Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2011, Qupperneq 7

Læknablaðið - 15.03.2011, Qupperneq 7
RITSTJÓRNARGREIN Alexander Kr. Smárason alexanders@fsa.is Höfundur er fæðingalæknir á kvennadeild Sjúkrahússins á Akureyri og dósent við heilbrigðisvísindastofnun Háskólans á Akureyri. Protect maternity services in lceland Obstetrician at the Department of Obstetrics, Akureyri Hospital and senior lecturer at the Institution of Health Science Research, University of Akureyri Stöndum vörð um b arneignaþ j ónustu Á síðustu Læknadögum var haldið málþingið: „Hvernig verður þjónustan við fæðandi konur á íslandi í framtíðinni"? Fjallað var um breytingar á fæðingaþjónustu á síðustu áratugum og framtíðina í ljósi þróunar og krafna um sparnað í heilbrigðiskerfinu. Ný skýrsla Ljósmæðrafélagsins1 var kynnt, en í henni er yfirlit yfir grunnþætti bameigna- þjónustunnar; meðgönguvemd, fæðingahjálp og sængurlegu í heilbrigðisumdæmum landsins, og spáð í framtíðina. Gildi meðgönguverndar fyrir allar konur er óumdeilanlegt og heimaþjónusta ljósmæðra í sængurlegu hefur reynst vel. Skýrslan er mikilvægt innlegg fyrir ákvarðanatöku um úrbætur í framtíð. í nýjustu skýrslu frá Fæðingaskráningunni2 kemur fram að árið 2009 fæddust 5015 börn. Flest- ar fæðingar þar á undan voru 1960 en þá fæddust 4979 börn. Á þessum 50 ámm hefur frjósemi fallið úr 4,2 í 2,1 böm á konu. Burðarmálsdauði sem er nú aðeins 1/8 af því sem hann var, eða þrjú dáin börn af 1000 fæddum (2006-2010, >28 vikur), hefur aldrei verið lægri og ber vitni um góða heilbrigðisþjónustu. Á ámnum 1972 til 2009 fækkaði fæðingastöðum úr 25 í átta en fæðingum á Landspítala fjölgaði úr 1476 í 3500. Fyrir utan suðvesturhornið og Akureyri (446) stóðu eftir útverðirnir á ísafirði (54), í Neskaupsstað (82) og Vestmannaeyjum (40) með opnar skurðstofur og síðan voru ljósmæðrafæðingar á Sauðárkróki (15) og Höfn (4). Heimafæðingar sem höfðu nær lagst af um 1990, voru 86, álíka margar og fyrir 40 ámm. Merkur áfangi náðist árið 2007 þegar landlækn- ir gaf út leiðbeiningar um val á fæðingarstað.3 Þar em skilgreind þjónustustig og hvað eigi að vera til staðar miðað við áhættuþætti bamshafandi konu. í samræmi við leiðbeiningarnar er allnokkrum konum nú ráðlagt að fæða á Akureyri eða í Reykjavík þar sem eru barna- og fæðingalæknar. Ákvarðanir um lækkað þjónustustig vegna spamaðar, eins og lokun skurðstofu á Selfossi og í Keflavík á síðasta ári, verða að vera faglegar og út frá landfræðilegum aðstæðum eins og vetrarveðrum á Hellisheiðinni. Ef þjónusta verður einnig skert á útvarðarstöðunum mun það valda miklu óöryggi þungaðra kvenna á stórum landsvæðum og enn fleiri en áður yrðu að fara að heiman frá fjölskyldum sínum þegar líður að fæðingu. Slíkt mundi eflaust leiða til enn meiri röskunar á búsetu í landinu. Það er því mjög mikilvægt að halda áfram fæðingum á þessum stöðum en til þess þarf fjármagn og fagfólk. Þarna sinna ljósmæður ásamt skurðlæknum fæðingahjálp en búast má við að með aukinni sérhæfingu verði enn erfiðara að fá þá til að sinna fæðingahjálp. Æskilegast væri að fæðingalæknum fjölgaði svo að þeir væru tiltækir á öllum fæðingastöðum. í leiðbeiningum landlæknis er lögð áhersla á upplýst val tilvonandi móður. Til þess verður hún að þekkja þjónustustigið en ekki síður þarf hún upplýsingar um útkomu fæðinga á viðkomandi stað, til dæmis hverjar líkurnar eru á að frumbyrja sem er að eignast sitt fyrsta bam og er í sjálfkrafa sótt fæði eðlilega. Fagrýni á fæðingum eins og sjá má í skýrslu fæðingaskráningarinnar ætti að vera hjálpleg við þessa ákvarðanatöku. Virk fagrýni er einnig nauðsyn með fjölgandi heimafæðingum. Lögð er áhersla á að fæðingastaður eigi greiðan aðgang að öðrum fæðingastað á viðeigandi hærra þjónustustigi og til þess þarf sjúkraflutninga. Þegar vegalengdir eru miklar verður oft að nota flugvélar í stað sjúkrabifreiða sem annars eru alltaf fyrsti kostur. Vegna faglegra og landfræðilegra aðstæðna er sjúkraflug rekið frá Akureyri. Árlega eru um 25 flug með þungaðar konur, oftast vegna þess að talið er að yfirvofandi sé fyrirburafæðing og 12-15 vegna veikra nýbura (1/5 frá Grænlandi). Hvort tveggja kallar á flókna ákvarðanatöku og skipulagningu. Við sem stöndum að sjúkraflugi frá Akureyri erum stolt af leiðbeiningum sem sérfræðingar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og Landspítala sömdu og birtu árið 20064 og teljum að þær hafi stuðlað að markvissari sjúkra- flutningum. Til þess að flutningstími sé sem stystur er lífsnauðsynlegt að flugvöllurinn í Reykjavík verði áfram sem næst sjúkrahúsi allra landsmanna. Heimildir 1. Bameignarþjónusta á íslandi 2010 - uppbygging og ftam- tíðarsýn á breytingatímum. Ljósmæðrafélag íslands 2010. 2. Skýrsla frá fæðingaskráningunni fyrir árið 2009. Ritstj: Bjamadóttir RI, Garðarsdóttir G, Smárason AK, Pálsson G. Kvennasvið og bamasvið, Landspítala 2010. 3. Leiðbeiningar um val á fæðingarstað. Landlæknisembættið 2007. 4. Verklagsleiðbeiningar um flutning þungaðra kvenna og nýbura / ungra bama með sjúkraflugi. www.sjukraflug.is. LÆKNAblaðið 2011/97 139
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.