Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.2011, Side 43

Læknablaðið - 15.06.2011, Side 43
FRÁ SIÐANEFND LÍ Hirtn 15. október 2010 voru á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur dómkvaddir matsmenn til að framkvæma mat á því hvort matsbeiðandi A, hafi orðið fyrir einelti af hálfu matsþola, Ásgerðar Halldórsdóttur. Matsmenn hafi fengið matsbeiðni, dagsetta 20. júlí 2010, undirritaða af Jóhanni H. Hafstein/Ergo lögmenn, lögmanni matsbeiðanda, ásamt fylgiskjölum. Jafnframt hafi þeir fengið álitsgerð Högna Óskarssonar /Humus ehf., dagsetta 25. okt. 2010 vegna kröfu Ergo lögmanna til Héraðsdóms Reykjavíkur vegna meints eineltis á vinnustað, og síðar viðbót við hana, dagsetta þann 10. nóv. 2010. Þá hafi matsmenn fengið athugasemdir Jóhanns H. Hafstein/Ergo lögmenn við álitsgerð Högna Óskarssonar/ Humus ehf., dags. 10. nóvember og aftur svar Högna Óskarsonar/Humus ehf. við athugasemdum Ergo lögmanna frá 10. nóvember við álitsgerð Högna Óskarssonar dags. 22. nóv. 2010. í matsbeiðni Jóhanns H. Hafsteins frá 20. júlí 2010 er óskað eftir skriflegu og rökstuddu mati á eftirfarandi: I. Getur matsmaður staðreynt að matsbeiðandi hafi orðið fyrir einelti af hálfu matsþola, Ásgerðar Halldórsdóttur, bæjarstjóra? Ef spurningunni er svarað játandi er þess óskað að matsmaður fjalli ítarlega um með hvaða hætti matsbeiðandi hafi orðið fyrir einelti af hennar hálfu og svari jafnframt neðangreindum spurningum: A. Hvaða afleiðingar hefur staðreynt einelti haft á sjálfsmynd, líðan og heilsu matsbeiðanda? B. Hvaða úrræða er unnt að grípa til þannig að líkur standi til að matsbeiðandi nái fyrri heilsu og eðlilegri andlegri líðan? C. Hvernig má fyrirbyggja að staðreynt einelti í garð matsbeiðanda haldi áfram? D. Hvenær má ætla að matsbeiðandi geti hafið störf að nýju hjá matsþola, Seltjamamesbæ? E. Til hvaða aðgerða þarf að grípa í vinnuumhverfinu á skrifstofu matsþola, Seltjarnarnesbæjar, til að auka líkur á að matsbeiðandi geti rækt starf sitt framvegis ef hann nær heilsu á ný? Tilefni álitsgerðar Högna Óskarssonar er framangreind matsbeiðni eins og reyndar kemur fram í upphafi álitsgerðarinnar þar sem Högni greinir frá því að hann sé geðlæknir, stjórnendaþjálfari og ráðgjafi fyrirtækja og stofnana í málum sem lúti að andlegu og félagslegu heilsufari starfsmanna. Hann hafi verið beðinn um af matsþola að skoða gögn og annað sem tengist málinu, til þess að meta hvort um einelti hafi verið að ræða. Rétt sé einnig að taka fram að hann hefði setið í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar árin 1994-2002 og ýmsum nefndum sem fulltrúi Neslistans. í lokaorðum álitsgerðar Högna segir: Ekki dregið í efa að matsbeiðanda hafi liðið illa, þó að ekki liggi fyrir formleg greining um geðröskun eða sjúkdóm. Það er reyndar óvenjulegt að mati undirritaðs að óvinnufærni vegna „talsverðra álags- og þunglyndiseinkenna", eins og segir í læknisvottorði, standi í sex mánuði eða lengur eins gerst hefur í tilfelli matsbeiðanda. En hvert tilfelli er einstakt og verður því ekki nánar farið út í þetta hér. í dæmunum fimm, sem fjallað er um hér að framan út frá upplýsingum í matsbeiðni og skýringum matsþola og tilvitnunum í tölvusamskipti og fundargerðir Seltjamarnesbæjar, þá er niðurstaða undirritaðs sú, að vanlíðan matsbeiðanda sé ekki hægt að rekja til meints eineltis eða ofsókna af hálfu matsþola. Þetta staðfestist enn frekar þegar lög og reglugerð um einelti er skoðuð. Atvikalýsingar uppfylla engan veginn þau skilmerki sem flokkast undir einelti. Vottorð heilsugæskulæknis og sálfræðings sanna heldur ekki á neinn óyggjandi hátt að orsök vanlíðunar matsbeiðanda megi rekja til eineltis eða ofsókna. Einhverjar aðrar skýringar hljóta því að liggja að baki heilsubresti matsbeiðanda. Siðanefnd lítur svo á að engan veginn verði litið á álitsgerð Högna Óskarssonar sem læknisverk eða að A hafi stöðu sjúklings gagnvart lækni þannig að ákvæði Codex Ethicus taki til máls þessa. Álitsgerð Högna var unnin að beiðni matsþola í matsmáli og fól í sér almennt mat hans og skoðun á því álitaefni sem borið var undir matsmenn og ber að skoða sem hluta málatilbúnaðar í matsmáli. Enda þótt finna megi að orðalagi í lokasetningu tilvitnaðra lokaorða álitsgerðar læknisins þykja þau ekki varða við 11. gr. Codex Ethicus. Að öðru leyti er ekki að heldur sýnt fram á það af hálfu kvartanda að umfjöllun og efnistök Högna í álitsgerð þessari feli í sér brot á Codex Ethicus og er Högni því sýkn af ásökunum um brot á siðareglum lækna. ÚRSKURÐAR0RÐ Högni Óskarsson læknir gerðist ekki brotlegur við Siðareglur lækna (Codex Ethicus) í álitsgerð sinni frá 25. október 2010. Allan V. Magnússon Hulda Hjartardóttir Stefán B. Matthíasson LÆKNAblaðið 2011/97 383

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.