Læknablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 45
S I Ð F R Æ Ð I
einkenni mjög algeng og eru forsenda
þess að sjúklingur sé greindur deyjandi.
Algengustu einkennin eru að sjúkling-
ur sé rúmfastur, rænulítill, geti aðeins
dreypt á vökva og geti ekki kyngt töfl-
um." Þá eru gefin upp önnur einkenni
í leiðbeiningunum í töflu sem hægt er
að taka mið af. Þó það sé flókið og
talsverða klíníska fæmi þurfi til, er með
nokkru öryggi og vissu hægt að greina
yfirvofandi andlát hjá þeim sem eru
deyjandi.5 Það að greina að sjúklingur sé
deyjandi gefur okkur betri möguleika á
að setja raunhæf meðferðarmarkmið.
Guðrún uppfyllti flest skilmerki þess
að vera á lokastigi lífsins þegar hún
var lögð inn. Við hefðum því átt að
greina að um yfirvofandi andlát væri að
ræða og setja meðferðarmarkmið okkar
samkvæmt því. Af hverju var það ekki
gert? Vísbendingu um orsakir þess er
að finna í Klínískum leiðbeiningum um
líknarmeðferð,4 þar sem segir: „Menntun
heilbrigðisstétta hefur til skamms tíma
beinst mun meira að lækningu og leng-
ingu lífs en líkn og lífslokameðferð."
Meðferðaraðilar hafa oft litla reynslu af
umræðum um slíkar aðstæður við sam-
starfsfólk sitt, sjúklinga og aðstandendur.
Hætt er við því að þeir bregðist ekki
við nýjum aðstæðum og haldi áfram
að veita sömu meðferð og áður, þó að
meðferðin hafi lítinn ávinning fyrir sjúk-
ling og valdi honum jafnvel ómældri
vanlíðan.
Því miður bendir margt til þess að
fjölmargir aldraðir njóti ekki þeirrar
lífslokameðferðar sem best er og okkar
framsæknu Lög um réttindi sjúklinga
segja til um. Til að vinna bót á því
þarf að viðurkenna mikilvægi þess að
ræða um meðferðarmarkmið við þá
sjúklinga sem greindir eru með lang-
vinna lífshótandi sjúkdóma eins snemma
og unnt er. Ef það hefði verið gert er
ekki víst að Guðrún hefði óskað eftir
innlögn. Ef til vill hefði hún óskað þess
að fá aðhlynningu á eigin heimili þar
til yfir lyki. Einnig hefði hún við slíkar
aðstæður fengið allt aðrar móttökur á
sjúkrahúsinu. Meðferðarmarkmiðið hefði
verið lífslokameðferð og henni verið
líknað og aðstandendur studdir fyrir og
eftir andlátið.
Margir læknar telja að ekki sé
viðeigandi að hefja umræðu um með-
ferðarmarkmið við sjúklinga með lang-
vinna, lífshættulega sjúkdóma snemma í
ferlinu. Þó eru vísbendingar í rannsókn-
um um að margir sjúklingar óski eftir
að ræða meðferðaróskir við lækni sinn
áður en þeir verða of veikir.6 Brýnt er
að læknar temji sér að ræða við sjúk-
linga um meðferðaróskir þeirra og líti
á líknarmeðferð sem hluta af þeirri
meðferð sem þeim beri að bjóða sjúk-
lingum eftir því sem við á. Mér hefur
reynst vel að hefja umræðu um þessi
mál með því að spyrja sjúklinginn og
aðstandendur um það hvort þeir eigi
Lífsskrá. Á vef embættis landlæknis er
hægt að sækja slíkt eyðublað, Lífsskrá,
þar sem menn geta tjáð óskir sínar
um meðferð og meðferðarmarkmið að
gefnum vissum forsendum, og útnefnt
umboðsmann. Samtal af þessum toga
styrkir samband læknis og sjúklings í
erfiðum aðstæðum.
Heimildir
1. Lög um réttindi sjúklinga 1997 nr. 74. Lagasafn. tslensk
lög 1. október 2009. Útgáfa 137.
2. www.who.int/cancer/palliative/definition/en/maí 2011
3. Gray LC, Bemabei R, Berg K et al. Standardizing
assessment of elderly people in acute care: the interRAI
acute care instmment. J Am Geriatr Soc 2008; 56:536-41.
4. Líknarmeðferð - leiðbeiningar um ákvörðun meðferðar
og meðferðarúrræði hjá sjúklingum með lífshættulega
og/eða versnandi langvinna sjúkdóma. Klínískar
leiðbeiningar. Landspítali, 1. útgáfa desember 2009.
5. Ellershaw J, Ward C. Care of the dying patient: the last
hours or days of life. BMJ 2003; 326: 30-4.
6. Pardon K, Deschepper R, Stichele RV, et al. Preferences
of advanced lung cancer patients for patient-centred
information and decision-making: a prospective
multicentre study in 13 hospitals in Belgium. Patient
Educ Couns 2009; 77: 319-472.
MediCarrera
Atvinnutækifæri fyrir sérhæfða
lækna og hjúkrunarfræðinga í
Svíþjóð og Noregi
Laus störf innan geðlækninga, barna og unglinga-
geðlækninga, lyflækninga, skurðlækninga og
heimilislækninga ásamt innan annarra sérgreina
Með markvissu tungumálanámskeiði
Við bjóðum:
■ Varanlega samninga við almenningssjúkrahús eða heilsugæslu
■ Möguleika á að sameina starf og rannsóknireða sérhæfingu
■ Hjálp við að finna húsnæói, skóla og leikskóla
■ Aðstoð við tilfærslu og flutningskostnað
■ Markvisst tungumálanámskeið áður en starf hefst
Fyrir frekari upplýsingar:
Vinsamlega sendió CV til info@medicarrera.com
eða hafið samband með frekari spurningar í tölvupósti
eða síma +34 933 173 715.
www.medicarrera.com
MediCarrera sl, Balmes 191 - 6° la, 08006 Barcelona, Spain
LÆKNAblaðið 2011/97 385