Læknablaðið - 15.06.2011, Qupperneq 11
RANNSÓKN
Mynd 1. Aldur við upphaf meðferðar. Einstaklingum er raðað eftir aldri, sá elsti lengsl
til vinstri. Besta Una aliursraðar og aldri við upphaf meðferðar er sýnd á mynd.
Mynd 2. Miðgildi og meðaltal S-Phefyrstu 42 mánuði lífsins í einstaklingum með
PKU fæddum 1989-2002. Þeim er raðað eftir aldri, sá elsti lengst til vinstri. Besta lína
miðgildis og meðaltals S-Phe og aldursröðun er sýnd á mynd.
greind og eru þeir fullgildir og virkir þátttakendur í samfélaginu.
Meðferð hefst fyrr eftir því sem líður á rannsóknartímabilið (mynd
1) og er það í samræmi við breyttar alþjóðlegar kröfur í PKU-
meðferð. Því fyrr sem meðferð hefst, því betri verður útkoman.17
í byrjun árs 2008 tók raðmassagreining (tandem mass spectrometry,
TMS) við af þunnlagsskiljuaðferð á S-Phe mælingum. Úrvinnsla
kembileitarblóðsýna er mun fljótari með TMS og hefst meðferð
vonandi fyrr í framhaldinu.
Efnaskiptagallinn PKU er fullkomlega meðhöndlanlegur en
með mjög krefjandi meðferð. Þrátt fyrir að einstaklingar njóti
góðrar meðferðar á yngri árum glíma margir við ýmsa kvilla
seinna á lífsleiðinni, sé meðferð hætt. Má þar nefna þunglyndi,
ofvirkni og félagsfælni. Með meðferð alla ævi er hægt að komast
hjá síðkomnum fylgikvillum að mestu.18'19 Hér á landi er lögð
mikil áhersla á ævilanga meðferð og allir fæddir eftir 1975 eru
á meðferð.
Til nánara mats á árangri meðferðar voru S-Phe gildi skoð-
uð. Akveðið var að athuga aðeins fyrstu 42 mánuðina þegar
mælingar eru þéttastar. S-Phe-gildi lækkuðu að meðaltali um
fjórðung frá 1989 til 2002 (mynd 2) sem er í samræmi við
auknar meðferðarkröfur undanfarin ár!° Fyrstu 8-10 árin miðast
meðferð við að halda S-Phe undir 360 pM/L og ekki hærra
en 900 pM/L út unglingsárin. Stefnt er á að halda blóðgildum
undir 1200 pM/L á fullorðinsárum. Styrkur yfir 1200 pM/L getur
valdið bráðri aftaugaslíðringu í miðtaugakerfi.22 Mikill munur er
á fjölda mælinga milli einstaklinga og verður munurinn meiri
eftir því sem líður á rannsóknartímabilið. Helsti gallinn við að
meta PKU-meðferð út frá S-Phe-mælingum er að gildi breytast
á tiltölulega stuttum tíma. Hægt er að lækka gildi með hertri
meðferð fáum dögum fyrir mælingu og þannig gæti S-Phe ekki
endilega endurspeglað meðferðarheldni að fullu. Einnig geta
einföld veikindi eða hiti hækkað S-Phe hjá þeim sem eru með
PKU. Höfundum er ekki kunnugt um sambærilega athugun á
gæðum PKU-meðferðar.
Tafla IV. Geröirstökkbreytinga og fjöldi samsæta íPAH-geni allra þeirra 27 sem
eru með PKU á íslandi.
Gerðir og fjöldi stökkbreytinga í 27 manns
Gerðir stökkbreytinga Fjöldi samsæta Hlutfall
Y3777fsdelT 21 38,9%
P281L 12 22,2%
F299C 6 11.1%
IVS12nt-1 4 7,4%
R68S 3 5,5%
Y414C 2 3,7%
R111X 1 1,9%
A403V 1 1,9%
R408W 1 1,9%
S273F 1 1,9%
G272X 1 1,9%
IVS12+1G> 1 1,9%
Einn af veikleikum rannsóknarinnar er það voru ekki gerð
nákvæm taugasálfræðileg próf. Athuga þarf hvort ástæða sé til
að hefja markviss próf á þeim sem greinst hafa með PKU.
18 karlar og 9 konur eru greind með PKU á íslandi. Þessi
kynjamunur er líklega vegna lítils þýðis, almennt eru kynjahlutföll
jöfn. PKU hefur ekki áhrif á frjósemi en konur með PKU þurfa
að skipuleggja þungun mjög vel og vera í þéttu eftirliti. S-Phe-
gildi þurfa að vera innan eðlilegra marka fyrir og á meðgöngu
til að koma í veg fyrir skaða á fóstri sem verður aðallega á
fyrsta þriðjungi meðgöngu.20 Nokkrar stúlkur með PKU eru að
nálgast barnseignaaldur og þarf að sinna þessum hóp vel.
í töflu II sést að klassísk PKU, eða alvarlegasti flokkurinn,
er algengari hér en gengur og gerist meðal hvíta kynstofnsins.4
Astæðan er trúlega sú að tvær algengustu PAH-stökkbreytingarnar
á íslandi, Y377fsdelT og P281L, valda klassískri PKU. Þessar tvær
stökkbreytingar eru rúmlega 60% allra þeirra stökkbreytinga sem
fundist hafa hér á landi (tafla IV). Stökkbreytingin Y377fsdelT
er séríslensk og líklega komin frá Suðurlandi. Hefur genaflökt
(genetic drift) leitt til þess að Y377fsdelT er jafn algeng og raun
ber vitni. Ekki var um náin ættartengsl að ræða í einstaklingum
fæddum fyrir 1997! Ef Y377fsdelT hefði ekki komið til má ímynda
sér að nýgengi PKU á íslandi væri mun lægra, þar sem 16 af
27 manns sem greinst hafa með PKU bera stökkbreytinguna.
Hátt algengi P281L er líklega vegna landnemaáhrifa (founder
ejfect). Samkvæmt setraðagreiningu virðist P281L á íslandi ekki
vera tengd sömu stökkbreytingu á Norðurlöndum! í Noregi eru
átta mjög algengar PAH-stökkbreytingar.21 Þrjár þeirra, R408W,
Y414C, og IVS12ntl, hafa greinst á íslandi (tafla IV) en eru einnig
algengar í öðrum löndum. F299C er ein af algengustu PAH-
stökkbreytingum Noregs og er þriðja algengasta stökkbreytingin
hérlendis.21 Þess má geta að um 6,1% allra stökkbreytinga sem
fundust á Irlandi má tengja við Skandinavíu sem gefur líklega til
kyrtna áhrif strandhögga víkinga á írska mannfræðisögu.22 Árið
1997 sást að enga PKU-samsætu hérlendis væri hægt tengja við
írland. Sömu gerðir stökkbreytinga höfðu ekki sömu setraðirnar.
Hins vegar mátti tengja margar stökkbreytingar við Noreg! Til
þess að geta staðhæft það sama um þær 20 samsætur sem greinst
hafa hér á landi eftir 1997 þyrfti að setraðagreina þær.
LÆKNAblaðið 2011/97 351