Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 27
ALDARAFMÆLI HÍ Louis Pasteur leitar aö lækningunni á hundaæði í rannsóknarstofu sinni í París, c.1885. Albert Gustaf Aristides Edelfelt/The Bridgeman Art Library/Getty Images óvenjulegur starfsmaður, og hartn hafði vit til þess að treysta ekki fyrst og fremst á vit sitt. Þar af mættu allir aðrir mikið læra. Hann treysti einungis reynslu sinni, og þá fyrst og fremst reynslunni eins og hún fæst við þau skilyrði, sem kölluð eru experiment. Tilraunin, eða experimentið, er í því fólgin, að náttúrufyrirbærin eru látin gerast í umhverfi og við skilyrði, sem vísindamaðurinn sjálfur ákveður, þannig að svarið við því, sem um er spurt, fáist svo að segja sjálfkrafa. Það má segja, að náttúran sé þannig látin svara sjálfri sér. Auðvitað reynir hér á vit og lærdóm þess, sem skipuleggur og gerir tilraunina, mér liggur við að segja á hugmyndaflug hans og skáldskaparhæfileika. En öllu þessu eru sett ákveðin rökræn takmörk. Sjálft svarið er skynseminni fyrirfram ókunnugt, en, ef tilraunin er vel gerð, verður svarið venjulega augljóst, eða a.m.k. ótvírætt. Hins vegar reynir á vit, heiðarleika og kannski framar öllu lítillæti vísindamannsins, að hann kunni að spyrja þannig, að náttúran komist ekki undan að svara, og, að hann leggi ekki rangan skilning í það svar, sem hann fær. Louis Pasteur á held ég skilið að teljast einn af höfundum hinna experimentellu vísinda. Hann skildi allra manna bezt, að hlutverk vísindamannsins er ekki fyrst og fremst að ráða fram úr hinu óþekkta með skynsemi sinni. Heldur á hann að beita viti sínu til að grípa inn í gang náttúrunnar með tilraunum og láta þannig náttúruna sjálfa upplýsa sína eigin leyndardóma. Margar af tilraunum Pasteurs eru ljómandi fyrirmynd um, hvernig skuli undirbúa og skipuleggja tilraunir með torræð efni. Annað í fari Pasteurs, sem ekki vekur síður athygli en styrkur hans sem experimentators, er hin óbilandi og óskeikula trúa hans á það fag, sem hann helgaði sig, og þær aðferðir sem hann beitti. Hjá því gat ekki farið, að Pasteur, sem kollvarpaði ýmsum grundvallarhugmyndum manna í læknisfræði og efnafræði, sem sjálfur var lærður á þeirra tíma vísu aðeins í efnafræði og sjálfur barðist án allrar vægðar fyrir hugmyndum sínum, eignaðist marga og bitra andstæðinga. Ymsar viðureignir Pasteurs við þessa andstæðinga sína eru í minnum hafðar. Þessar sögur sýna margar hverjar mjög vel skapgerð Pasteurs. Margir kannast við söguna um miltisbrands- bólusetninguna: Pasteur hélt því fram, að hann gæti bólusett dýr gegn miltisbrandi, en sá sjúkdómur herjaði þá á sauðfénað Frakka og olli geysi-tjóni. Rossignol, dýralæknir, var einn af andstæðingum Pasteurs. Eins og fleiri var hann vantrúaður á þessar fullyrðingar, en vildi gjarna láta Pasteur verða sér til háðungar með bjartsýni sinni. Rossignol stakk þess vegna upp á, að búnaðarfélagið í Melun léti Pasteur bólusetja opinberlega 24 kindur, nokkrar kýr og tvær geitur. Þessi dýr og jafnmörg óbólusett skyldu síðan að tilteknum tíma liðnum sýkt með geysihættulegum miltisbrandi. Það er augljóst, að hin minnstu mistök við þessa LÆKNAblaðið 2011/97 367
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.