Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2011, Síða 42

Læknablaðið - 15.06.2011, Síða 42
FRÁ SIÐANEFND LÍ Frá siðanefnd Læknafélags íslands Árið 2011, þriðjudaginn 3. Maí, kom siðanefnd Læknafélags íslands saman til fundar að Hlíðasmára 8, Kópavogi. Nefndina skipa Allan V. Magnússon héraðsdómari, formaður, Hulda Hjartardóttir læknir og Stefán B. Matthíasson læknir. Fyrir var tekin kæra (A) frá 23. mars sl. á hendur Högna Óskarssyni lækni og kveðinn upp svohljóðandi úrskurður: ÚRSKURÐUR Með bréfi dagsettu 23. mars sl. barst siðanefnd Læknafélags íslands kvörtun lögmanns A vegna álitsgerðar Högna Óskarssonar, geðlæknis, dags. 25. október 2010. í bréfi lögmannsins segir m.a. að umkvörtunarefnið lúti fyrst og fremst að því að Högni meti í álitsgerð sinni sjúkdómseinkenni A og dragi þær ályktanir að ástand hans verði ekki rakið til mögulegs eineltis á vinnustað. Á bls. 5 í álitsgerðinni gefi Högni svo í skyn að A sé að gera sér upp veikindi. Sú aðferðafræði sem Högni noti til að draga ályktanir um heilsufar A sé vægast sagt varhugaverð. A hafi aldrei sótt meðferð hjá Högna eða á læknastöð hans. Þeir hafi aldrei talast við og ekki hist í eigin persónu. Högni sé þannig að sjúkdómsgreina mann og draga ályktanir um sjúkdómseinkenni hans, án þess að hafa hitt sjúklinginn. f álitsgerðinni leitist Högni einnig við að kasta rýrð á fyrirliggjandi læknagögn og vottorð með því að draga í efa innihald þeirra. Þrátt fyrir að allar upplýsingar sem Högni hafi séu einungis af afspurn og að hann hafi ekki framkvæmt neina rannsókn á A, né skoðað sjúkrasögu hans eða önnur læknagögn, komist Högni að þeirri niðurstöðu að veikindi A verði ekki rakin til þess eineltis sem hann hafi mátt þola á vinnustað sínum. Þeir læknar og sálfræðingar sem hafi aftur á móti haft A til meðferðar og gert á honum rannsóknir komist að annarri niðurstöðu. Hvaða erinda Högni gangi með skrifum sínum eigi ekki að skipta nokkru máli í þessum efnum. Tilgangurinn með álitsgerð Högna sé vafalaust að kasta ryki í augu matsmanna og reyna að styrkja málstað matsþola. Sú aðferðafræði eða öllu heldur skortur á henni, sem Högni beiti við að greina sjúkdómseinkenni A eigi hins vegar ekki að líðast innan læknastéttarinnar, enda kunni þær aðferðir sem Högni beiti að geta orðið til þess að A fái ekki þá læknismeðferð sem honum beri að fá við sjúkdómi sínum. Háttsemin sé í það minnsta til þess fallin að hafa áhrif á meðferð A þegar geðlæknir með áratugareynslu reyni að hafa áhrif á meðferð hans utan frá og byggi álit sitt eingöngu á því sem hann hafi eftir þriðja aðila, en ekki á rannsóknum eða læknagögnum. í greinargerð sinni til siðanefndar segir Högni Óskarsson m.a. að hann hafi verið beðinn um það af matsþola í matsmáli því sem var til meðferðar (þ.e. Seltjarnarnesbæ og bæjarstjóra) að skoða gögn og annað sem tengdist málinu, til þess að meta hvort um einelti hafi verið að ræða. Hafi honum þannig verið falið af Seltjarnarnesbæ að skoða málatilbúnað og rök ERGO lögmanna um að A hefði orðið fyrir einelti af hálfu bæjarstjóra, og hvort veikindafjarvistir gætu skýrst af meintu einelti. Aðkoma hans hafi verið byggð fyrst á störfum sem stjórnendaþjálfari og ráðgjafi í ýmsu sem snúi að mannauðsmálum innan fyrirtækja, en læknisfræðileg þekking komi þar á eftir og hafi haft miklu minna vægi í álitsgerðinni. Við vinnu sína hafi hann fyrst og fremst stuðst við matsbeiðni lögmanna A, en í henni sé að finna atvikalýsingu frá sjónarhomi A og lögmanna hans, tilvísanir í læknisvottorð og vottorð sálfræðings. Auk þessi hafi hann átt viðtöl við Ásgerði Halldórsdóttur bæjarstjóra og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóra Seltjarnarnesbæjar, skoðað afrit af tölvupóstum, og bókunum bæjarstjórnar og fundargerða nokkurra nefnda, sem málið snerti. Hann hafi strax tekið þá ákvörðun, að þar sem vinna hans hafi aðallega beinst að greiningu á mögulegu einelti og væri unnin í krafti reynslu hans sem stjórnendaþjálfara og ráðgjafa til fyrirtækja, þá væri ekki rétt að hann myndi biðja lækna og sálfræðing um afrit af vottorðum þeirra. Aðgang að öllum gögnum, þ.m.t. læknisvottorð, myndi hann fá þegar málsskjöl yrðu lögð fram fyrir Héraðsdómi. Þannig yrði það tryggt að hann væri ekki að notfæra sér læknisstarf sitt til að fá aðgang að vottorðum frá læknum, þegar hann væri að vinna fyrst og fremst sem ráðgjafi. Sömuleiðis hefði hann fengið munnlega staðfestingu um að vottorðin væru hefðbundin og stöðluð veikindavottorð læknis, án sjúkdómsgreininga eða skýringa. Það hafi einnig verið ljóst í upphafi, að þar sem hann væri að vinna fyrir Seltjamamesbæ og þar sem hlutlausir matsmenn kæmu að málinu á seinni stigum, væri það ekki rétt af honum að fara fram á viðtal við A. NIÐURSTAÐA í greinargerð sinni til nefndarinnar krefst Högni þess að máli þessu verði vísað frá siðanefnd þar sem málið sé vanreifað, kjami kvörtunar lögmanns kvartanda í hróplegu ósamræmi við staðreyndir málsins og sá galli sé á málatilbúnaði að matsbeiðni liggi ekki fyrir. Siðanefnd telur að kvörtunarefni það sem til úrlausnar er sé ljóst og gögn skorti ekki til þess að nefndin geti lagt úrskurð á álitaefnið. Tekur nefndin því efnislega afstöðu til málsins á grundvelli þeirra gagna sem fyrir nefndinni liggja. 382 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.