Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2013, Side 46

Læknablaðið - 15.05.2013, Side 46
Pistlar frá formönnum sérgreinafélaga og undirdeilda Læknafélags íslands og Reykjavíkur Gríðarlegar breytingar á síðustu öld María Soffía Gottfreðsdóttir fyrrverandi formaður Augnlæknafélags íslands mariago@landspitali.is Fyrsti íslenski læknirinn sem sérmenntaði sig í augnlækningum var Björn Ólafsson en hann lauk prófi frá Læknaskólanum 1888 og stundaði framhaldsnám í Kaup- mannahöfn 1889-90. Fram að því hafði enginn augnlæknir starfað á íslandi og héraðslæknar kunnu lítil skil á augn- sjúkdómum. Landakotsspítalinn tók til starfa í október 1902. Þar var augnlæknum veitt aðstaða fyrir augnsjúklinga sem fylgdi þeim öldina á enda. Það var þó ekki fyrr en árið 1969 að formleg augndeild var loks stofnuð á Landakoti. Árið 1934 voru sett lög um augnlækningaferðir en mark- mið þeirra var að auðvelda fólki á lands- byggðinni að fá þjónustu augnlækna, sem þá hafði fjölgað nokkuð. Kennsla í augn- sjúkdómum var þó lítil fram eftir síðustu öld og varð fagið ekki prófgrein fyrr en um miðjan sjötta áratuginn. Árið 1959 var stofnuð dósentsstaða við Háskóla Is- lands í augnlækningum og 1981 var fyrsti prófessorinn skipaður, Dr. Guðmundur Björnsson. Augnlæknafélag íslands var stofnað árið 1966. Félagið er málsvari íslenskra augnlækna, það gefur umsögn um laga- frumvörp og önnur málefni, vinnur að sjónverndarmálum með ábendingum og ráðgjöf, til dæmis um slysavarnir. Félagið stendur fyrir fræðslu fyrir augnlækna og efnir til funda með íslenskum og erlendum fyrirlesurum sem kynna rannsóknir sínar. í dag eru 32 starfandi augnlæknar á ís- landi. Þeir hafa sótt sérfræðimenntun sína til Svíþjóðar, Noregs, Danmerkur, Eng- lands, Skotlands, Þýskalands og Banda- ríkjanna. Sérfræðinámið tekur að jafnaði 4-6 ár og með aukinni tækni og þekkingu hafa orðið til ýmsar undirsérgreinar. Hefur það verið mikill styrkur fyrir fagið hversu fjölbreytta menntun augnlæknar hafa hlotið og einnig hafa góð tengsl við ýmsa erlenda háskóla verið fræðigreininni og sjúklingum til hagsbóta. Öflug vísinda- starfsemi hefur verið í augnlækningum á íslandi undanfarin ár með samstarfs- læknum í verkefnum víða um heim. Nor- ræn samvinna er mikilvæg og norrænu augnlæknafélögin halda sameiginlegt þing annað hvert ár, það síðasta var hér heima árið 2010. íslenskir augnlæknar hafa verið ötulir við að tileinka sér nýja tækni við greiningu og meðferð augnsjúkdóma og eru til að mynda ýmsar flóknar skurðað- gerðir framkvæmdar á augndeild Land- spítalans sem einungis eru gerðar á stærri háskólasjúkrahúsum erlendis. Á síðustu áratugum hafa orðið gríðar- legar framfarir í augnlækningum, eftirliti og þjónustu augnlækna við skjólstæðinga sína. Sem dæmi má nefna að um miðja síðustu öld var algengi blindu á Islandi mun hærra en í Evrópu og Norður- Ameríku. Blinda af völdum hægfara gláku var langalgengasta orsökin hér og mun tíðari en í nágrannalöndum. Það var erfitt að fylgjast náið með glákusjúklingum í strjálbýlu landi með lélegum samgöngum og margir fóru ekki til augnlæknis fyrr en sjúkdómurinn var langt genginn, enda oft einkennalaus fram á lokastig. Á okkar tímum hefur blindutíðni vegna gláku snarminnkað með aukinni þjónustu, öflugum lyfjum og flóknum skurðað- gerðum. í stórri faraldsfræðilegri rann- sókn á augnhag íslendinga, Reykjavíkur- augnrannsókninni sem hófst árið 1996, reyndist aldursbundin augnbotnahrörnun langalgengasta orsök sjóntaps, en gláka er nú í fjórða sæti yfir blinduvaldandi augn- sjúkdóma. Árið 1980 hófst skimun við augnsjúk- dómum í sykursýki á íslandi, fyrstu landa, með ótrúlegum árangri gegn blindu. Það er ekki síst þessu forvarnarstarfi að þakka að blindutíðni í sykursýki er lægri á Is- landi en í nágrannalöndunum. Algengasta skurðaðgerðin á auga er dreraðgerð (cataract-aðgerð). Fyrstu drer- aðgerðina á íslandi gerði Björn Ólafsson árið 1892 við afar frumstæðar aðstæður í heimahúsi. Um miðja síðustu öld fór aðgerðin þannig fram að augasteinninn var fjarlægður í heilu lagi gegnum 10-12 mm skurð. Skurðsárið var saumað með átta til tíu saumum og sjúklingar voru inniliggjandi í 7-10 daga. Gerviaugasteinar voru fyrst settir í augu um 1950 en áratugi tók að fullkomna tæknina. Um 1960 tóku smásjáraðgerðir að ryðja sér til rúms í augnskurðlækningum og hafði það í för með sér gríðarlegar framfarir sem ekki sér fyrir endann á. í dag fer dreraðgerð fram í gegnum 2,5-3,0 mm skurð þar sem augasteinninn er klofinn upp með hljóð- bylgjum og samanbrotinni linsu er komið fyrir inni í auganu og ekki þarf sauma í skurðsárið. Sjúklingar eru að öllu jöfnu útskrifaðir heim einni klukkustund eftir aðgerð. Langur biðlisti hefur verið eftir dreraðgerðum en á síðustu árum hefur hluti þessara aðgerða verið útvistaður hjá tveimur einkafyrirtækjum með góðum árangri. Sjónlagsgallar, nærsýni, fjarsýni og sjónskekkja, eru algengir og notar um þriðjungur til helmingur manna gleraugu eða snertilinsur. Tilraunir til að leiðrétta sjónlagsgalla með skurðaðgerð hófust á seinni hluta tuttugustu aldar og á síðustu árum hafa leysiaðgerðir við sjónlagsgöll- um orðið útbreiddar. Á íslandi hafa sjón- lagsaðgerðir verið framkvæmdar í á annan áratug og nú sinna þrjár einkareknar augnlæknastöðvar þessum aðgerðum. Mikil gróska er í rannsóknum á augn- sjúkdómum. íslendingar eru langlífir og ætla má að sjónskertum Islendingum fari fjölgandi og þörfin fyrir augnlækna- þjónustu fari vaxandi. Augnlækningar eru mjög háðar tækjum og þau verða sífellt betri en einnig dýrari. Það er mikilvægt fyrir okkur að halda í við tæknina en með áframhaldandi framförum í greiningu og meðferð horfa augnlæknar og sjúklingar þeirra björtum augum til framtíðar. 270 LÆKNAblaöið 2013/99

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.