Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2011, Síða 45

Læknablaðið - 15.03.2011, Síða 45
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR KYNJALÆKNINGAR „Kynjalæknisfræði snýst ekki bara um konur," segir Karin Schenk-Gustafson yfirlæknir og forstjóri Rannsóknarmiðstöðvar í kynjalækningum á Karolínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. vítamínum, meira af þunglyndislyfjum og meira af offitulyfjum. Tveir þriðju hlutar sjúklinga í sænska heilbrigðiskerfinu eru konur og þær tilkynna mun oftar um aukaverkanir lyfja en karlar. Þetta á sér allt skýringar. Konur taka meira af sýklalyfjum vegna þess að þær fá oftar sýkingar en karlar en þær eru meira með börnin þar sem smitlíkur á sýkingum ýmiss konar eru meiri. í þessari tölfræði er að finna athyglisverðar mótsagnir eins og þær að 70% þunglyndistilfella eru konur en hlutfallið snýst hins vegar við þegar tölur um sjálfsvíg eru skoðaðar. Mun fleiri konur en karlar fara í offituaðgerðir en offita er þó algengari meðal karla en kvenna. Þama hefur félagslegi þátturinn greinilega mikið að segja þar sem konur eru undir meiri þrýstingi frá umhverfinu um útlit sitt og miklum mun meðvitaðri um það en karlarnir." Menntun með kynjagleraugum Að sögn Karin væri þó einföldun að álykta að konur séu sjúkdómahræddari en karlar. „Það er ekki ástæðan fyrir því að konur leita meira til lækna en karlar. Konur virðast ábyrgari og meðvitaðri um heilsufar sitt en karlar og því eru ýmsir sjúkdómar vangreindir hjá körlum eða greinast seinna hjá þeim en konunum. Kynjalæknisfræði snýst ekki bara um konur og það er þekkt að lífslíkur sveinbarna í móðurkviði eru minni en meybarna, dánartíðni ungra karl- manna er hærri en kvenna á sama aldri svo það er ýmislegt sem þarf að hyggja að hjá körlunum ekki síður en konunum." Gustafson benti á í fyrirlestri sínum að of- skömmtun lyfja til kvenna væri einnig þekkt fyrirbæri. „Það eru þekkt dæmi um að litlar og léttar eldri konur með hjartasjúkdóma fái lyfjaskammta sem eiga frekar við karlmenn sem eru kannski tvöfalt eða þrefalt þyngri. Á hinn bóginn er eirrnig þekkt að konur með of hátt kólesteról fá of litla skammta. Þarna er ekki alltaf gætt nægilega vel að því hver er að fá lyfin." Gustafson segir að mikilvægt sé að opna augu allra lækna fyrir kynjalækningum en mikilvægast sé að mennta læknanema í að sjá læknisfræðina með „kynjagleraugum". „Það auðveldar vissulega málið að konur eru miklu fleiri í læknanámi nú en áður og fjölgun kvenna í læknastétt hefur orðið mjög hröð á síðustu tíu árum. Það er í rauninni auðveldara að kenna læknanemum kynjafræðin heldur en eldri læknum. Þegar ég held fyrirlestra yfir hópi sérfræðinga þýðir ekkert annað en leggja fram beinharða vísindalega sannaða tölfræði. Það er sannfæring mín að best sé að koma þessu mikilvæga sjónarmiði að hjá unga fólkinu og það muni síðan bera út boðskapinn, til eldri lækna sem og til samfélagsins í heild." LÆKNAblaðið 2011/97 177

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.