Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2011, Page 17

Læknablaðið - 15.06.2011, Page 17
Y F I R L I T Mynd 3. Dæmi um svæsna útbreidda innanskúmsblæðingu. Henni olli rofá æðagúl sem staðsettur var áfremri tengislagæð (anterior communicating artery). Vegna mikils blððs í heilahólfum purfti að leggja inn fráflæðislegg sem útskýrir loft í vinstra framheilahólfi. Innanskúmsblæðing af öðrum orsökum Aðrar ástæður innanskúmsblæðingar eru æðamissmíð, blóðþynn- ingarmeðferð, æðabólga og æxli í heilavef. í töflu I má sjá yfirlit yfir ýmsar ástæður fyrir SIB án æðagúls. Klínísk einkenni Skyndilegur höfuðverkur sem nær hámarki á nokkrum sekúndum er höfuðeinkenni SIB.1 Verknum er gjarnan líkt við að vera sleginn í höfuðið og þeim versta sem sjúklingurinn hefur nokkurn tíma upplifað. Yfirleitt varir verkurinn í eina til tvær vikur. Ógleði og uppköst eru algeng. Hnakkastífni, sem orsakast af ertandi áhrifum blóðsins í innanskúmsholinu, er einnig algengt teikn við skoðun. Hnakkastífnin kemur oftast fram á 3-12 klukkustundum. Hún er ekki alltaf til staðar hjá sjúklingum sem eru djúpt með- vitundarlausir og þeim sem hafa mjög væg einkenni. Engin hnakkastífni getur því ekki útilokað SIB. Við komu á sjúkrahús eru 2/3 sjúklinga með minnkaða meðvitund, af þeim er helmingur í dái.17 I klínískri notkun eru tveir stigunarkvarðar sem geta spáð fyrir um horfur sjúklings við komu á sjúkrahús. í gegnum tíðina hefur Tafla III. Skali alþjóðataugaskurðlækningasamtakanna sem byggirá Glasgow-dástigunarkvarðanum og hreyfibrottfalli. Gráða GCS Hreyfibrottfall I 15 - II 14-13 - III 14-13 + IV 12-7 +/- Skammstöfun: GCS. Glasgow-dástigunarkvarði. Mynd 4. Innanskúmsblæðing þar sem dreifing blæðingar gefur til kynna blæðingarstað. Myndin sýnir blóð t millistoðahít (cisterna interpeduncularis), glufu Sylvis (fissura Sylvi) og í skorum íframheilahveli. Blæðingin er þéttust við skiptingum á miðlægu heiiaslagæðinni (middle cerebral artery) (ör) sem bendir til þess að æðagúllinn sé staðsettur þar. Það var staðfest með æðamyndatöku. svokallaður Hunt- og Hess-skali mest verið notaður en á síðustu árum hefur skali alþjóðataugaskurðlæknasamtakanna (tafla III) rutt sér til rúms. Astæðan er sú að hann er að mörgu leyti einfaldari í notkun en Hunt- og Hess-skalinn. Eingöngu þarf að taka tillit til tveggja breyta, stigunar á Glasgow-dástigunarkvarðanum og hvort um hreyfibrottfall sé að ræða. Einstaka sinnum er óráð helsta einkenni SIB.18 Krampar eru fátíðir en verður þó vart hjá 7% sjúklinga við upphaf blæð- ingarinnar.1- 19 Við augnbotnaskoðun sjást blæðingar hjá einum af hverjum sjö sjúklingum og bjúgur í sjóntaugarósi eða sjón- himnublæðing (subhyaloid retinal hemorrhage) getur sést. Staðbundin (focal) taugaeinkenni geta komið fram ef æðagúllinn þrýstir á heilataug og sér í lagi ef blætt hefur inn á heilavefinn. Taugaeinkenni fara eftir staðsetningu æðagúlsins. Ef gúllinn situr til dæmis á vinstri miðlægri heilaslagæð kemur gjarnan fram helftarlömun hægra megin og málstol. Ef hann situr á fremri tengislagæð getur það leitt til máttleysis í báðum fótlimum. Ef æðagúllinn situr á aftari tengislagæð getur hann orsakað lömun þriðju heilataugar.1 Breytingar á hjartalínuriti eru algengar. Algengustu breyting- arnar eru lenging á QT-bilinu, ST-hækkun eða lækkun og sér- staklega djúpar og öfugar T-bylgjur (neurogenic T waves). Þessar breytingar eru taldar stafa af truflun á endurskautun sleglanna vegna mikils magns katekólamína í blóði við SIB. Fimmtungur sjúklinga með innanskúmsblæðingu hefur áður fengið svokallaða viðvörunarblæðingu sem er í rauninni væg SIB.1 Viðvörunarblæðingin gefur samskonar einkenni og venjuleg SIB nema hvað einkennin eru vægari þar sem blæðingin er lítil. Ef viðvörunarblæðingin er ekki greind geta horfurnar verið mjög alvarlegar vegna hættu á endurblæðingu. Þá eykst dánartíðnin næstum fjórfalt.1 LÆKNAblaðið 2011/97 357

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.