Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 12
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Nygengi 7 -i 1970-74 1975-79 1980-84 1985-89 1990-94 1995-99 2000-04 2005-09 Tímabil Mynd 1. Aldursstaðlað nýgengi eistnakrabbameins á hverja 100.000 karla á íslandi áfimm ára tímabilum frá 1970 til 2009. Upplýsingar um tímabilið 1970-1999 erufengnar úr heimild nr. 9, en tímabil pessarar rannsóknar er merkt með svörtum lit. með skurðaðgerð og eru það oftast meinvörp í aftanskinueitlum. Lífshorfur sjúklinga með eistnakrabbamein hafa batnað verulega síðustu áratugi.9 Er það helst að þakka fjöllyfjameðferð með cisplatínum en hér á landi var byrjað að nota slíka meðferð tiltölulega snemma eftir uppgötvun þeirra, eða í lok áttunda áratugarins.9-10 Samkvæmt erlendum rannsóknum má nú gera ráð fyrir lækningu næstum allra sem greinast með staðbundið eistnakrabbamein og hjá rúmlega 90% sjúklinga með útbreitt eistnakrabbamein.11 Gerðar hafa verið nokkrar klínískar rannsóknir á eistnakrabbameini hér á landi. í Læknablaðinu hafa birst rannsóknir á SFK12 og E-SFK13 tilfellum sem greindust á tímabilinu frá 1970 til 1990. Einnig hefur birst ítarleg úttekt erlendis á vefjagerð þessara æxla10 og lífshorfum karla sem greindust 1970-2002.9 Engin þessara rannsókna hefur náð til tilfella sem greinst hafa eftir 2002, en margt bendir til þess að vitund og þekking almennings hafi aukist vegna meiri umræðu um sjúkdóminn. Spurningin er síðan hvort þetta hafi leitt til þess að karlar greinist fyrr með eistnakrabbamein og hvort lífshorfur þeirra hafi vænkast enn frekar. Markmið þessarar rannsóknar var því að rannsaka karla sem greindust hér á landi á tíma- Fjöidi sjúklinga Mynd 2. Aldursdreifing sjúklinga með eistnakrabbmein á íslandi 2000-2009. Sáðfrumukrabbamein og ekki-sáðfrumukrabbamein eru sýnd hvort um sig og saman. bilinu 2000-2009 með sérstakri áherslu á nýgengi, stigun og lífshorfur og bera saman við niðurstöður eldri rannsókna. Efniviður og aðferðir Rannsóknin er afturskyggn og nær til allra íslenskra karla sem greindust með eistna- krabbamein á Islandi frá 1. janúar 2000 til 31. desember 2009. Flokkunarkerfi Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar fyrir illkynja æxli í eistum var haft til hliðsjónar við vefjafræðilega flokkun æxlanna (ICD-10, C62). Alls greindust 102 æxli í eistum á þessu tímabili og voru 97 þeirra upprunnin í kímfrumum eistans en fimm voru eitilkrabbamein (lymphoma) og voru þau tilfelli útilokuð frá rannsókninni. Blönduð æxli af SFK og E-SFK voru flokkuð sem E-SFK. Sjúklingar voru fundnir með leit í tveimur aðskildum skrám, í gagnagrunni Rannsóknarstofu Landspítala í meinafræði og í Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands.2 Reiknað var út aldursstaðlað nýgengi á rannsóknartímabilinu, en upplýsingar um mannfjölda fengust frá Hagstofu íslands. Klínískar upplýsingar fengust úr sjúkraskrám, meinafræðisvörum og rafrænu sögukerfi Landspítala. Einnig fengust upplýsingar úr sjúkraskrám sjúkrahúsanna á Akureyri, Akra- nesi og Heilbrigðisstofnun Suðumesja. Skráðar voru tæplega 40 breytur í tölvuforritið Excel, meðal annars með hvaða hætti sjúklingar greindust, helstu einkenni og hversu langur tími leið frá því fyrstu einkenni gerðu vart við sig uns greining var gerð. Einnig voru skráðar mælingar á æxlisvísum, vefjagerð æxlis, stærð, staðsetning, meinvörp og vöxtur í æðar. Upplýsingum var safnað saman og þær skoðaðar með aðstoð tölvuforritsins Excel. Sjúklingar voru síðan stigaðir samkvæmt kerfi Boden- Gibb14 en það hefur verið notað lengst af hér á landi og auðveldar því samanburð við eldri rannsóknir. Sjúklingar voru einnig stigaðir með TNM-stigunarkerfinu (TNM: tumor, nodes, metastases: æxli, eitlar, meinvörp) en þær upplýsingar eru ekki gefnar upp. Rannsóknartímabilinu var skipt í tvö fimm ára tímabil og þau borin saman. Einnig vora niðurstöður bornar saman við eldri rannsóknir á eistnakrabbameini á íslandi sem áður hafa birst í Læknablaðinu og taka til tilfella sem greindust á árunum 1970 til 1999.9-10 Ómskoðun af eistanu var framkvæmd hjá öllum sjúklingum nema einum. Fyrir og eftir aðgerð var einnig gerð lungnamynd og tölvusneiðmyndir af kviðar- og brjóstholi. Einnig voru mældir æxlisvísar (AFP og fl-hCG), í flestum tilvikum fyrir og eftir aðgerð. I þessari rannsókn 144 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.