mynd (mynd 2) þar sem loft undir húð sést greinilega, auk loftbrjósts í flestum tilvikum. Tölvusneiðmyndir geta einnig verið hjálplegar (mynd 3).8 Meðferð húðnetjuþembu beinist að undir- liggjandi orsök sem jafnframt ræður batahorfum. Hægt er að stinga á húðinni og tæma út loft en slíkt er oftast óþarft og getur aukið sýkingarhættu. Ef loftbrjóst er til staðar er komið fyrir brjóstholskera. Það var gert í þessu tilfelli og gekk þá húð- netjuþemban til baka á fjórum dögum (mynd 4), en vegna loftleka frá lunga tafðist útskrift um nokkra daga. Þakkir fá Martin Ingi Sigurðsson kandídat og Tryggvi Þorgeirsson læknir fyrir yfirlestur og ábendingar. Myndir eru birtar með skriflegu leyfi sjúklings. Heimildir 1. Schnyder P, Wintermark M. Radiology of blunt trauma of the chest. Springer, Berlin, New York 2000. 2. Peart O. Subcutaneous emphysema. Radiol Technol 2006; 77: 296. 3. Hafberg E, Guðmundsson G, Guðbjartsson T. Sjáifsprottið loftmiðmæti eftir iðkun jóga - sjúkratilfelli. Læknablaðið 2009; 95: 279-81. 4. Pearson FG. Thoracic surgery. 2nd ed.: Churchill Livingstone, New York 2002. 5. Maunder RJ, Pierson DJ, Hudson LD. Subcutaneous and mediastinal emphysema. Pathophysiology, diagnosis, and management. Arch Int Med 1984; 144:1447-53. 6. Findlay CA, Morrissey S, Paton JY. Subcutaneous emphysema secondary to foreign-body aspiration. Pediatr Puimonol 2003; 36:81-2. 7. Parker GS, Mosborg DA, Foley RW, Stiernberg CM. Spontaneous cervical and mediastinal emphysema. Laryngoscope 1990; 100: 938-40. 8. Wicky S, Wintermark M, Schnyder P, Capasso P, Denys A. Imaging of blunt chest trauma. Eur Radiol 2000; 10:1524-38. Mynd 3. Mynd 4. 1 1 4 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.