Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2011, Page 56

Læknablaðið - 15.03.2011, Page 56
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR ÖLDUNGADEILD Hughrif í ferð öldungadeildar um Austurland 2009 Hörður Þorleifsson Ferð þessi var farin 13.-17. júlí. Hjörleifur Gutt- ormsson var leiðsögumaður, Leifur Jónsson farar- stjóri og Sveinn Sigurbjarnarson bílstjóri Tanni Travel. A Fljótsdalshéraði var þoka fyrsta daginn. Þrengir að oss poka grá svo þekkjast hvorki fjöll né hólar. Vona að hún víkifrá og vermi aftur geislar sólar. Borgarfjörður eystra er byggð í skjóli fjalla og Borgin álfa vakir trygg yfir þessum stað. Dyrastafir tröllauknir draga að sér alia sem dýrkafagra veröld og Kjarval setti á blað. Frá Borgarfirði eystri var farið til Loðmundarfjarðar á rútunni Gvendólínu nr. 2. Yfirfjallaklöngur og ofar skýjum löngum ók hún Gvendólína sem sögð er númer tvö. Svenni var við stýrið og stýrði fram lijá dröngum, styrkum höndum lagð'ana allar beygjur sjö. Bræðravatni Emilía ekki sinnti hót Loðmundarfjörðinn við litum nú augum, Ijúft var að kanna þann fjarlæga heim. Horfið var flöktið á fínustu taugum ogfriðinn þar gripum við höndum tveim. Síðan fórum við í Emilíu, öðrum bíl Tanna Travel til Mjóafjarðar. Bræðravatn/vötn eru á Mjóafjarðarheiði. Umsjón síðu Páll Ásmundsson Stjórn Öldungadeildar Sigurður E. Þorvaldsson formaður Jón Hilmar Alfreðsson ritari Tryggvi Ásmundsson gjaldkeri Guðmundur Oddsson Óli Björn Hannesson Öldungaráð Hörður Þorleifsson Höskuldur Baldursson Kristín Guttormsson Leifur Jónsson Páll Ásmundsson Vigfús Magnússon Vefsíða Öldungadeildar finnst meðal annarra vefsíðna sérfélaga á síðu LÍ. Skopmynd Sigmundur Magnússon blóðmeinafræðingur. Teikning: Sigurður V. Sigurjónsson en Mjóafjörðinn, fagra, hlýja, flutti hún okkur mót. Öldungur á bæ þar býr búinn geði þekku. Vinsæll er og viðmótshlýr Vilhjálmur á Brekku. Leiðsögn skýr og Ijós í senn, Ijúft aðfylgja henni. Hafi þökk þeir heiðursmenn, Hjörleifur og Svenni. Enginn læknir býr svo heiina fyrir, cöa fer í feröalag, aö hann ckki hafi eitthvað af ncðantöldum tó- bakstegundum úr Tóbaksverzlun R. P. Lovi, scm hlotiö hafa allra lof. CIGARETTUR. VINDLAR. REYKTÓBAK. MUNNTÓBAK. NEFTÓÐAK. Pantanir utan af landi afgreiddar meö fyrstu ferö. Þá var öldin önnur! Þetta var fyrsta auglýsingin sem birtist á kápu Læknablaðsins í maí 1915. Hún „prýddi" kápu blaðsins til ársloka 1918. 188 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.