Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 31
UMFJÖLLUN O G GREINAR Tími einyrkjans er liðinn ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Einar Stefánsson augnlæknir var á dögunum útnefndur heiðursvísindamaður ársins á Landspítalanum en rannsóknir hans og samstarfsmanna hafa vakið alþjóðlega athygli og þykja í fremstu röð á sínu sviði í heiminum. Má þar helst nefna rannsóknir á súrefnisbúskap í augum en Einar og samstarfsmenn hans hafa þróað mælitæki til að mæla súrefnisástand augna í mönnum. Þá hefur rannsóknarhópur í lyfjaþróun undir stjóm Einars þróað nanótækni til að koma lyfjum betur inn í auga. Þá má nefna blinduvamir í sykursýki. Hér hefur rannsóknarhópurinn meðal annars þróað áhættugreiningu og hugbúnað til að stýra augnskimun í sykursýki og hagræða heilbrigðisþjónustu með vísindalegum aðferðum. Læknablaðinu lék hugur á að fá Einar til að skýra nánar frá rannsóknum sínum og einnig að forvitnast nokkuð um hver maðurinn væri; hvað hann hefði fengist við og úr hvaða jarðvegi hann væri sprottinn. „Eg er Reykvíkingur í húð og ár. Fæddur og uppalinn í miðbænum og stundaði alla mína skólagöngu fram yfir stúdentspróf í Lækjargötunni/' segir Einar og vísar þar til þess að fyrstu skrefin á námsferlinum steig hann í Miðbæjarbarnaskólanum, þaðan lá leiðin í Gaggó Vest og síðan í Menntaskólann í Reykjavík. Vorið 1972 útskrifaðist hann stúdent og hóf um haustið nám í læknadeild og var kominn út til Banda- ríkjanna í framhaldsnám strax haustið 1979, að loknu kandídatsárinu. Tilviljun réði valinu „Eg fór dálítið óvenjulega leið að sérnáminu mínu í læknisfræði því ég valdi að hefja strax doktorsnám í lífeðlisfræði en ég hafði ákveðið með sjálfum mér að verða vísindamaður fremur en klínískur læknir og tækifærin til vísindastarfa voru satt að segja ekki mörg hér heima þegar þetta var. Það var svo hálfgerð tilviljun sem réði því að sjónin varð fyrir valinu þegar ég var að velja mér rannsóknarefni, en hugur minn stóð til rannsókna í taugalíffræði og ýmislegt kom til greina. Ég var strax ákveðinn í að fara í framhaldsnám til Bandaríkjanna og leitaði mér aðstoðar á Upplýsingastofnun Bandaríkjanna sem þá var til staðar hér í borg og úr varð að ég sótti um þrjá háskóla, Rockefeller, Harvard og Duke. Það varð úr að ég valdi Duke-háskólann í Norður-Karólínufylki og þar lenti ég á rannsóknarstofu prófessors Wolbarsth í kjallaranum á augndeildinni. Þar hóf- ust mín tengsl við augnlækningar. í fyrstu stundaði ég taugalifeðlisfræðilegar rannsóknir á virkni sjónar í öpum og köttum en leiddist fljótlega út í efna- skiptarannsóknir á súrefnis- og orku- efnaskiptum sjónhimnunnar. Það má segja að það hafi verið hálfgerð tilviljun að þetta æxlaðist svona, en ég er í rauninni ennþá, rúmum 30 árum síðar, að stunda rannsóknir á þessu sama sviði." Einar rifjar upp að þegar þama var komið sögu hafi ekki hvarflað að honum að gera augnlækningar að sérgrein sinni. „Ég hafði talsverð sam- skipti við kollega á augndeildinni og þegar ég hafði verið þarna í hálft annað ár buðu þeir mér stöðu deildar- læknis í augnlækningum. Ég afþakkaði gott boð enda stóð hugur minn til vísindarannsókna. Ég skipti þó um skoðun en ekki fyrr en ég hafði lokið doktorsverkefninu og þá tók ég við stöðu deildarlæknis á augndeild Duke og lauk sérfræðinámi í augnlækningum. Eftir það fór ég í eitt og hálft ár sem gestavísindamaður til National Eye Institute í Washington en sneri svo aftur til Duke og hóf þar störf á augndeildinni sem sérfræðingur og aðstoðarprófessor. Það er reyndar viðtekin venja í Bandaríkjunum að hvetja unga lækna til að hleypa heim- draganum og fara á aðrar stofnanir og háskólasjúkrahús til að kynnast öðrum vinnubrögðum og stækka sjóndeildar- hring sinn. Þetta er líka ein af megin- stoðum íslenskrar læknisfræði en hér safnast saman þekking og menning víða að úr heiminum og úr verður mjög skapandi suðupottur hugmynda og vinnubragða. Þetta er góð hefð sem ekki skyldi vanmeta." Stýra tíðni skimunar Einar og fjölskylda hans bjuggu í Bandaríkjunum í 10 ár en fluttu heim til íslands árið 1989. Hann segir að ýmis sjónarmið hafi ráðið þeirri ákvörðun að flytja heim; börnin voru orðin fimm og þau hjónin voru sammála um að vilja að börnin lærðu íslensku og nytu tengsla við fjölskylduna á íslandi. „Rannsóknir mínar í Bandaríkjunum beindust að súrefnisefnaskiptum augans og áhrifum lasermeðferðar á efnaskipti augans. Ég rannsakaði sérstaklega súrefnisefnaskipti augans í tengslum við ákveðna sjúkdóma, sykursýki fyrst og fremst, og þessar rannsóknir urðu grundvöllur að ýmsu sem bæði ég og aðrir hafa fengist við á þessu sviði síðan. Sú vinna hefur enst vel. En árið 1988 bauðst mér yfirlæknisstaða í augnlækningum við Landakotsspítala ásamt prófessorsstöðu í augnlækningum og það var sannarlega freistandi en alls ekki sjálfsagt. Við hjónin skiptum hvað eftir annað um skoðun á því hvort við ættum að flytja heim eða ekki. Það fór mjög vel um okkur og starfsaðstaðan var eins og best varð á kosið. Þetta urðu í rauninni miklu meiri umskipti en ég hafði gert mér grein fyrir. Aðstaðan til vísindarannsókna var lítil og léleg, stuðningur og skilningur á mikilvægi rannsókna var einnig mun LÆKNAblaðið 2011/97 371
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.