Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2011, Síða 37

Læknablaðið - 15.06.2011, Síða 37
UMFJÖLLUN O G GREINAR Vífilsstöðum með Hrafnkatli Helgasyni yfirlækni. Við smullum saman frá fyrsta degi en ég hafði kynnst honum lítillega áður þegar hann kom í heimsókn til Duke. Óskaplega skemmtilegur maður. Við vorum sammála um hvað við vildum gera á Vífilsstöðum og byggðum upp góðan lungnaspítala. Hrafnkell var mjög duglegur að fá fólk á sitt band og útvega peninga til starfseminnar. Þetta voru skemmtilegir tímar og lungnalækningar voru að breytast. Margir töldu lungnalækningar snúast um berkla og lítið að gerast úr því búið var að sigrast á þeim. En það var enginn hörgull á lungnasjúkdómum, enda reykti nær helmingur allra fullorðinna íslendinga á þessum tíma, en reykingunum fylgja langvinnir lungnateppusjúkdómar. Þá var astmi á þessum tíma afskaplega vanmetinn sjúkdómur og mjög vangreindur hér á landi. Það vantaði sannarlega ekki verkefnin. Nokkrum árum síðar kom Þórarinn Gíslason til sögunnar með svefnrannsóknir sínar og afleiðingar kæfisvefns og þó ég tæki ekki þátt í þeim rannsóknum þá fylgdist ég með og studdi eftir því sem ég hafði tök á." Tryggvi réðist síðan sérfræðingur á lyflækningadeild Landspítalans árið 1976 en segist hafa sett það skilyrði að hann fengi að starfa einn dag í viku á Vífilsstöðum. „Ég hélt því fyrirkomulagi allt þar til starfsemin á Vífilstöðum var lögð niður. Ég starfaði einnig á stofu öll þessi ár með aðsetur í Læknasetrinu frá 1987." Traust og heiðarleiki í samningum Störf Tryggva að samningamálum og félagsmálum lækna eru ekki hvað síst tilefni þess að Læknafélag Reykjavíkur gerir hann að heiðursfélaga en hann var einn helsti samningamaður félagsins um árabil, bæði fyrir hönd sjálfstætt starfandi sérfræðinga og sjúkrahúslækna. Þá sat hann í stjórn Læknafélags Reykjavíkur og í Læknaráði Landspítalans og gegndi þar formennsku frá 1996-2000. Aðeins er fátt eitt nefnt hér af þeim trúnaðarstörfum sem Tryggvi hefur gegnt fyrir hönd lækna á starfsferli sínum. „Ég hef aldrei sóst eftir því að taka þátt í félagsmálum en hins vegar oftast tekið því vel þegar leitað er til mín um slíkt. Við suma menn segir maður heldur ekki nei og þetta LÆKNAblaðið 2011/97 377

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.