Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.12.2014, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 19.12.2014, Blaðsíða 18
Á Á óvart kemur að húsgögn sem verið hafa í Ráðhúsi Reykjavíkur frá vígslu þess séu eftir- líkingar þekktra erlendra húsgagna, eins og Fréttablaðið greindi frá í vikubyrjun. Þar kom fram að framleiðandi húsgagnanna sem líkt er eftir í ráðhúsinu hafi farið fram á að eftir- líkingunum verði eytt. Sú krafa er að vonum enda er alþjóðleg barátta í gangi gegn eftir- líkingum eða fölsunum sem þessum og Toll- stjóraembættið tekur þátt í því. Verkefnið beinist að því að vekja athygli á vörufölsun og tengslum við fjöl- þjóðlega skipulagða glæpastarf- semi. Herferðin ber yfirskrift- ina: „Falsanir: ekki kaupa hlut í skipulagðri glæpastarfsemi“. Borgarráð Reykjavíkur fjallaði um málið í liðinni viku og vís- aði því til borgarlögmanns, sem ákvað að farga bæri eftirlíking- unum. Reykjavíkurborg getur enda ekki verið þekkt fyrir að kaupa eftirlíkingar verka kunnra erlendra hönnuða sem vernduð eru að höfundarétti sem nytja- list vegna frumleika við hönnun. Í maí síðast- liðnum dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur til eyðingar 53 eftirlíkingar þekktra hönnunar- fyrirmynda, þar á meðal þekktra stóla eins og Egginu, Svaninum, Corona og Cassina stól og sófum, en eftirlíkingar síðastnefndu hús- gagnanna munu vera í ráðhúsinu, samkvæmt fyrrgreindri frétt. Þegar raktar voru málsástæður og lagarök stefnenda fyrir héraðsdómi kom fram að auk brots á höfundarrétti væri verið að nýta áunna viðskiptavild auk þess sem eftirlíkingarnar væru lélegri að gæðum en frumgerðirnar og orðspor rýrnaði með notkun eftirlíkinga. Í nið- urstöðu dómsins kom fram að eftirlíkingarnar væru allar óvandaðri en frumgerðirnar, bæði hvað frágang varðaði og efnisval, auk þess sem þær voru flestar þyngri og ómerktar. „Til- gangurinn með gerð þeirra var augljóslega sá að líkja eftir frumgerðinni í öllum meginatrið- um með sérstakri áherslu á sérkenni hennar,“ sagði ennfremur. Fram hefur komið að húsgögnin í Ráðhús Reykjavíkur hafi á sínum tíma verið keypt í góðri trú. Þótt húsbændur þar ráði vali hús- gagna, væntanlega í samráði við arkitekta eða hönnuði, kemur á óvart að valin hafi verið erlend húsgögn í hið glæsilega ráðhús, sem jafnt tekur á móti innlendum sem erlendum gestum. Húsgögn á slíkum stað eru því áber- andi og væntanlega góð kynning fyrir inn- lenda gæðaframleiðslu, að undangengnu út- boði þar um. Áherslan var önnur þegar kom að öðru stórhýsi í eigu Reykjavíkurborgar og ríkisins, tónlistarhúsinu Hörpu. Meirihluti almennra húsgagna sem valinn var í það mikla hús var ís- lensk hönnun. Meðal annars voru 970 eintök af stólnum Magna framleidd fyrir Hörpu en hann er hannaður af Valdimar Harðarsyni arkitekt. Fjöldi íslenskra framleiðenda fékk verkefni við framleiðslu húsgagnanna. Má þar nefna Axis húsgögn, Pelko, G.Á. Bólstrun, Zenus Bólstrun, Stjörnustál og Stáliðjuna. Fyrir sam- eiginleg rými listamanna og annarra notenda hússins var valin stóla- og sófalínan Dímon eftir Erlu Sólveigu Óskarsdóttur, húsgagna- og iðnhönnuð. Þá voru skrifstofuhúsgögn í Hörpu framleidd af Axis húsgögnum. Sérhæfð hús- gögn, meðal annars sérhannaðir stólar fyrir hljóðfæraleikara, voru keypt að utan. Í kjölfar ákvörðunar borgarlögmanns um að farga eftirlíkingum hönnunarhúsgagnanna í Ráðhúsi Reykjavíkur liggur endurnýjun fyrir. Þá hlýtur leiðin sem farin var við val húsgagna í Hörpu að verða ofan á. Það þarf ekki annað en skoða upplýsingar sem fáanlegar eru hjá Hönnunarmiðstöð Íslands og verslunum sem leggja áherslu á sölu vandaðra húsgagna að til sölu eru glæsileg húsgögn eftir íslenska hönnuði. Hönnunarmiðstöð hélt árið 2009 sýningu þar sem kynnt voru brot af því besta í íslenskri hönnun með áherslu á húsgagna- og vöruhönnun og arkitektúr í víðum skilningi. Það er því úr nægu að moða fyrir stofnanir og fyrirtæki hins opinbera, hvort heldur er á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Það á að vera þeim keppikefli að stuðla að hönnun og fram- leiðslu íslenskra gæðahúsgagna. Þar má taka einkaframtakið til fyrirmyndar en í kynningu á nýlegu Icelandair hótel Reykjavík Marina er tekið sérstaklega fram að öll húsgögn hótels- ins séu íslensk hönnun. Eftirlíkingar hönnunarhúsgagna í Ráðhúsi Reykjavíkur Íslensk hönnun í opinberar byggingar Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjÁLMTýsdóTTiR Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@ frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Takk fyrir að velja bækur www.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39 Metsölulisti Eymundsson 1. LJÓÐ OG LEIKRIT. VIKA 50 Metsölulisti Eymundsson 3. LJÓÐ OG LEIKRIT. VIKA 50 Metsölulisti Eymundsson 5. LJÓÐ OG LEIKRIT. VIKA 50 Metsölulisti Eymundsson 2. LJÓÐ OG LEIKRIT. VIKA 50 Metsölulisti Eymundsson 4. LJÓÐ OG LEIKRIT. VIKA 50 Metsölulisti Eymundsson 6. LJÓÐ OG LEIKRIT. VIKA 50 18 viðhorf Helgin 19.-21. desember 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.