Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.2011, Qupperneq 40

Læknablaðið - 15.06.2011, Qupperneq 40
Grasset-próf, hvað er það? Albert Páll Sigurðsson Haukur Hjaltason Sigurjón B. Stefánsson Taugalæknar á taugadeild Landspítala Fossvogi alberts@landspitali.is Taugalæknar eru þekktir fyrir að nota ýmis torkennileg mannanöfn, sem erfitt er að bera fram, hvað þá stafsetja, þegar þeir ræða um heiti taugasjúkdóma og einkenna frá taugakerfi. En hvernig komu þessi heiti til og eru þau alltaf rétt notuð? í þessum pistli förum við yfir nokkrar nafngiftir og tökum eitt dæmi sem sýnir að okkur getur borið af leið og því ástæða til að kynna sér sögu og tilurð þeirrar nafnanotkunar sem um ræðir. Taugalæknisfræðin varð að sjálfstæðri sérgrein í lok 19. aldar og byrjun þeirrar tuttugustu.1 Oft var gripið til þess ráðs að nefna einkenni eða fyrirbæri eftir þeim sem fyrstir lýstu þeim. Englendingurinn James Parkinson (1755- 1824) kallaði sjúkdóm sem við hann er kenndur the shaking palsy (paralysis agitans). Jean-Martin Charcot (1825-1893), sem rannsakaði sjúkdóminn klínískt og meinafræðilega, varð hins vegar fyrstur til að kalla hann Parkinsonveiki eða maladie de Parkinson. Eins og þessi saga sýnir var Charcot umhugað um að þeir hlytu viðurkenningu sem fyrstir lýstu fyrirbærinu. Því miður eru ekki allir eins víðsýnir. Persónulegur ágreiningur og þjóðremba hefur haft áhrif á nafngiftir, sem endurspeglast í því að sumir sjúkdómar og einkenni hafa fleiri en eitt nafn. Menn hafa í seinni tíð fallið frá því að kenna sjúkdóma og læknisfræðileg fyrirbæri við ákveðna menn (eponym), og reynt eftir bestu getu að flokka þá eftir meinsemd og orsökum þeirra. Grasset-próf Þegar tveir okkar, Albert Páll og Haukur, voru í læknadeild HI á 9. áratug síðustu aldar, var þeim samviskusamlega kennt að nota Grasset- próf. Sigurjóni, sem er elstur af okkur, var hins vegar ekki kennt þetta heiti á þeim þætti taugaskoðunar sem um ræðir á sínum læknastúdentsárum. Hauki og Alberti var kennt að við Grasset- próf væri sjúklingur beðinn að halda handleggjum beint fram og útréttum, með lófa upp (hendur eru rétthverfar; e. supination), fingur glennta og loks beðinn um að loka augum. Tvennt getur gerst: 1. Handleggur sígur ekki og lófi helst stöðugur. Grasset-prófið telst neikvætt. 2. Lófi snýst og hendi ranghverfist (e. proimtion) og beygja verður á handlegg um olnboga. Þegar svo er telst Grasset-próf jákvætt, en orsök þess er talin vera skemmd í efri hreyfitaugungi (e. upper motor neurott) í heila- eða mænubrautum. Þegar Albert Páll fór í sémám til Bandaríkjanna hélt hann áfram að halda uppi merkjum Grassets. Það skildi hins vegar enginn um hvað hann var að tala. Haukur hélt til Svíþjóðar til náms þar sem segja má að „Grasset-prófið" hafi grasserað. Sigurjón dvaldi í Englandi og heyrði aldrei minnst á Grasset. Fljótlega eftir að höfundar fóm að vinna saman á taugadeild Landspítalans við Hringbraut um 1999 bar þessa nafngift á góma. Við nánari athugun kom í ljós að ítalski læknirinn Giovanni Mingazzini (1859-1929) lýsti prófi þar sem sjúklingur heldur handleggjum beint fram með glennta fingur og lokuð augu. Sig annarrar handar, skjálfti eða beygja um olnboga eftir 30-60 sekúndur var talið benda til vægrar lömunar. Frakkinn Jean-Alexandre Barré (1880- 1967) lýsti prófi þar sem sjúklingur heldur handleggjum beint fram, en lætur lófana snúa saman með fingur útglennta. Barré taldi að jafnvel mjög væg lömun mundi koma fram með því að fingur þeirrar handar færðust saman. Á sumum stöðum hefur það tíðkast að taugalæknar tali um Barré-próf þegar sjúklingur er beðinn um að halda handleggjum rétthverfum beint fram. Ef handleggurinn byrjar að ranghverfast er prófið talið jákvætt.2 Niðurstaða þessarar athugunar var sú að hvergi væri að finna lýsingu Grassets á umræddu prófi sem við hann er kennt í Svíþjóð og hér á landi, nema í sænskum kennslubókum í taugalæknisfræði.3 Tóku nú að vakna efasemdir um réttmæti heitsins, en ekki var gert meira í málinu að sinni. Árið 2006 birtist grein í Uikartidningen4 þess efnis að Grasset-próf væri rangnefni, Grasset hefði aldrei lýst þessu prófi og líklegast að þessi notkun á heitinu í sænskri taugalæknisfræði byggðist á misskilningi. Niðurstaða greinarinnar var því sú að best væri að hætta notkun þess. Lagt var til að prófið yrði kallað: „armar-framát-strack" sem þýða má sem „handleggir beinir fram". Þessi tillaga var tekin upp í nýjustu útgáfu aðalkennslubókar Svía í taugalækningum.5 Þrátt fyrir þetta hefur heitið lifað góðu lífi á íslandi til skamms tíma. Eldri kollegum er tamt að nota það, auk þess sem nýtt heití hefur vantað til að leysa það gamla af hólmi. Eftir útkomu sænsku greinarinnar var fljótlega reynt á taugalækningadeild Landspítalans að víkja heitinu frá, en einhverra hluta vegna héldu læknanemar og unglæknar áfram að nota það. Kom þá í ljós að við kennslu á taugaskoðun var notað sænskt myndband þar sem Grasset var títtnefndur. Þetta teljum við að minnsta kosti vera eina af skýringum þess að Grasset var reis aftur og aftur upp frá dauðum í okkar nærumhverfi. Okkur þykir því sá kostur vænstur að reyna nú að skrifa hann út af borðinu, í eitt skipti fyrir öll. 380 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.