Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2011, Síða 38

Læknablaðið - 15.03.2011, Síða 38
FRÆÐIGREINAR SAGA LÆKNISFRÆÐINNAR Mynd 9. Fjöldi stungu- lyfja sem hér var í boði á sex tilgreindum árum á árabilinu 1913-1965, samkvæmt gildandi lyfjaskrám, lyfjaforskriftasöfiium og lyfjaverðskrám og samkvæmt Sérlyfjaskrá 1965. Talning einstakra stungulyfja kann að vera nokkrum vafa bundin og tölur eru pví ekki hárnákvæmar. skurðaðgerðir og innleiða svæfingu með Evipan® - natríum (enhexýmalnatríum) í æð.43 Arið 1946 var prókaín-adrenalín ríkjandi staðdeyfingarlyf á Landakotsspítala, þótt kókaín væri enn notað.44 Árið 1951 birtist svo í Læknablaðinu yfirlit yfir svæfingar frá fyrsta svæfingalækninum. Undir lyfjaforgjöf er tíundað ágæti morfíns, atrópíns eða skópólamíns og barbitúrsýrusambanda.45 Þegar hér var komið er því augljóst, að ýmis lyf í formi stungulyfs voru orðin ómissandi við svæfingar eða deyfingar vegna skurðaðgerða. Þegar Læknablaðið frá þriðja og fjórða áratug 20. aldar er skoðað vekja athygli allnokkrar greinar og auglýsingar um meðferð á sýfilis. Vismútstungulyf, til afleysingar á eldri kvikasilfursamböndum, voru kynnt í stuttri grein 1925.46 Átta árum síðar lýsti helsti kynsjúkdómalæknir landsins því að hann hefði á árinu meðhöndlað 20 sjúklinga með Mynd 10. Myndin sýnir lykjuvél („ampúlluvél") úr Reykjavíkurapóteki frá stríðsárunum (1942-1943); nokkrar lykjur („ampúllur") sjást til vinstri á myndinni. Vélin er nú safngripur í Lyfjafræðisafninu. Þorsteinn Scheving Thorsteinsson (1890-1971), lyfsali, innréttaði á árunum 1954-1955framleiðslueiningu á 4. hæð hússins Austurslrætis 16. Framleiðslu stungulyfja lauk þar árið 1990. (Myndin var tekin í Lyfjafræðisafninu 19. 3. 2010; Þorkell Þorkelsson.) neóarsfenamíni + vismúti. Álagið var þó minna en árið áður, en þá voru sjúklingarnir ekki færri en 33.47 Önnur tegund málmsambanda, lífræn gullsambönd, var á þessum árum reynd gegn berklum, en gafst illa. Hið þekktasta þessara sambanda, natríumárótíómalat, var hins vegar nothæft við iktsýki. Þetta var stungulyf til íkomu í vöðva og var auglýst árið 1946 með nafninu Myocrysin®.48 Insúlín (frá Novo), hið dæmigerða stungulyf, virðist fyrst hafa verið auglýst hér árið 1955.49 Tveimur árum síðar er umboðið eftir auglýsingu að dæma komið í hendur Pharmaco hf., Innkaupasambands apótekara, sem þá var nýstofnað. í þessari sömu auglýsingu eru og kynnt algeng sýklalyf til innstungu (penisillín, streptómýsín).50 Pharmaco hf. átti mjög eftir að koma við sögu lyfjaframleiðslu og lyfjaumboða í landinu. í þessu sambandi vekur það athygli að stærsta framleiðanda stungulyfja í landinu (ásamt Reykjavíkurapóteki), Lyfjaverslunar ríkisins, sér hvergi stað í auglýsingum Læknablaðsins. Árið 1940 hefur notkun stungulyfja verið orðin algeng, en jafnframt verið í óviðunandi fari að dómi prófessorsins í meinafræði við Háskóla íslands. Honum fórust svo orð: „Lyfjadælingar undir hörund, inn í vöðva og æðar, eru orðnar svo algengar á seinni árum, að fjöldi lækna ber dæluna á sér eins og sjálfblekung í vestisvasanum, vanalega fljótandi í vínanda, til að hún sé ávalt dauðhreinsuð til taks, og þannig er lyfjum dælt í hvern sjúkling eftir annan, oft marga á sama klukkutímanum."51 Hann varaði og lækna við að treysta að fullu á sótthreinsun með etanóli (vínanda) og: „Nota eingöngu soðnar dælur og nálar (10 mín.) og skifta um nál við hvem einstakling."51 í ljósi þessara ummæla er alveg tvímælalaust að tilkoma einnota lyfjadæla og nála 20-25 árum síðar hefur verið mikið framfaraskref. Framboð á stungulyfjum Mynd 9 sýnir þann fjölda stungulyfja sem telja má að í boði hafi verið hér á markaði á sex tilgreindum árum á rúmlega 50 ára tímabili (1913-1965). Árið 1913 voru stungulyf um 20 talsins. Árið 1922 hafði þeim einungis fjölgað lítillega (voru um 30 alls). Árið 1929 voru stungulyf sem stóðu íslenskum læknum til boða, talin vera 80. Á næstu ámm fjölgaði stungulyfjum mjög og voru árið 1936 orðin um 290 talsins. Stungulyfjum fækkaði aftur og voru um 120 árið 1951. Þeim fjölgaði svo enn á ný og voru orðin 230 árið 1965. Tölumar frá 1913 og 1922 sýna að stungulyf sem íslenskum læknum stóð þá til boða voru fá. Ætla verður enn fremur að notkun stungulyfja 170 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.