Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2013, Page 33

Læknablaðið - 15.05.2013, Page 33
UMFJÖLLUN O G GREINAR Anna Kristín heillaðist af járnkarli þegar hún fylgdist með feðgunum keppa í Wis- consin 2009. Syndir alltaf bringusund Höskuldur segir að hann hafi farið fremur óhefðbundna leið að því að keppa í járn- karli. „Ég skráði mig strax í heilan járnkarl en mælt er með því að byggja sig upp með því að keppa fyrst í styttri vegalengdum, taka ólympíska þraut og hálfan járnkarl áður en reynt er við heilan. En það var ekki í boði hér heima á þeim tíma og ég taldi mig líka hafa nokkuð góðan grunn úr langhlaupunum. Það kom svo fljótlega í ljós að ég var illa syndur og hef enn ekki náð almennilegum tökum á skriðsundi svo það hefur háð mér nokkuð. Ég er lengi að klára sundið í keppninni á bringusund- inu. Ég er ekki mjög upptekinn af því að ljúka keppni á mettíma, finnst bara ágætt að vera vel innan tímamarkanna sem sett eru. Ég er reyndar ákveðinn í því að ná betri tökum á skriðsundinu áður en ég fer aftur í járnkarl." Þess má reyndar geta að innan síns ald- ursflokks eru tímar Höskuldar ágætlega samkeppnishæfir. Virðulegir skurðlæknar á sjötugsaldri eru eðlilega lengur að ljúka keppni en atvinnumenn í þríþraut á þrí- tugsaldri. Annað væri eiginlega undarlegt. í september í fyrra slóst Höskuldur í för með Önnu Kristínu og Jóni Hinriki til Wales þar sem haldin er ein erfiðasta járnkarlskeppni í heimi. „Hjólaleiðin er ein sú erfiðasta sem hægt er að finna og við vorum að nokkru leyti óviðbúin því hvað hún var erfið," segir Anna Kristín. Þau Jón Hinrik luku keppni á ágætum tíma en hún segir að hjólatíminn hafi verið talsvert lengri en hún gerði ráð fyrir. Höskuldur lauk ekki keppni en hann var þá þegar búinn að skrá sig í tvöfalda járnkarlinn í Flórída í mars 2013 svo Wales var því ekki markmið heldur hluti af undirbúningi. En hvernig undirbýr maður sig fyrir einn tvöfaldan? Æfir maður helmingi meira en fyrir venjulegan járnkarl? „Nei, það er ekki hægt að tvöfalda æfingamagnið. Að fara úr 10-14 klukku- stundum á viku í 20-30 tíma er einfald- lega óraunhæft. Ég vinn líka það mikið að ég hef ekki tíma fyrir meiri æfingar. Ég hef stundum sagt að vinnan komi í veg fyrir að ég ofþjálfi, enda hef ég verið laus við meiðsli að mestu í gegnum þetta allt saman. Fyrir tvöfalda járnkarlinn tók ég hefðbundið járnkarlsprógram og bætti sirka 30% við það. Ég renndi svolítið blint í sjóinn með magnið en í 20 vikur æfði ég að meðaltali 13 -15 klukkustundir á viku. Markmiðið hjá mér var einfald- lega að klára keppnina innan tímamarka, 36 klukkustunda, og setti mér það fyrir að stoppa aldrei. Beware the Chair er einn frasinn úr þessum bransa sem ég tileink- aði mér en það þýðir að maður sest aldrei niður. Þá getur orðið ansi erfitt að standa upp og halda áfram. Ég er vanur að vera lengi að úr löngu hlaupunum, fara jafnt og rólega og stoppa helst aldrei. Það gekk ágætlega upp. Ég var reyndar mjög feginn að ná að klára sundið á innan við fjórum klukkustundum, en það voru tímamörkin fyrir þann legg, en fyrirfram hafði ég áhyggjur að ná því ekki. Þegar sundinu var lokið þá brosti ég bara út í bæði þó ég ætti eftir að hjóla 360 kílómetra og hlaupa 84,4 km." Sex daga hlaup í sigtinu Höskuldur hafði líklega bestu mögulegu aðstoðarmenn, sem voru Anna Kristín dóttir hans, Barbara kona hans og Robert LÆKNAblaöið 2013/99 257

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.