Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2011, Qupperneq 44

Læknablaðið - 15.03.2011, Qupperneq 44
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR KYNJALÆKNINGAR Kynjalækningar snúast ekki bara um konur „Ég hef oft spurt sjálfa mig þeirrar spurningar hvers vegna kynja- lækningar hafi ekki fengið meiri áherslu miklu fyrr en raunin er," segir Karin Schenk-Gustafson prófessor og yfirlæknir á hjartadeild Karolínska sjúkrahússins í Stokkhólmi. Hún flutti erindi á málþingi um kynjalækningar á Læknadögum í janúar undir yfirskriftinni Wiiat is new in gender medicine. Hávar Sigurjónsson „Almennasta skýringin á því hvað kynjalækn- ingar fengu lengst af litla athygli er að læknisfræðin gekk útfrá því að líkamlega og líffræðilega væru karlar og konur alveg eins að æxlunarfærunum undanskildum. Önnur ástæða er sú að flestir vísindamenn í læknisfræði hafa verið karlmenn og þeir leiddu ekki hugann að kynjamuninum, höfðu ekki áhuga á honum og fannst hann kannski ekki skipta máli. Þetta hefur breyst á undanförnum árum en þó er alveg ljóst að karlar sýna kynjalækningum minni áhuga en konur. Það þarf ekki annað en telja karlana í hópi áheyrenda á þessu málþingi til að staðfesta það. Þetta er auðvitað mjög skrýtið þegar horft er til þess að konur eru helmingur sjúklinganna ef ekki meira. I sérgrein minni, hjartalækningum, eru karlar í miklum meirihluta og ég þarf að tala við þá þannig að þeir skilji mig. Það er áskorun að ná til karlanna í læknastétt. Mín reynsla er sú að þegar ég var að byrja feril minn var lítið hlustað á mig en þegar mér tókst að afla fjár til rannsókna og rannsóknirnar skiluðu sannfærandi niðurstöðum skiptu karlarnir um skoðun og byrjuðu að hlusta. Þetta er einfalt, maður verður að skara fram úr til að ná athygli," segir Karin Schenk-Gustafson sem jafnframt er forstjóri Rannsóknarmiðstöðvar í kynjalækningum á Karolínska sjúkrahúsinu. Sjúkdómar á efri árum Karlar og konur upplifa heilsu sína og sjúkdóma á ólíkan hátt. Þetta á sér bæði líkamlegar og félagslegar orsakir. „Samfélagið bregst líka við á ólíkan hátt og gott dæmi um þetta er rannsókn sem gerð var á viðbragðstíma sjúkrabíla þegar þeir voru kallaðir út vegna hjartatilfella. Rannsóknin sýndi að sjúkrabíllinn kom 20 mínútum síðar á vettvang ef eldri konur áttu í hlut. A þeim tíma var ekki vitað að hjartasjúkdómar eru jafn algengir hjá konum og körlum. Ein ástæða þess var að þekktar alþjóðlegar rannsóknir á hjarta- sjúkdómum náðu ekki til einstaklinga eldri en 64-65 ára og það er ekki fyrr en eftir þartn aldur sem flestar konur þróa með sér hjartasjúkdóma. Það var því talið að eldri konur sem fengu hjartaáfall eða tengda sjúkdóma væru einfaldlega ekki með slíka sjúkdóma. Nú vitum við betur og þetta hefur auðvitað breyst." Gustafson bendir á að margir þeirra sjúkdóma sem læknar á Vesturlöndum fást við komi ekki fram fyrr en á síðari hluta ævi fólks. „í Afríku deyr fólk ekki úr hjartasjúkdómum. Það deyr úr sýkingum ýmiss konar og banvænir smit- sjúkdómar eins og eyðni, malaría og berklar gera útaf við það og halda meðalævi um eða irtnan við 50 ár. Þetta var einnig meðalævilengd hér á Vesturlöndum þar til fyrir nokkrum áratugum. Hjá konum eru ýmsir sjúkdómar sem gera ekki vart við sig fyrr en eftir tíðahvörf og hjá körlum eru einnig ýmsir sjúkdómar sem koma ekki fram fyrr en seint á ævinni." Konur í meirihluta Gustafson bendir á að konur leiti skýringanna frekar hjá sjálfum sér en karlar varpi ábyrgðinni á umhverfið. „Konur með hjartasjúkdóma segja gjarnan að þetta sé þeim sjálfum að kertna. Þær hafi ekki farið nógu varlega með sig, ekki stundað nægilega hreyfingu, ekki stundað nægar fyrirbyggjandi aðgerðir. Karlarnir varpa ábyrgðirtni á álag í vinnunni, tala um stress og álag sem eru oft algerlega réttmætar skýringar og það á reyndar við um bæði kynin. Það sem við erum að sjá er að meðalævilíkur kynjanna eru að færast nær hvort öðru. Áður höfðu konur klárlega vinninginn en nú eru meðalævilíkur kvenna að lækka og líkleg skýring er að þær eru undir meira álagi en karlarnir, þær taka orðið sama þátt í atvirtnulífinu og þeir, en eru jafnframt með meiri skyldur innan fjölskyldurtnar. Ennþá að minnsta kosti. Rartnsóknir í Svíþjóð sýna að konur reykja meira en karlar, þær taka meira af sýklalyfjum, meira af svefnlyfjum, meira af 176 LÆKNAblaðið 2011/97
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.