Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2011, Síða 22

Læknablaðið - 15.03.2011, Síða 22
FRÆÐIGREINAR Y F I R L I T sjaldgæfir fylgikvillar og því undantekning ef taka þarf blóðræktun hjá börnum með bráða berkjungabólgu.43 Meðferð Meðferð við bráðri berkjungabólgu er fyrst og fremst stuðningsmeðferð vegna þeirra einkenna sembarnið hefur og lyf gagnast lítið,2-3-5'8 sjá mynd 3. Mikilvægt er að gefa auka súrefni ef súrefnis- mettun í blóði barnsins er skert.3,8-44 Börn með bráða berkjungabólgu eiga oft í erfiðleikum með að nærast og því er mikilvægt að meta vökva- ástand barnanna og gera viðeigandi ráðstafanir ef með þarf.6-8 Berkjuvíkkandi lyf, svo sem beta-agonistar og racemískt adrenalín, geta í sumum tilfellum slegið tímabundið á einkenni sjúklinga með bráða berkjungabólgu,5'45-46 en meðferð með þeim hefur ekki áhrif á innlagnarlengd eða súrefnisnotkun.5- 45 í leiðbeiningum er mælt með því að gefa einn prufuskammt af berkjuvíkkandi lyfi og meta árangur af því, en ef ekki sést klínískur bati er ekki ástæða til frekari meðferðar með berkjuvíkk- andi lyfjum.3-5-6 I einstaka tilfellum geta klínísk einkenni versnað eftir gjöf á berkjuvíkkandi lyfi vegna aukins hjartsláttarhraða, minnkaðrar vöðvaspennu í berkjuvöðvum og aukins mis- ræmis í öndun og blóðflæði til lungnanna.45 Margar rannsóknir hafa verið gerðar á meðferð með sterum við bráðri berkjungabólgu. I þessum rannsóknum hefur ekki verið sýnt fram á að sterar gagnist sem meðferð við bráðri berkjungabólgu og ekki skiptir þá máli hvort sterarnir eru gefnir með innúða, um munn, í æð eða vöðva.5- ^0-40'47 Eins fram hefur komið eru helstu bólgufrumurnar daufkymingar, en sterar hafa mun meiri áhrif á eitilfrumur, auk þess að draga úr fjölda rauðkym- inga, og því gagnlegir í meðferð við astma.48 Meðferð með andkólínvirkum lyfjum hefur ekki borið árangur fram yfir lyfleysu.3,7'49 Gjöf leukotriene blokka (montelukast) hefur ekki borið árangur fram yfir lyfleysu sem meðferð við bráðri berkjungabólgu af völdum RS- veirunnar.7-50 Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar á með- ferð með ríbavirín samanborið við lyfleysu. Árangur af ríbavirín-meðferð hefur ekki komið fram í þessum rannsóknum á óyggjandi hátt, en þó hafa rannsóknirnar bent til þess að ríbavirín- meðferð gæti stytt tíma í öndunarvél og stytt innlagnir. Þetta þarfnast frekari rannsókna.3'5'51 Sýklalyfjanotkun er algeng við bráðri berkj- ungabólgu, en þar sem bráð berkjungabólga stafar í flestum tilfellum af veirusýkingu hafa sýklalyf sjaldnast áhrif á gang sjúkdómsins.3'6,7'52 Nýlega hafa verið gerðar rannsóknir á gagn- semi ofþrýstins saltvatns til innöndtmar við bráðri berkjungabólgu. Hugsanlegt er að saltvatnið dragi úr myndun slímtappa og bjúg í lungnapípunum og minnki þannig teppuna sem einkennir bráða berkjungabólgu. Niðurstöður þessara rannsókna hafa bent til þess að meðferð með 3% saltvatni með úða geti bætt klínískt ástand sjúklinga með bráða berkjungabólgu og stytt legutíma. Þetta þarfnast þó frekari rannsókna.53'54 Fyrirbyggjandi aðgerðir Palívúzumab er einklóna mótefni gegn RS-veir- unni sem eingöngu er notað í fyrirbyggjandi skyni. Það er árangursríkt til þess að fyrirbyggja RS-veirusmit og er víða gefið þeim sjúklingum sem eru í áhættu á að veikjast alvarlega af RS- veirunni. Mótefninu er sprautað í vöðva og þarf að gefa það mánaðarlega yfir vetrartímann þegar sýkingartíðni veirunnar er hæst.3'5'55 Fylgikvillar Meirihluti barna sem fær væga bráða berkjunga- bólgu jafnar sig án fylgikvilla. Fylgikvillar sjást frekast hjá börnum sem fá alvarlega bráða berkjungabólgu og leggjast inn á sjúkrahús. Algengustu fylgikvillamir eru tengdir öndunar- færum, þar á eftir eru sýkingar, hjarta- og æðavandamál, auk blóðsaltatruflana.33,56 Börn sem fá bráða berkjungabólgu eiga oft erfitt með að nærast og drekka vökva og því er hætt við að þau þorni upp. Vökvaþörf er einnig aukin vegna hita og hraðrar öndunarA8 Eyrnabólga er algengasti fylgikvilli bráðrar berkjungabólgu af völdum RS-veirunnar. Eyrna- bólgan getur orsakast af veiru eða bakteríu og ekki er unnt að greina þar á milli af sjúkdómsmynd- inni.5'37 Alvarlegar bakteríusýkingar í kjölfar bráðrar berkjungabólgu eru fátíðar. Tíðni bakteríudreyra sé hiti yfir 39°C er 0,2% hjá sjúklingum með bráða berkjungabólgu43 og hjá sjúklingum sem leggjast inn á sjúkrahús vegna RS-veirusýkingar finnast bakteríur í blóði, þvagi eða heila- og mænuvökva hjá alls 1,6% sjúklinga.3-57 Langtímaáhrif bráðrar berkjungabólgu Þekkt er að veirusýkingar í öndunarfærum geta valdið berkjuauðreitni tímabundið. Rannsóknir hafa sýnt að berkjuauðreitni er aukin í nokkur ár eftir alvarlega bráða berkjungabólgu af völdum RS-veirunnar13-39'58 en það hefur hins vegar ekki komið í Ijós í kjölfar vægrar bráðrar berkjunga- 154 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.