Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2011, Side 29

Læknablaðið - 15.03.2011, Side 29
FRÆÐIGREINAR SJÚKRATILFELLI / YFIRLIT hræðslu. Sem dæmi nefndi hún að allir í fjölskyldu hennar væru skyndilega orðnir svo gamlir og henni hefði krossbrugðið þegar hún sá sjálfa sig í spegli þar sem hún væri búin að eldast og bæta mikilli þyngd á sig. Hún sagðist hafa tárast þegar hún frétti að amma sín væri ekki lengur á lífi, hún hafi víst látist fyrir nokkrum árum. Einnig væri skrýtið að hún þekkti ekki börn systur sinnar sem fæddust á síðustu 10 árum. Aðspurð um hver væri forsætisráðherra nefndi hún Davíð Oddsson. Hún sagði árið 1997 vera sér stöðugt í huga. Henni fannst að framundan væri að fara á síldarævintýri á Siglufirði með vinkonu sinni um verslunarmannahelgina til að sjá hljómsveitina Sóldögg. Aðspurð um uppáhalds hljómsveitir nefndi hún Nirvana, the Prodigy, Sálina hans Jóns míns og SS Sól. Hún segist að ráði geðlæknis síns hafa verið að fara í gegnum fjölskyldumyndir frá síðustu 12 árum með móður sinni í þeirri von að það hjálpi sér að rifja upp. Á sama tíma segist hún hrædd við að fá fréttir af fleiri áföllum sem hafi orðið á síðustu 12 árum líkt og andlát ömmu hennar. Aðspurð um aðdraganda minnisleysisins sagðist hún, tæpum tveim vikum eftir að hún fór niður að höfn, muna eftir að fara af deildinni út í sjoppu á Vesturgötu og kaupa sér appelsín. Eftir það hefði hún farið niður á bryggju hjá hvalaskoðuninni, sest niður og hugsað um að fara í sjóinn til að enda líf sitt. Eftir það væru hlutirnir í móðu nema hún myndi að komið var með hana hingað inn á geðdeild, í húsnæði þar sem hún kannaðist ekki við sig. Hún hefði ekki heldur þekkt starfsfólkið, þrátt fyrir að hafa verið sagt að hún hefði verið þar fyrr um daginn og innlögð í margar vikur. Hiln segist ekki taka eftir sérstökum breytingum á minni eða öðrum þáttum eftir þessa atburðarás en segist þreytt, kvíðin og ráðvillt. Eftirfarandi próf voru lögð fyrir konuna, en öll eru þau hluti af því taugasálfræðimati sem stuðst er við á geðsviði Landspítala: Áttunarspumingar. Tafarlaust og seinkað yrt minni var metið með sögum (rökrænt minni, WMS-III) og orðalista (RAVLT). Tafarlaust og seinkað óyrt minni var metið með flókinni Rey-mynd og kennslaminni fyrir andlit (Andlit I og II, WMS-II). Sjónræn úrvinnsla var metin með endurgerð á flókinni Rey-mynd, klukkuprófi (teikning og lestur á klukkum) og línuprófi (gaumstol). Athygli, einbeiting og stýring (executive function) var metin með talnakóðun (Digit Sytnbol) og talnaröðum (Digit Span) úr WAIS-III, slóðarprófi A og B, orðaflæði H, F, S, dýr (Verbal Fluency) og mati á hjakktilhneigingu. Tafla I. Niðurstöður taupasálfræðileas mats út frá prósenturöð. Svið hugrænnar færni Próf Stig/hámarksstig Prósenturöð (viðmlö—•) Áttun Áttunarspurningar 0/113* - Sögur (WMS-III) Saga A Tafarlaust 18/25 7022 Seinkað 14/25 5522 Kennsl 15/15 9522 Saga B Tafarlaust (1) 11 /25 4022 Tafarlaust (2) 20/25 7522 Seinkað 17/25 6022 Yrt minni Kennsl 15/15 9522 Orðalisti (RAVLT) Tafarlaust 57/75 7023 Seinkað 13/15 7023 Kennsl 15/15 9523 Kennslaminni (andlit) Tafarlaust 38/48 5022 Seinkað 39/48 6022 Óyrt minni Rey-mynd (flókin) Tafarlaust 26/36 7524 Seinkað 27/36 8024 Skammtímaminni Talnaraðir (WAIS-RNI) Áfram 5/9 525 Merkingarminni Dyr 19/-*** 302B Slóðarpróf B Tími í sekúndum 90 1527 Villur 0 - Talnaraðir (WAIS-R Nl) 5/9 4025 Stvrinq Orðaflæði23 H 1 1 / -*** 2526 F 10/-*** 1826 S 8 /-*** 826 Hjakkpróf3 Rétt*** - Rey-mynd (flókin) Endurgerð 36/36 7524 Tími í sekúndum 240 8024 Slóðarpróf A Tími í sekúndum 22 8027 Villur 0 - Klukkupróf23 Sjónrænt/hreyfihraði 11:10 Rétt ** - Línupróf23 Rétt ** - Talnakóðun (WAIS-III) Fjöldi réttra tákna 63*** 2028 * Því fleiri stig þeim mun verri áttun. *• Aðeins gefið rétt eða rangt á þessu prófi. *** Á ekki við, persónubundið hvað hver og einn getur mörg atriði. **** Þar sem ekki eru til íslensk viðmið er notast við erlend viðmið fyrir öll prófin að undanskildu Orðaflæðisprófi. Viðmið og upplýsingar fyrir hvert próf eru birt í heimildaskrá samkvæmt tilvísunarnúmerum í töflunni. Taugasálfræðileg frammistaða Niðurstöður taugasálfræðimats sýndu ekki vit- ræna skerðingu. Skor eru sýnd í töflu I. Hún var fulláttuð á stað og stund. Frammistaða á taugasálfræðilegum prófum telst innan eðlilegra marka. Átti það jafnt við um yrt sem óyrt minni. Hafa ber í huga að ofangreind minnispróf meta eingöngu getu til að læra nýja hluti en ekki getu til að rifja upp fyrri minningar. Sjónræn úrvinnsla sem og athygli og einbeiting voru innan eðlilegra LÆKNAblaðið 2011/97 161

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.