Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2011, Side 27

Læknablaðið - 15.03.2011, Side 27
FRÆÐIGREINAR SJÚKRATILFELLI / YFIRLIT Aftur til fortíðar Sjúkratilfelli og yfirlit um afturvirkt minnisleysi Magnús Jóhannsson1 sálfræðingur Þórunn Anna Karlsdóttir1 deildarlæknir Engilbert Sigurðsson1'2 geðlæknir Lykilorð: minnisleysi, afturvirkt, taugasálfræðimat. Ágrip Afturvirkt minnisleysi þar sem mörg ár hverfa skyndilega úr minni er þekkt en sjaldgæft birtingarform minnisröskunar hjá yngra og eldra fólki. Hjá einstaklingum þar sem heilinn verður fyrir þekktum líffræðilegum skaða, svo sem vegna höfuðáverka, er tímabilið sem gleymist yfirleitt ekki talið í árum, heldur oftast í klukkustundum, stundum dögum eða vikum. í þessari grein er reifuð þekking á afturvirkum minnistruflunum og rakin reynsla 31 árs gamallar konu af óvanalegu löngu afturvirku minnisleysi. Hún hvarf 12 ár til baka í tilveru sinni eftir skyndilegt minnisleysi í kjölfar vonbrigða og áfalls. Hún var í djúpri geðlægð á sama tíma. Rakin er saga hennar og niðurstaða taugasálfræðiprófa, og þekking á afturvirkum minnistruflunum tengd við tilfellið Inngangur Afturvirkt minnisleysi (retrograde anmesia) felur í sér skerðingu á langtímaminni á upplýsingar sem voru í minni áður en upphaf minnistruflunar átti sér stað.1 Umfang og alvarleiki minnisleysisins er mismunandi milli einstaklinga. Þar virðast þau svæði heilans sem koma við sögu skipta miklu. I flestum tilfellum er minnisleysið afmarkað, líkt og í kjölfar vægari höfuðáverka, og nær þá aðeins nokkra daga eða viku aftur í tímann. í öðrum tilfellum þar sem heilaskaði hefur orðið getur minnisleysið teygt sig ár eða jafnvel áratugi aftur í tímann.2'3 Afturvirk minnisskerðing einkennist fyrst og fremst af erfiðleikum í meðvituðu minni (explicit memory) fremur en ómeðvituðu minni (implicit memory). Með meðvituðu minni er átt við þætti eins og persónulegar minningar og staðreyndir um veröldina.4'5 Minnisleysinu fylgir yfirleitt einnig framvirkt minnisleysi (anterograde amnesia) þar sem geta til að tileinka sér nýjar upplýsingar beint í kjölfar minnistruflunarinnar er skert. Sú er þó ekki alltaf raunin og lýst hefur verið afmörkuðum tilfellum með alvarlegt afturvirkt minnisleysi en eðlilegt, eða nær eðlilegt framvirkt minni. Minnisleysið hjá þessum hópi virðist frekar eiga sér sálrænar en vefrænar orsakir.6 Sjúkratilfelli Lýst er konu sem var 31 árs, einhleyp og barnlaus. Hún varð fyrir endurteknu einelti í skóla, líkam- legu og andlegu. Eineltið hafði mikil áhrif á líðan hennar og sjálfsmynd æ síðan. Konan leitaði fyrst á geðdeild 2003 vegna svefnleysis og langvarandi verkja. Hún hafði þá ítrekað leitað til heimilislæknis og á slysa- og bráðamóttöku vegna ýmissa verkjakvartana. Fyrsta innlögn hennar á geðdeild var árið 2004 og síðan fylgdu margar og langar innlagnir vegna geðlægða, sjálfsvígshugsana, sjálfskaða, félagskvíða og óöryggis. Hún hafði einnig margar greiningar vegna líkamlegra kvilla og verkja, en á þeim hafa ekki alltaf fundist líffræðilegar skýringar. Hún hafði jafnframt gengið í gegnum vægar örlyndislotur með ofvirkni, minni svefnþörf og vellíðan. Þær lotur höfðu aldrei leitt til innlagnar. í hennar augum höfðu verkir og þunglyndi með lamandi kvíða reynt mest á hana. Reynt hafði verið að bæta líðan hennar í innlögnum með ýmsum þunglyndis- og sveiflustillandi lyfjum, auk geðrofslyfja, kvíðalyfja, svefnlyfja og verkjalyfja. Hún hafði einnig verið í viðtölum og farið í raflækningar (electroconvulsive therapy). Þessar meðferðir höfðu skilað mismiklum árangri, oft fremur skammvinnum. Félagslegar aðstæður á hverjum tíma höfðu stjórnast talsvert af líð- an hennar. Ofþyngdarvandi var vaxandi. Mat starfsfólks var að um greindan og hæfileikaríkan einstakling væri að ræða sem væri skapmikill og afar viðkvæmur fyrir höfnun í samskiptum og að það litaði mjög samskipti hennar við starfsfólk og ættingja í innlögnum. Konan var lögð inn sem oftar síðsumars vegna þunglyndis og sjálfsvígshugsana. Lyfjabreytingar og viðtöl skiluðu ekki greinanlegum árangri þegar tveir mánuðir voru liðnir frá innlögn. Fyrir innlögn bjó hún heima hjá foreldrum sínum en var í talsverðum samskiptum við kunningja og vini á Facebook. Kærasti batt endi á samband þeirra í gegnum tölvu um mánuði eftir innlögn, um þremur vikum áður en minnisröskunin varð. Konan var þá búin að vera stöðugt langt niðri, fann fyrir miklu vonleysi og var með viðvarandi sjálfsvígshugsanir. Hennar haldreipi á þeim tíma var að hún gæti fengið að fara í raflækningar til LÆKNAblaðið 2011/97 159

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.